Bæjarblaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 4
4 Bcejorblodid Rafveita Akraness: * Leggur dráttarvexti á vanskilareikninga Á fundi stjórnar Rafveitu Akra- ness hinn 23.5. s.l. var til um- fjöllunar hækkun á heildsöluverði raforku, ertókgildi 1. maí s.l. Eftir- farandi tillaga rafveitustjóra var samþykkt. „Stjórn rafveitunnar sam- þykkir að hækka ekki gjaldskrá rafveitunnar að þessu sinni þrátt fyrir hækkun á heildsölugjaldskrá, en sam- þykkir að nýta heimild í gjaldskrá um að dráttarvaxta- reikna vangoldna rafmagns- reikninga.“ Blaðið hafði samband við raf- veitustjóran, Magnús Oddson, og lagði fyrir hann nokkrar spurning- ar. — Af hverju takið þið upp dráttarvexti? Dráttarvextir hafa verið teknir upp á flestum sviðum viðskipta hér á landi. Rafveitur verða sjálfar að greiða dráttarvexti ef þær standa ekki í skilum með sölu- skatt, verðjöfnunargjald, heild- sölugjald raforku og flestar aðrar viðskiptagreiðslur eins og tíðkast í dag. Rafveitur hafa dregið í lengstu lög að taka upp þessa við- skiptahætti t.d. tók Rafmagns- veita Reykjavíkur þetta upp í mars s.l. Með þessu móti gerum við okkur líka vonir um að minna verði um lokanir, en að loka fyrir rafmagn er mjög hörð innheimtu- aðgerð vegna þess hve lifnaðar- hættir okkar eru orðnir háðir raf- magni. Sá sem lokað er hjá verð- ur að sitja í myrkri og borða hráan mat, eins og einu sinni var sagt við mig. — Hvernig verður drátta- vaxtaútreikningl háttað? Reikningar eru bornir í hús 1.- 12. hvers mánaðar. Eindagi er 10 dögum eftir að reikningur er af- hentur. Dráttarvextir eins og þeir eru á hverjum tíma verða reiknað- ir á öll vanskil 5. hvers mánaðar. Reikningar sem brnir verða út 1. til 12. júlí verða dráttavaxtareiknaðir 5. ágúst hafi þeir ekki verið greiddir. — Nú hefur komið fram í fjöl- miðlum að rafveitur á Suður- nesjum séu að lækka rafmagn hjá sér. Er ekki von á einhverju slíku hjá Rafveitu Akraness? Rafmagnsverð hér á Akranesi hefur um langt árábil verð eitt hið lægsta á landinu og m.a. mun lægra en á Suðurnesjum. Eftir þessa lækkun hjá þeim er verðið í Keflavík, Niarðvík og Sandgerði kr. 4,20 hver kwh á heimilistaxta en kr. 3,98 í Grindavík. Verðið á Akranesi er kr. 3,25 og er eitt hið lægst á landinu og því miður ekki horfur á að hægt verði að lækka það. Skemmtisigling olíufélagsins Total með Akraborg: Ein glæsilegasta veisla sem um getur Lystireisa franska olíufélagsins Total með Akraborg um daginn 'tókst einstaklega vel. Samkvæmt heimildum blaðsins höfðu gestir aldrei komist i kynni við slíka veislu fyrr og var þó mikið af ver- aldarvönu fólki gestkomandi um borð. Alls voru gestir um 130, þar af 80 franskir toppar úr þarlendum fjölmiðlaheimi. Reisa þessi er án efa frábær landkynning, og má geta þess að bæjarstjórinn á Akranesi afhenti fyrir hönd Akra- nesbæjar og Skallagríms hf. öllum erlendu gestunum gjafa- öskju með kavíar og fleira góð- gæti til minningar um þessa för. Veður var hið besta meðan á ferðinni stóð, þrátt fyrir slæmt útlit er gestirnr komu til landsins. Miðnætursólin glampaði því á gesti um miðnættið og skáluðu þeirfyrir henni í kampavíni á efsta þilfari Akraborgar. Tekin verði upp vinabæjatengsl við íslensk sveitarfélög — Bæjarritarin gerir tilraun til að auka álit á Akranesi Ferðamál hafa verið nokkuð til umræðu hér á Skaga og ekki síst eftir að nokkrir einstaklingar og fyrirtæki tóku sig til og hófu skipu- lagningu kynnisferða fyrir ferða- menn hingað. Fyrir síðasta bæjarstjórnar- fundi lá nokkuð sérstæð tillaga frá Jóhannesi Finni Halldórssyni bæjarritarta, þar sem hann leggur til að tekin verði upp vinabæjar- tengsl við íslensk sveitafélög. Til- laga Jóhannesar var sett nokkuð skemmtilega fram og fer hún hér á eftir: Þann 26. maí sl. birtist I einu dagblaðanna smásaga eftir finnska skáldið Antti Tuuri. Saga þessi heitir: „Konan sem leit út eins og íslenskur hestur“ og fjall- ar í stuttu máli um það er finnskur maður kemur i stutta heimsókn til íslands og er hann á veitingastað í Reykjavík. Sest hann þar við borð og ræðir við íslendinga og kemur að því þegar rætt er um ferðamál. Hann er sþurður hvort hann hafi ferðast eitthvað innan- lands og segir hann þá: — „Víst, ég fór uþp á Akranes, sagði Máki. Maðurinn með höndina sagði eithvað á íslensku og allir hlógu, — Hvernig getur nokkur verið svo vitlaus að fara upp á Akranes, sagði maðurinn á ensku. — Akur- eyri eða Akranes; hverju munar?“ Ræddu þeir svo málið áfram: — „Akranes er ekkert nema nokkur hús og skítalykt eins og úr grút- arbræðslunni, sagði maðurinn með höndina. Hér er komið inn á ákveðið við- horf sem virðist vera nokkuð al- mennt varðandi Akranes sem ferðamannabæ. Hann er ekki staður til þess að stoppa á eða heimsækja. Nú um þessar mund- ir er farið í gang ákveðinn ferða- pakki til þess að kynna Akranes og hefur ferðaskrifstofufólki verið boðið hingað í ferð og tókst hún með ágætum og leist mönnum mjög vel á staðinn. En þar er trú- lega höfðað mest til útlendinga. Með bréfi þessu er beint á leið til að auka skilning íslendinga á Akranesi sem stað til að koma á, til að dvelja á og að hann sé þess virði að heimsækja. Akranes hefur verið í vina- bæjatengslum við bæi á Norður- löndum og finnst sumum það vel og öðrum verr eins og gengur. í þessu tilliti og með tilvísun til ferðasögunnar hér að ofan, þá legg ég til að Akranes stofni til vinabæjartengsla við bæi innan- landst.d. einn í hverjumfjórðungi. Smá saman væri hægt að koma á gagnkvæmum heimsóknum og þá væri hægt að skapa það við- horf að hér væri gott að koma til að dvelja. Ég vona að bæjarstjórn taki þetta til velviljaðrar meðhöndlun- ar og ekki aðeins að fjarlægðin geri fjöllin blá eins og daginn fyrir brottför finnans Máki, en þá leit hann út um hótelgluggann og yfir flóann og sá bæinn Akranes og fjöllin i fjarska handan hafsins. Næsta blað kemur út 16. ágúst. Auglýsingasími 2974 Grindverkið komið Ekki alls fyrir löngu birtum við hér í Bæjarlaðinu mynd af slysagildru á Suðurgötunni og sögðum frá baráttu íbúa nærliggjandi húsa fyrir því að sett yrði upp röragrindverk fyrir framan hliðið að leikvellinum þar. Nú hafa bæjarstarfsmenn hrundið þessu þarfa verki í framkvæmd og eiga að sjálfsögðu þakkir skildar fyrir. Steypuframkvæmdir í fullum gangi Nú er búið að steypa hluta af Innnesvegi og byrjaðar eru tram- kvæmdir við að steypa Einigrund. Starfsmenn bæjarins sjá um framkvæmdir við að steypa Inn- Bæjar stjóri og forseti bæjar stjórnar til Tönder Eins og fram kemur í blað- inu í dag er vinabæjarmót haldið í Tönder í Danmörku um þessar mundir. Héðan fara 17 þátttakendur á mótið Fulltrúar Akranesbæjar á mótinu verða Ingimundur Sig- urpálsson, bæjarstjóri og Valdimar Indriðason, forseti bæjarstjórnar. Þess má geta að næsta vinabæjarmót verð- ur haldið hér á Akranesi árið 1987. nesveg. Þorgeir og Helgi hf. sjá hins vegar um framkvæmdir við Einigrund og Vallarbraut en vinna við hana hefst að Einigrundinni lokinni. Tilboð Þorgeirs og Helga í þessar framkvæmdir var mjög hagstætt og eins og fram hefur komið í Bæjarblaðinu er fram- kvæmdin ódýrari en áætlun um malbik gerði ráð fyrir. Vegvísarnir Eins og skýrt var frá í síðasta blaði hafa félagar í JC Akranesi nýlega komið fyrir korti af Akra- nesbæ við Faxabrautina og í þessari viku hefur verið unnið að því að koma öðru slíku korti fyrir við Þjóðveginn. Mörgum hefur fundist sem veg- vísir þessi sé ekki nógu áberandi en það atriði mun standa til bóta, þar sem á næstunni mun verða komið fyrir Ijósum ofan við kortið. Við ítrekum þakkirtil JC-fólks fyrir að hrinda þessu þarfa verki í framkvæmd. ' 1 1 '' íbúð óskast Rúmgóð íbúð óskast til leigu. Upplýsingar í síma 2223. Frá Fjölbrautaskólanum Fjölbrautaskólinn á Akranesi óskar eftir herbergjum og íbúðum til leigu fyrir nem- endur á komandi skólaári. Vinsamlega hafið samband í síma 2544 eða 2190. - " ' íbúð óskast 3ja-4ja herbergja íbúð vantar strax (eða sem fyrst) fyrir kennara við Grundaskóla. Upplýsingar veita: Guðbjartur Hannesson sk.stj. h.s. 2723 Ólína Jónsdóttir yfirk. h.s. 1408

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.