Bæjarblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 4
4 Afmælisleikrit Skagaleikflokksins Dýrin í Hálsaskógi eftir Tnorbjörn Egner. Fyrir nokkrum árum var viðtal í útvarpi við þekkta leikkonu, sem var að leika í barnaleikriti í Þjóð- leikhúsinu. Var spjallað vítt og breitt um leikinn, en síðasta spurning spyrilsins var þessi: „Finnst þér nokkur munur á því að leika fyrir börn eða að leika fyrir fullorðna?“ Svarið var mjög eftir- tektarvert: „Munurinn er ekki stór, en ef hann er einhver, þá þarf að leika ennþá betur fyrir börn en full- orðna“. Fáir leikhúsgestir eru jafn ein- lægir, opnir og hrifnæmir eins og börn ef þeim líkar það sem þeim er borið, en þau eru heldur ekkert að skafa utan af því, þegar þeim mislíka hlutirnir. Normaðurinn Thorbjörn Egner hefur gert marga góða hluti fyrir leiksvið, sem ætlað var börnum, fyrst og fremst. Af verkum hans eru hér á landi þekktust Kardi- mommubærinn, Dýrin í Hálsa- skógi og Karius og Baktus. Öll þessi verk hitta beint í mark hjá yngstu kynslóðinni, og jafn- framt því að vera skemmtileg, þá hafa þau boðskap að flytja um frið og samhjálp manna og dýra. Þessi leikrit eru erfið í upp- færslu og gera miklar kröfur um sviðsrými og sviðsmynd. Yfirleitt gerir hann sjálfur ráð fyrir stórum snúningsleiksviðum líkt og er í Þjóðleikhúsinu, svo að geta má nærri, að þeir sem ætla að setja verk hans upp í Bíóhöllinni á krónur hver .. . þúsund krónur Mánaðarverð mida erkr. 100. en ársmiða kr. 1.200 3ÖARA <y\. Wlikki refur — mynd Árni Akranesi, verða að leggja höfuðið vel í bleyti áður en öll vandamál leiksviðsins eru leyst. Það var vel til fundið hjá Skaga- leikflokknum að minnast 10 ára afmælisins með þessari fjöl- skyldusýningu. Og að þessu sinni fékkst til stjórnunar reyndur og hæfur leikstjóri, frú Guðrún Þ. Stephensen. í leikritinu er mikill fjöldi söng- laga eftir sjáfan höfundinn, og mörg þessara laga hafa sungið sig inn í hug og hjörtu lands- manna á undanförnum árum, má þart.d. nefnavjögguvísu Lilla klif- urmúsar og piparkökusöng Héra- stubbs bakara. Það verður að segjast strax, að einu verulegu mistökin í þessari sýningu er hérastubbur bakari. Hlutverkið beinlínis heimtar það, að þar sé maðuir, sem getur hitt á réttan tón, — en því miður. Ing- imar Garðarsson hefur gert marga góða hluti á leiksviði áður, en þetta hlutverk ræður hann ein- faldlega ekki við. Mér er nokkur ráðgáta, hvers vegna leikstjórinn afstýrði þessu ekki í tíma. — En nóg um það. Flest annað er skemmtilegt og vel gert í sýningunni. Músastrák- arnir voru léttir og lifandi. Jón Þórðarson einlægur og sannur Marteinn skógarmús og Lilli léttur Bœjorblodid og syngjandi. Helgi Grímsson þarf þó að vanda framsögn sína ögn meira á stundum. Björgvin Leifsson leikur Mikka ref. Það er ekki auðvelt að dæma um það hvernig á að leika ref, en margt fannst mer Björgvin gera vel og ég hafði talsverða samúð með Mikka allan tímann. Gerður Rafnsdóttir er afbragð í gerfi músa-ömmu og Friðrik Adólfsson er skemmtilegur í hlutverki bóndans. Bangsahjónin léku þau Helgi Þórhallsson og Guðný Jóndóttir og Bangsa litla lék Hilmar D. Björgvinsson einkar skemmtilega. Margt var annarra leikara á sviðinu í gerfum dýra og fugla, en ekki er rúm til að rekja það allt, en ég vil sérstaklega geta Bjarna Þórs Bjarnasonar, sem gert hefur leiktjöldin með nemendum sínum í 8. bekk Brekkubæjarskóla. Það hefur verið mikið verk og ber meisturum sínum loflegt vitni. Undirleik annast Jensína Waage með miklum ágætum. Skemmtilegra hefði verið að hafa þarna litla hljómsveit, og það verður áreiðanlega næst þegar ámóta tækifæri býðst. Að endingu vil ég þakka Skag- aleikflokknum ágæta leiksýningu nú og síðastliðin tíu ár, og ég vona, að Akurnsingar fjölmenni á leikritið í fylgd barna sinna, því að þeim manni er sannarlega vorkunn, sem er orðinn svo full- orðin, að hann geti ekki haft gaman að vandamálum dýranna í Hálsaskógi. Þ.Þ Ný verslun Ný vefnaðarverslun verður opnuð á laugardaginn kl. 10. Verslunin ber nafnið Nýja línan og er til húsa að Suðurgötu 46. Eigendur verslunarinnar eru þær Lilja Gísladóttir og Svanhvít Sveinsdóttir. Við aukum vöruvalið Nú bjóðum við: Mjólk og rjóma Munið næstursöluna á föstudags- og laugardagskvöldum Skútan Þjóðbraut 9 — sími 2061 Skrifstofustarf Starfskraftur óskast á lögfræði- og fasteignaskrifstofu sem fyrst. Starfið felst í: 1. Skoðun og sölu fasteigna. 2. Almennum skrifstofustörfum og skjalagerð. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa góð tök á íslensku máli og gott inngrip í reikningshald. Æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á húsbyggingum en þó ekki skil- yrði. Til greina kemur að ráða í hálfsdagsstarf. Upplýsingar ekki veittar í síma. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skriflega til undirritaðs fyrir 15. maí 1984. Lögfræðiskrifstofa Jóns Sveinssonar hdl. Kirkjubraut 11, Akranesi. Umboð Akranesi: Verslunin Óðinn

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.