Bæjarblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 1
Fréttablað Akurnesinga — Óháð pólitískum flokkadrætti 8. tbl. 6. árg. 17. maí 1984 Aflafréttir Allir bátarnir hafa nú hætt á þorskanetum. Einn þeirra, Sig- urborg, er komin á lúöuveiöar og Haraldur er aö byrja á úti- legu meö línu. Skírnirer í slipp og óstaðfestar fregnir herma aö verið sé aö skvera hann af fyrir sölu. Afli togaranna, sem geröir eru út héðan frá Akranesi, frá áramótum og fram til 15. maí sl. er sem hér segir: tonn Haraldur Böövarsson 1.654 Krossvík 1.394 Óskar Magnússon 1.086 Skipaskagi 781 Olíumengunin óupplýst ennþá Olíumengunin í höfninni hér var enn óupplýst er Bæjarblaðið fór í prentun og ekkert hafði komiö fram sem bent gæti til þess hvern- ig um 5 tonn af svartolíu komust í i höfnina. Rannsóknarlögreglan hefur unniö aö rannsókn þessal máls undanfariö. Menn eru almennt undrandi á I aö enginn skuli hafa oröiö var viö ( að svo mikið magn rann í sjóinn, en á meðan enginn saknar tonn- anna fimm má búast viö aö það verði öllum almenningi hulin ráð- gáta hvernig á þessari olíumeng- un stendur. Frétt Nútímans um daginn þess efnis aö olían heföi lekiö í höfnina er svartolíu var dælt á togarann Óskar Magnús- son mun úr lausu lofti gripin. Útimarkaður samþykktur Eins og viö skýröum frá í síö- asta Bæjarblaði þá sótti einstakl- ingur um leyfi til aö hefja rekstur útimarkaðar hér í bæ. Umræddur einstaklingur heitir Erlingur Antonsson og hefur hann nú samið viö Landsbankann um afnot af lóðarspilldu við enda bankahússins meöfram Skóla- braut fyrir útimarkaö sinn. Á síðasta fundi sínum sam- þykkti Bæjarstjórn umsókn Erlings, svo nú ætti ekkert að vera að vanbúnaði aö Oþna útimarkaö á rauðu stéttinni viö torgið. Stofnsetning fiskeldisstöðv- ar í undirbúningi „Aðstaða hér er álitleg“, segir Eyjólfur Friðgeirsson Nú eru allar líkur á aö hér á Akranesi verði sett upp fiskeldis- stöð á næstunni. Eyjólfur Frið- geirsson, fiskifræðingur hefur ver- ið að vinna aö undirbúningi fyrir stofnun slíkrar stöövar undanfar- iö. Bæjarblaöiö náöi tali af Eyjólfi í vikunni og sagöi hann að undan- fariö heföu staðiö yfir samninga- viðræður viö hitaveituna um kaup á umframvatni. Eyjólfur sagði aö hér á Akranesi væri sérstaklega álitleg aöstaöa til aö reka slíka stöð, að vísu væri ekki vitað ná- kvæmlega hve umframvatn hita- veitunnar væri mikið, en samt væri Ijóst aö vatn væri nægilegt fyrir nokkuð stóra stöð. Þá sagöi hann aö viðræður heföu farið fram við bæjarráð um staðsetn- ingu stöðvarinnar og væru hug- myndir uppi um sjávarlóö í ná- grenni viö tank hitaveitunnar. Því máli hafi nú verið vísað til skipu- lagsnefndartil umsagnar. Eyjólfur sagöi að það væri hóp- ur manna, bæði héöan af Akra- nesi, og annars staðar frá sem stæöi að þessu og líklega yröi gengið frá stofnun félags um þessastarfsemi í lok mánaðarins. Við spurðum Eyjólf um hugsan- lega stærð þessarar stöðvar og sagði hann að líklega yrði farið hægt af stað í byrjun og aðeins hluti aðstöðunnar nýttur, en ítrek- aði jafnframt að aðstaða hér væri mjög álitleg og ætti hún ekki að standa í vegi fyrir stöð sem fram- leitt gæti hundruð tonna af fiski. Grásleppuvertíð byrjar vel Grásleppuvertíðin hefur byrjað vel og er Bæjarblaðið hafði sam- band við þá tvo aðila sem full- vinna grásleppuhrogn hér á Skaga, bá Þorstein Jónson hjá Arctic og Vigni G. Jónsson, kom fram að veiðin er margfalt betri en í fyrra. Þorsteinn sagði að um síðustu mánaðarmót hefði hann tekið á móti hrognum í alls 110 tunnur á móti 38 á samatíma í fyrra. Hann sagði að hjá sér legðu upp svipað margir bátar og áður en veiðin væri margföld, þó sagði hann að taka yrði tillit til þess að vertíðin í fyrra hefði verið óvenju slöpp. Vignir Jónsson sagði að hann hefði nú móttekið um 80-90% meiri hrogn nú en á sama tíma í fyrra, heldur fleiri bátar væru í við- skiptum við sig nú en þá, en samt sem áður virtist Ijóst að veiði væri mun betri. Sumir bátanna hefðu aflað mjög vel og t.d. hefðu þeir lagt upp allt að einu tonni af hrognum ur einni veiðiferð. Grá- sleppumiðin hafa líka færst út sagði hann og eru nú komin hér vestur úr öllu. T.d. hefði þótt langt fyrir nokkrum árum er menn fóru að leggja net vestur við Þormóðs- sker, en nú væri sótt enn lengra. „Þetta eru ný mið“, sagði Vignir, ,,og því hrein viðbót við það sem áður var.“ Mest öll þau grásleppuhrogn sem flutt eru út fullunnin frá land- inu, koma frá þessum tveimur verksmiðjum hér á Skaga. Þeir Þorsteinn og Vignir eiga svo í harðri samkeppni við danskar, þýskar, belgískar og franskar verksmiðjur sem kaupa grá- sleppuhrogn óunnin hérlendis og frá Kanada, Grænlandi og Nor- egi, og búa til úr þeim kavíar eins og gert er hér. Arnarflug hefur ákveðið að bjóða fjórum knattspyrnu- mönnum frá Akranesi úr 3-4 og 5 aldursflokki drengja og einni stúlku úr telpnaflokki til Amster- dam í ágúst-mánuði ti að fylgjst með hraðkeppni frægra knatt- spyrnuliða, þar sem m.a. leika Stuttgart, Man. Utd. og fleiri. Þátt- takendur í ferð þessa verða valdir af þjálfurum flokkanna ásamt Unglingaráði Akraness. Þá hefur Arnarflug ákveðið að koma á þeirri skemmtilegu ný- breytni að verðlauna þá sem við akstur Talsvert hefur verið um að ökumenn hafi verið teknir fyrir ölvun við akstur undanfarið og mun meira en vanalega hér. Hjá rannsóknarlögreglunni fengum við þær upplýsingar, að á þessu ári hefðu alls 18 ökumenn verið sviptir ökuleyfi sökum ölvunar við akstur. Á samatíma í fyrra höfðu 9 öku- menn verið sviptir ökuleyfi hér áAkranesi. koma að horfa á heimaleiki Akranesliðsins í sumar. Sérstakt spjald verður gefið út sem dreift verður í byrjun íslandsmóts og verður dregið úr þeim spjöldum hjá þeim sem mætt hafa á alla heimaleiki liðsins í sumar. Fyrstu verðlaun verður ferð með Akra- nesliðinu á Evrópukeppnina i haust. Ofantalin atriði eru liður í ný- gerðum auglýsingasamningi milli Knattspyrnuráðs Akraness og Arnarflugs hf. (Fréttatilk.) Arnarflug býður ungum knatt- spyrnumönnum til Amsterdam íslandsmótið 1. deild AKRANES — FRAM á morgun, föstudag 18. maí kl. 18 Allirá völlinn!

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.