Bæjarblaðið - 28.06.1984, Qupperneq 1

Bæjarblaðið - 28.06.1984, Qupperneq 1
Langþráð framkvæmd í sjónmáli: Ákveðið að hefja framkvæmdir við sundlaug. Nú hillir loks undir að fram- kvæmdir við nýja sundlaug hefjist hér á Akranesi. Bæjarstjórn sam- þykkti á fundi sínum sl. mánudag að fela Verkfræði- og teiknistof- unni að vinna bygginganefndar- teikningar af laugarkeri og bún- ingsaðstöðu á grundvelli teikn- inga frá 15. mars sl. með þeim breytingum að hitapottur verði færður vestar og kjallararými verði stækkað. Jafnframt sam- þykkti bæjarstjórn að fela tækni- deild bæjarins að láta vinna út- boðsgögn fyrir grunn búningsað- stöðu og laugarker. í máli flestra bæjarfulltrúa sem töluðu á fundinum kom fram að þeir væru ekki alveg sáttir við þær teikningar er lægju fyrir en samt sem áður myndu þeir ekki standa í vegi fyrir að hafist yrði handa nú. En eins og áður hefur komið fram í Bæjarblaðinu hafa bæjarfulltúar lýst því yfir að þeir væru orðnir langþreyttir á aðgerðaleysinu í sundlaugarmálinu og því myndu þeir jafnvel samþykkja eitthvað sem menn væru ekki alveg sáttir. Á með fylgjandi afstöðumynd sést afstaða væntanlegra íþrótta- mannvirkja við íþróttavöllinn. Nú- verandi vallarhús og búningsað- staða verður stækkað og íþrótta- hús íþróttabandalags Akraness tengist því. Kaupir HB & Co raðsmíðaskipið hjá Þorgeir og Ellert? „Höfum áhuga á að eignast skipið“ segir Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri „Já við höfum áhuga á að eign- ast þetta skip, en það þarf nú að- eins meira til en áhuga nú á dögurn," sagði Haraldur Stur- laugsson, framkvæmdastjóri HB & Co, er Bæjarblaðið spurði hann hvort fyrirtækið hefði hug á að kaupa raðsmíðaskipið sem Þorgeir og Ellert hf. eru með í smíðum. Haraldur sagði að fyrirtækið hefði nú auglýst elsta bát sinn, Harald Ak 10 til sölu. Hann sagði marga hafa spurst fyrir um bátinn og nokkrir skoðað en engin alvara hefði enn verið í því máli. Varð- andi skipið hjá Þ & E sagði Har- aldur að það vissu allir að útgerð- ardæmi nýs skips væri glórulaust. „En það er Ijóst að skipið fer áflot og ef það á að gera það út til fisk- veiða, þá erum við Akurnesingar ekkert verri menn en aðrir til að reka það. Þannig standa málin í mínum huga. í dag heitir það að vera óábyrgur, ef maður leyfir sér að horfa eitthvað fram á við,“ sagði Haraldur. „Yngsta skipið okkar er Harald- ur Böðvarsson Ak 12 og það er að verða 10 ára gamalt skip. Harald- ur Ak 10 er hins vegar orðinn 24 ára gamall. að vísu mikið endur- bættur. Ef við ætlum að gera út héðan áfram þá þýðir ekkert ann- að en að endurnýja. Öll tekju- viðmiðun hér hjá sjómönnum er á stóriðjutaxta og það er komið í Ijós að allir þessir dæmigerðu vertíðarbátar skila okkar sjó- 1 *, r* ,... mönnum ekki þeim tekjum sem þarf. Ef ekki kemur eitthvað óvænt uppá má búast við að bátar eins og Haraldur, Grótta, Sólfari, Siguborg o.fl. hverfi úr höfninni vegna þess að það fást ekki menn á þá.“ Þá sagði Haraldur að það væri erfitt í dag að vilja endurnýja tækin, en ef það yrði ekki gert staðnaði allt á mjög skömmum tíma. „HB & Co hefur verið byggt upp af frábæru fólki til lands og sjávar og það fólk vill sjá hreyfingu og þess vegna er það nauðsyn- legt hverju fyrirtæki, sem vill halda góðu starfsfólki að missa ekki framtíðarsýnina. Við verðum öll að átta okkur á því að tækin í sjáv- arútvegi úreldast á ótrúlega skömmum tíma. Það þekkja þeir sem vinna að sjávarútvegi," sagði Haraldur Sturlaugsson að lokum. Sambýli fyrir fjölfatlaða: Tekið í notkun á sunnudag Hið nýja hús sambýíis fyrir fjölfatlaða við Vesturgötu verður tekið í notkun á næstkomandi sunnudag 1. júlí. Fyrst um sinn munu tveir heimilismenn búa á sambýlinu. Forstöðu- kona hefur verið ráðin Málfríður Þorkelsdóttir. Viðbygging Brekkubæjarskóla Fyrir skömmu voru opnuð til- boð í framkvæmdir við jarðvegs- Haraldur AK10 Akranes í landkynn- ingarmynd Allar líkur eru á að fyrirtæki og bæjarfélagið hér verði þátt- takendur í landkynningar- mynd sem fyrirtækið ísmynd mun fljótlega hefja vinnslu á. Samningaviðræður um þátt- töku Akurnesinga í myndinni standa nú yfir og samkvæmt heimildum Bæjarblaðsins eru menn hér áhugasamir fyrir þessu, en talsverður áhugi hefur nú vaknað hér í bæ að kynna það sem hér er upp á að bjóða. Ef af verður munu tökur hér byrja í júlímánuði. skipti og grunn viðbyggingar Brekkubæjarskóla. Kostnaðar- áætlun Verkfræði- og teiknistof- unnar sf. fyrir þetta verk var 3.34.020 kr. Tilboð bárust frá fjór- um aðilum og voru þau svohljóð- andi: Kr. % af kostn. áætl. Vísirhf. 3.215.595,26 93,7 Þ&Ehf. 2.910.889,00 84,8 Guðm.Magn. 2.199.716,00 64,1 GrímarTeits. 2.698.216,00 78,6 Bæjarráð samþykkti á fundi sínum fyrir skömmu að ganga til samninga við Guðmund Magnús- son, á grundvelli útboðsgagna.

x

Bæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.