Bæjarblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 6
6 BeeJorbladid GULISNÁKURINN — framhaldssaga eftir nemendur í 4. bekk E:J: í Brekkubæjarskóla, — samin í febrúar-mars 1984 í þessu blaði og hinum þremur næstu munum við birta hér á síðunni neðan- málssöguna, Guli snákurinn. Saga þessi er samin í febrúar/mars sl. af 2210 ára nemendum í 4. bekk E.J. í Brekkubæjarskóla. Sagan varð til með þeim hætti, að hvert og eitt barn samdi um það bil eina blað- síðu, sem skrifuð var í sameiginlega stílabók. Síðan las höfundur upp sinn þátt fyrir aðra nemendur í bekknum. Svo tók hinn næsti við og síðan koll af kolli. Sagan ber þess merki, að hún er samin af mörgum höfundum, en jafnframt dregur hún að innihaldi sterkan keim af ýmsum hræringum og atburðum í þjóð- féiaginu á ritunartíma sögunnar. Hefst þá sagan: Á lögreglustöðinni: Did - did. „Þetta er viðvörunarbjallan frá Landsbankanum" sagði Viddi lögga. Og þeir brunuðu þangað. Þegar þeir komu þangað, kom bankastjórinn útog hrópaði. — „Þaðerbúiðað ræna bankann!” Viddi lögga róaði bankastjórann niður og spurði fólk, sem var þarna í kring, hvort þau gætu lýst ræningjanum, en enginn hafði séð framan í hann en bara aftan á hann. Hann var í brúnum skóm, bláum gallabuxum og bláum jakka, sem var með mynd af gulum snák. „Og svo var hann svarthærður,“ sagði gamall maður. Viddi lögga: „Gulur snákur, humm“. Viddi kemur móður og másandi inn á löggustöð og segir við hinar löggurnar: „Guli snákurinn, það var Guli snákurinn enn eina ferðina. Við verðum að setja vegartálma út um allt land og við verðum að loka öllum flugvöllum og skipaleiðum og í þetta skipti skal hann ekki sleppa.“ Svo tók hann upp símtólið og sagði: „Þetta er skipun til allra bíla: Lokið öllum undan- komuleiðum úr borginni.“ Og svo tók hann hattinn og stökk út í bíl og þaut af stað. Og þegar hann kom að bank- anum var tæknideildin að rannsaka fingraför. Kalli rannsóknarlögga tók á móti honum og sagði: „Þetta er vonlítið. Þeir hafa ekki skilið eftir sig nein fingraför.“ Þá hrópaði ein löggan: — „Jú bíddu hér er eitthvað! Farðu strax með þau niður á lög- reglustöð og athugaðu, hvort þau séu í spjaldskránni." Viddi lögga brunaði niður á lögreglustöðina og gáði hvort fingraförin voru í spjald- skránni. En Viddi lögga fann engin fingraför þessum lík, en þegar hann leit á hin förin, sá hann að ræninginn var með hanska. Viddi sagði við löggurnar: — „Við ve3rðum að finna hann, hvað sem það kostar. “ — En þá sagði ein löggan, að það væri verst ef hann hefur flogið úr landi með alla peningana. — „Jæja, tökum alla áhættu og byrjum strax að leita,“ — sagði Viddi lögga— „og finnum manninn með gula snákinn." Knattspyrnan á fulla ferð Fyrsti leikur ÍA í íslandsmótinu, 1. deild á þessu sumri er á morg- un 18. maí. Þá leika strákarnir gegn Fram og verður leikurinn hér á Skaga. Leikið verður á malar- vellinum og eru líkur á að svo verði fyrst um sinn. Næsti leikur ÍA liðsins er svo gegn Þór frá Akur- eyri og þegar Bæjarblaðið fór í prentun var óvíst hvort sá leikur yrði hér eða fyrir norðan. I móta- skrá er gert ráð fyrir honum hér heima en það mun vera vegna þess að búist var við því að gras- völlur yrði fyrr tilbúinn hér á Akra- nesi en á Akureyri. Nú hafa Akur- eyringar hins vegar tilbúinn grasvöll, þannig að líkur vorutald- ar á að leikurinn yrði fyrir norðan. 18.8. ÍA-KA Annars verða leikir ÍA í fyrstu 1.9. KR-ÍA deild í sumar sem hér segir: 8.9. Þróttur-IA (Heimavöllurtalinn á undan). 15.9. (A-UBK 18.5. lA-Fram Þá er bara að drífa sig á völlinn 23.5. ÍA-Þór á morgun og hvetja Skagamenn 26.5. ÍA-ÍBK til sigurs. Með góðum stuðningi 2.6. Víkingur-ÍA bæjarbúa er ekki nokkur vafi á að 6.6. ÍA-Valur liðið getur orðið það langbesta á 13.6. KA-ÍA landinu í sumar. Engin ástæða er 16.6. ÍA-KR til að örvænta þó leikurinn gegn 23.6. ÍA-Þróttur ÍBV í meistarakeppninni um síð- 30.6. UBK-ÍA ustu helgi hafi tapast. Sú keppni 8.7. Fram-ÍA er með þeim slöppustu sem fram- 13.7. Þór-ÍA kvæmdar eru hér á landi, enda 21.7. ÍBK-ÍA var leikurinn nú leikinn á bygging- 28.7. ÍA-Víkingur arsvæði Þjóðarbókhlöðunnar í 14.8. Valur-ÍA Reykjavík. 2974 tekur á móti efni og ábendingum Bæjarblaðið hefur nú fengið síma á ritstjórnarskrifstofu sína og er númerið 2974. Þar er nú hægt að ná í eina starfsmann blaðsins alla virka daga frá klukk- an 9-17 og jafnvel lengur stundum. Þeir, sem hafa hug á að koma á framfæri efni eða ábendingum um efni svo og auglýsingum í Bæjarblaðið geta því haft sam- band í síma 2974. Ef hins vegar viðkomandi ná ekki sambandi í ritstjórnarsímanum, bendum við á heimasíma ritstjórnarmanna, sem eru tilgreindir í haus blaðsins á bls. 2. Bæjarblaðið hvetur nú Akur- nesinga til að vera vel vakandi og láta okkur vita ef þeir hafa eitthvað fram að færa á síður blaðsins, með bví móti stuðlum við að fjöl- breytara og betra blaði. Þá viljum við benda Akurnes- ingum á þá góðu reynslu, sem hinir fjölmörgu aðilar, er auglýst Ráðinn skrifstofustjóri Nýlega auglýsti Rafveita Akraness starf skrifstofustjóra laust til umsóknar. Alls sóttu níu manns um stöðuna og fyrir skömmu var Ólafur Þórðarson ráðinn í starfið. Ólafur hefur um árabil starfað á Skattstof- unni. hafa í blaðinu í gegnum tíðina, hafa af auglýsingum í Bæjarblað- inu. Auglýsing í Bæjarblaðinu er beggja hagur. Auglýsandinn nær athygli þeirra sem hann þarf að ná til og stuðlar jafnframt að trygg- Leitað svara Ný þjónusta Bæjarblaðsins Bæjarblaðið hefur ákveðið að taka upp nýja þjónustu fyrir les- endur sína. Lesendur geta hringt í síma blaðsins, 2974 og borið fram spurningar sínar og við mun- um reyna að leita svara við þeim. Spurningar þessar geta verið um hvað sem er, en þó viljum við að þær einskorðist helst við Akra- nes eða málefni sem snerta bæjarfélagið hér. Fastur símatími á ritstjórnar- skrifstofu Bæjarblaðsins er milli kl. 13 og 14 alla virka daga. Það þýð- ir ekki endilega að ekki sé svarað í síma á öðrum tímum. Þetta er einungis sá tími sem við lofum að vera við á. Þá má einnig senda spurningar bréfleiðis í pósthólf 106. Bæjarblaðið skorar nú á Akur- nesinga að nýta sér þessa þjón- ustu sem um leið gæti orðið til að lífga upp á Bæjarblaðið og varpa Ijósi á málefni sem legið hafa í láginni. ari útgáfu fréttablaðs á Akranesi. Auglýsingasími er sem fyrr sagði 2974 og Bæjarblaðið er tilbúið að vera auglýsendum innan har- með hönnun auglýsinga og l ip- setningu. Fundur um ferðamál Undirbúningsfundur að stofnun Ferða- málasamtaka Akraness verður haldinn í Hótel Akraness miðvikud. 23. maí kl. 20. Dagskrá: 1. Framsöguerindi: Undirbúningur að stofnun Ferðamála- samtaka Akraness: Gunnlaugur Haralds- son safnvörður. Akranes sem ferðamannabær: Óli J. Ólason, ferðamálafullrúi Vesturlands. Framtíð ferðamála á íslandi: Birgir Þorgilsson, markaðsfulltrui Ferðamálaráðs. 2. Almenn umræða 3. Kosning stjórnar. Akurnesingar! Tökum höndum saman og eflum Akranes sem ferðamannabæ. Allir áhugamenn eru hvattir til að mæta. Undirbúningsnefnd Vörukynning Föstudaginn 18. maí frá kl. 14.30 til 19.00 Kynntar verða kjötbollur og hrossabjúgu Einnig verður kynnt Hunts tómatsósa Húsmæðrakennarar verða á staðnum til leiðbeiningar. Matarbúð SS Akranesi

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.