Bæjarblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 3
3 BoJorWodid Teikningar barna frá El-Salvador Á sýningu í Grundaskóla Nú stendur yfir í Grundaskóla sýning á myndum sem eru teikn- aöar af börnum frá El Salvador, sem dveljast nú í flóttamanna- búðum í ýmsum löndum Mið- Aðalfundur ungmennafélag- anna Hauks og Vísis, sem flestir kannast eflaust betur við undir skammstöfuninni H.V., var hald- inn 24. janúar sl. Þá var kosin stjórn fyrir yfirstandandi ár og er hún þannig skipuð: Þráinn Ólafs- son formaður, Magnús Ingvars- son ritari, Jón Bjarni Gíslason gjaldkeri, Elís Jónsson með- stjórnandi og Elís Víglundsson meðstjórnandi. Helgina 24.-26. febrúar var ís- landsmótið í innanhúsknatt- spyrnu haldið í Laugardalshöll. Er þar skemmst frá að segja að lið H.V. varð í öðru sæti í sínum riðli og einungis 2 mörk skyldu annarr- ar deildar sæti. Gengið hefur verið frá ráðningu þjálfara fyrir sumarið og mun Sævar Guðjónsson þjálfa liðið í sumar. H.V. spilar í A-riðli þriðju deildar í sumar. Sá riðill er töluvert erfiðari nú en undanfarin ár. Þyngst vegur þar að bæði þau lið Ameríku. Þá fylgja sýningunni Ijósmyndir sem eru smá sýnis- horn af aðstæðum og lifnaðar- háttum þeirra í viðkomandi flótta- mannabúðum. sem féllu úr annarri deild í fyrra spila í þessum riðli. Það eru fyrst og fremst landfræðileg sjónarmið sem ráða niðurröðun í riðla, og er það gert til að létta undir með félögum í ferðakostnaði. H.V. leikur 16 leiki í íslandsmótinu í sumar í stað 14 leikja áður. Nú er Ijóst hverjir verða and- stæðingar H.V. í Bikarkeppni K.S.Í. Það er lið Í.B.V. og fer leikurinn fram í Vestmannaeyjum þann 23. maí nk. Að sjálfsögðu má búast við spennandi leik. Til að standa straum að kostn- aði við rekstur H.V. hafa liðsmenn staðið í ýmsum fjáröflunum. Sunnudaginn 18. mars sl. héldu félagsmenn t.d. hlutaveltu og tókst hún framar öllum vonum. Stjórn H.V. vill hér með koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem gáfu muni á hlutavelt- una og eins til þeirra sem komu og versluðu. F.h. H.V. Magnús Ingvarsson Þessi sýning kemur hingað til Akraness frá Reykjavík, þar sem hún vakti mikla athygli fyrir stuttu. Hingað til lands kemur sýningin frá Svíþjóð, þar sem myndirnar voru víða sýndar og vöktu mikla og verðskuldaða athygli. Alþjóð mannréttindanefnd El Salvador ( CDHES )fékk íslands- deild hennar, MESA ( Mannrétt- indasamtök El Salvador og Mið- Ameríku ) til að hafa milligöngu um að fá sýninguna til íslands. Full ástæða er til að hvetja Ak- urnesinga til að sjá sýningu þessa, en hún er opin á skólatíma Grundaskóla, þar til skóla lýkur þann 23. maí nk. Tímaritið Þroskahjálp Tímaritið Þroskahjálp 1. tbl. 1984 er komið út. Utgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. í rit- inu er að finna ýmsar greinar, upplýsingar og fróðleik um mál- efni fatlaðra. M.a. efnis er: Frásögn dr. Gyðu Haraldsdrítt- ur af námskeiði, sem haldið var hér á landi sl. haust og fjallaði um örvun ungra þroskaheftra barna. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Cliff Cunningham frá Englandi. Þá birtast í ritinu tvö af þeim er- indum sem flutt voru á Landsþingi Þroskahjálpar sl. haust. Erindi Jóhanns Guðmundssonar um réttindagæslu þroskaheftra og er- indi Láru Björnsdóttur um lang- tímavistun - heimili. Margrét Margeirsdóttir, deild- arstjóri í félagsmálaráðuneytinu var tekin tali um nýsett lög um málefni fatlaðra og ýmislegt þeim tengdum. Af öðru efni má nefna fasta þætti s.s. Raddir foreldra - á léttu máli og Hirt úr blöðum. Tímaritið Þroskahjálp kemur út fjórum sinnum á ári. Það er sent áskrifendum og er til sölu á skrif- stofu Landssamtakanna Þrosk- ahjálpar, Nóatúni 17,105 Reykja- vík. áskriftarsíminn er 29901. (Fréttatilk.) Fréttapistill frá knattspyrnuliði H.V. Country gegn ÍBV Aukin útbreiðsla Bæjarblaðsins Bæjarblaðið hefur undan- farið gert átak í því að auka áskrift að blaðinu utan Akra- ness en þannig áskrift hefur staðið til boða undanfarin ár. í síðustu viku sendum við rúm- lega 100 burtfluttum Skaga- mönnum bréf þar sem við buð- um áskrift að blaðinu. Nú þeg- ar hafa okkur borist nýir áskrif- endur og eru viðtökur burt- fluttra Skagamanna góðar við bréfi okkar. Nú vitum við að burtfluttir Skagamenn eru mun fleiri og hvetjum við nú lesendur blaðs- ins til að auglýsa þessa áskrift fyrir okkur hjá vinum og ætt- ingjum úr hópi burtfluttra Skagamanna, en til þeirra telj- um við að blaðið eigi helst erindi utan Akraness. Nýjum áskrifendum má koma á fram- færi í síma blaðsins 2974 eða bréfleiðis í pósthólf 106. „Nýja línan“ opnuð Eins og við sögðum frá í síðasta blaði var opnuð ný verslun á Suðurgötu 46 hér í bæ fyrir skömmu. Þetta er vefnaðarvöruversl- un og ber hún nafnið Nýja línan. Á myndinni eru eigendur verslunarinnar þær Svanhvít Sveins- dóttir og Lilja Gísladóttir við afgreiðsluborðið í versluninni á opnunardaginn. Tveggja ára gömul afmælisgjöf enn ókomin Sundlaugarmálið velkist enn íbæjarstjórn Sundlaugarmálið víðfræga var enn einu sinni til umræðu í bæjar- stjórn í síðustu viku. Nú eru liðin tæp tvö ár frá því að Bæjarstjórn samþykkti einróma á 40 ára af- mæli Akraneskaupstaðar að færa bæjarbúum sundlaug í afmælis- gjöf. Síðan hefur sundlaugin þvælist fram og til baka á teikni- borðum og fundarborðum og ýmsar hugmyndir verið uppi allt frá ódýrri plastlaug til heljarmikillar sundlaugarbyggingar. Á bæjarstjórnarfundinum í síð- ustu viku var ný tillaga til umræðu og lágu frammi teikningar af henni. Þeir bæjarfulltrúar sem töluðu á fundinum virtust lítt hrifnir af þeirri tillögu, en sú tillaga nær að vísu yfir meira en sundlaug, þar sem henni eiga að tengjast búningsklefar fyrir íþróttavöllinn og íþróttahús. Bæjarfulltrúarnir Hörður Páls- son og Engilbert Guðmundsson sögðust til dæmis óttast það mikið, að bæjarstjórn myndi fyrir rest samþykkja einhverja bygg- ingu sem bæjarfulltrúar væru í Bjarnalaug. Hún ætlar lengi að 1 verða okkar eina sundlaug. raun óángæðir með, þar sem menn væru orðnir langþreyttir á I seinagangi þessa máls. Bæjarstjóri skýrði frá að full- unnin tillaga yrði tilbúin á næsta bæjarráðsfundi sem er í dag, 17.maí og eftir þann fund ætti að vera hægt að afgreiða málið. Frá Grundaskóla íbúðir vantar! íbúðir vantar fyrir nokkra kennara Grundaskóla. íbúðastæðrir: 2ja, 3ja og 4ja herbergja. Þeir sem gætu hjálpað okkur að koma kennurunum í hús hafi samband við skóla- stjóra, Guðbjart Hannesson, vs: 2811, hs: 2723, eða yfirkennara, Ólínu Jónsdótt- ur, vs: 2811, hs: 1408, eða Ásu Jónsdóttur, ritara skólans s: 2811.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.