Bæjarblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 5

Bæjarblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 5
Bœjorblodid 5 Hver á rétt á atvinnuleysisbótum? Samkvæmt lögum um atvinnu- leysistryggingar eiga þeir félagar í stéttarfélögum sem verða atvinnulausir, rétt á bótum úr Atvinnuleysistryggingarsjóði. Þó þarf viðkomandi að uppfylla eftir- farandi skilyrði: 1. Að hafa náð 16 ára aldri. 2. Aðdveljahérálandi. 3. Verafullgildurfélagsmaður í stéttarfélagi. 4. Hafa á síðustu 12 mán- uðum unnið samtals að minnsta kosti 425 dagvinnustundir í tryggingarskyldri vinnu. 5. Sanna með vottorði vinnumiðlunarskrifstofu, að hann hafi verið atvinnulaus 3 eða fleiri heila vinnudaga. Ekki er það nægilegt að hafa náð 16 ára aldri til að eiga bótarétt. Hafi maður stundað samfellt vinnu fyrir og eftir að hann náði 16 ára aldri, öðlast hann rétt til bóta, ef hann hefur unnið í tryggingar- skyldri vinnu að minsta kosti þriðj- ung tilskilins dagvinnutíma, eftir að hann varð 16 ára. Annars er vinnuframlagið fyrir 16 ára ekki metið. Bótarétt má geyma. Sá sem fullnægir skilyrðum bóta- réttar samkv. lögunum, en tekur starfi sem ekki er tryggingarskylt samkv. lögunum og stundar það allt að 24 mánuðum heldur að loknu því starfi þeim bótarétti sem hann hafði áunnið sér. Sama gildir um þá sem taka að stunda nám eða heimilisstörf, allt að 24 mánuðum. Ef sá sem hefur áunnið sér rétt til bóta, verður að hverfa frá vinnu vegna veikinda, heldur hann þeim bótarétti þegar hann verður vinnufær á ný. Fjárhæð bóta. Fjárhæð bóta miðast við unnar dagvinnustundir í tryggingar- skyldri vinnu á síðustu 12 mánuð- um. Hámarksbæturgreiðastþeim sem unnið hafa 1700 dagvinnu- stundir eða fleiri. Lágmarksbætur greiðast þegar dagvinnustundir eru 425. Annars greiðast bætur í hlutfalli við dagvinnustundafjölda. Hámarksdagpeningar jafngilda launum fyrir 8 klukkustunda dag- vinnu samkv. hæsta starfsaldurs- þrepi 8 launaflokks Verka- mannasambands íslands. Lág- marksdagpeningar eru 1/4 hluti sömu launa. Að auki eru bóta- þegum sem hafa börn sín yngri en 17 ára á framfæri greitt 4% af framangreindum launum með hverju barni. Hámarksbætur eru nú á dag kr. 525.13. Lámarks- bætur eru kr. 131.28. Fyrir barn kr. 21.00. Hámark bóta er 180 dagar á 12 mánaða tímabili. Tl þess að öðlast bótarétt verður umsækjandi að láta skrá sig viku- lega hjá vinnumiðlun, annars missir hann bótaréttinn. Ef viðkomandi getur ekki látið skrá sig vegna veikinda, skal hann láta skrá sig næsta dag sem honum er unnt. Sá sem á rétt á bótum, fær bætur fyrir þá daga sem hann er atvinnulaus frá og með fyrsta skráningardegi. Atvinnuleysisbætur greiðast fyrir alla daga nema laugardaga og sunnudaga. Enginn fær bætur fyrir fleiri en 180 daga á 12 mán- uðum. Til þess að eiga endurtek- inn bótarétt verður að láta áfram skrá sig hjá vinnumiðlun ef Talsverðar umræður á síðasta bæjarstjórnarfundi: Húsaleigustyrkur til bæjar- stjóra samþykktur Á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku urðu nokkrar umræður um til- lögu sem bæjarfulltrúarnir Guð- mundur Vésteinsson og Hörður Pálsson lögðu fram, en tillagan var svohljóðandi: „Bæjarstjórnin samþykkir, að bæiarstjóri fái greidda hlutdeild í leigu íbúðar- húsnæðis kr. 4.500 á mánuði frá l. janúar 1984 til loka ráðningar- tíma og taki þessi upphæð breyt- ingum í samræmi við lánskjara- vísitölu.“ Þrír af bæjarfulltrúum minni- hlutans, þau Steinunn Sigurðar- dóttir, Jón Sveinsson og Engilbert Guðmundsson, mótmæltu tillög- unni. Jón og Steinunn gagnrýndu m. a. það að í ráðningarsamningi bæjarstjóra væru engin endur- skoðunarákvæði og að ganga hefði átt frá þessum atriðum sirax við gerð samningsins. Bæði Steinunn og Engilbert nefndu þetta „framfærslugreiðslu" og Engilbert sagði að réttast væri að vísa tillögunni til Félagsmálaráðs, sem hefði með höndum fram- færsumál. Þátöldu andstæðingar tillögunnar að hún væri í talsverðri mótsögn við launastefnu bæjar- stjórnar í dag og Jón Sveinsson taldi að það yrði erfitt fyrir bæjar- stjóra að mæta á samningafund hjá þeim starfsmönnum bæjarins sem ósamið er við og berjast gegn 800 króna kauphækkun á mánuði hjá þeim, ef tillagan yrði samþykkt. Hörður Pálsson og Guðmund- ur Vésteinsson gerðu grein fyrir ástæðum þess að tillagan kom fram. Sögðu þeir að það hefði ver- ið umtalað á sínum tíma þegar samið var við bæjarstjóra að hon- um yrði tryggð íbúð hér á sama verði og hann gæti leigt út sína íbúð í Reykjavík. Guðmundur sagði að fyrst i stað hefði þetta mál fengið farsæla lausn þar sem bæjarstjóri hefði haft leiguskipti á íbúð sinni í Reykjavík og raðhúsi hér. Nú væri málum hins vegar þannig háttað að bæjarstjóri þyrfti að greiða 4.500 krónum meira í húsaleigu hér en hann gæti leigt sína íbúð á. Þá bentu þeirfélagar á að víða væru bæjarstjórar í fríu húsnæði. Eftir talsverðar umræður var svo tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæð- um gegn þremur. Einn bæjarfull- trúi sat hjá. Það skal tekið fram að í umræðunni kom skírt fram hjá öllum bæjarfulltrúum að þeir væru ánægðir með störf bæjarstjóra og mótmæli þeirra gegn tillögunni væru á engan hátt gegn bæjar- stjóranum. Ruslasafnið girt af Lóð Áhaldahúss Akranesbæjar við Ægisbraut hefur löngum verið með óþrifalegri lóðum í bænum og hefur oft verið gagnrýnd hér á síðum Bæjarblaðsins fyrir ein- stakan sóðaskap og slæmt for- dæmi í hirðingu lóða. Það vakti því hrifningu okkar er við áttum leið um Ægisbraut í síð- ustu viku, að sjá að bæjaryfirvöld hafa bætt þarna verulega um. Þá var verið að Ijúka við uppsetningu á stórri bárujárnsgirðingu með- fram Ægisbraut, og þó svo að slíkar girðingar séu ekki með þeim fegurstu sem sjást, þá eru þær mun skárri en ruslið sem blasti við augum vegfarenda áður. Til fróðleiks birtum við svo mynd sem tekin var árið 1979 og sýnir hluta af ruslinu á lóð Áhalda- hússins, en Bæjarblaðið á í fórum sínum nokkrar slíkar myndir sem teknar hafa verið á mismunandi tímum. Ekki er okkur kunnugt um hvort eitthvað snyrtilegra er inni í portinu núna en verið hefur, það breytir litlu, fyrir mestu er að þetta blasir ekki við vegfarendum lengur. Á neðri myndinni sést hin myndarlega bárujárnsgirðing. AKRANESKAUPSTAÐUR Kartöflugaröar Þeir sem hafa hug á að setja niður kart- öflur í görðum bæjarins eru beðnir að láta skrá sig fyrir 19. maí nk. Skráning fer f ram milli kl. 10 og 12 mánu- daga-föstudaga í síma 2980. Garðyrkjudeild. atvinnuleysi er viðvarandi. Atvinnuleysisbætur geta þeir ekki fegið: 1. Þeir sem taka þátt í verk- falli eða verkbann nærtil. 2. Þeir sem njóta slysa eða sjúkrapeninga samkv. lögum um almannatryggingar. 3. Þeir sem eru sviftir frelsi sínu með dómi. 4. Þeir sem sagt hafa starfi sínu lausu án gildra ástæðna, eða misst vinnu af ástæðum sem þeir eiga sjálfir sök á missa hlut bótaréttar. 5. Þeirsemófærirerutilvinnu af heilsufarsástæðum. 6. Þeir sem neita starfi sem þeim býðstángildra ástæðnafyrir synjuninni. 7. Þeir sem stunda vinnu í eigin þágu, sem gefur þeim tekjur eða tekjugildi er samsvarar 8. taxta Verkamannasambandsins. 8. Þeir sem hafa firrt sig bóta- rétti með því að gefa rangar eða villandi upplýsingar um hagi sína. Að lokum skal það brýnt fyrir launafólki að gæta þess að það sé fullgildir félagsmenn í stéttar- félögum og atvinnurekendur skili félagsgjaldi reglulega, þar sem félagsaðild að stettarfélagi er meginforsenda fyrir rétti til at- vinnuleysisbóta. HerdísÓlafsdóttir. Styrkir bæjarins tii félaga og félagasamtaka: Sögufélag Borgar- fjarðar fékk hæstan styrk Eftirtalin félög og félagasamtök hlutu styrk er fjárhags- áætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 1984 var samþykkt: Barnakór Akraness v/utanfarar............... kr. 50.000 Barnastúkan Stjarnan ......................... — 10.000 Golfklúbburinn Leynir v/húsak. og tjaldst..... — 12.000 Hestamannafélagið Dreyri...................... — 19.000 ÍA starfsstyrkur.............................. — 65.000 ÍA stofnstyrkurtil skíðadeildar............... — 25.000 KFUM og K, byggingastyrkur ................... — 33.000 KFUM og K, starfsstyrkur ..................... — 25.000 Kirkjukór Akraness............................ — 55.000 Kvennadeild SVFÍ-deildar...................... — 10.000 Lúðrasveit Akraness .......................... — 55.000 Norræna félagið............................... — 12.000 RKÍ, Akranesdeild ............................ — 50.000 Samband borgfirskra kvenna ................... — 5.000 Sigurfarasjóður .............................. — 62.000 Sjálfsbjörg, Akranesi ........................ — 31.000 Skagaleikflokkurinn .......................... — 60.000 Skátafélag Akraness, byggingastyrkur.......... — 38.000 Skátafélag Akraness, starfsstyrkur............ — 25.000 Slysavarnadeildin Hjálpin v/björgunarstarfa .. — 75.000 Sögufélag Borgarfjarðar ...................... — 90.000 Tónlistarfélag Akraness v/tónleikahalds....... — 18.000 Til síðari ráðstöfunar ....................... — 42.000 Kr. 872.000

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.