Bæjarblaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 5

Bæjarblaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 5
Bœjorblodid 5 Reynum að fara nýjar leiðir í fjáröflunum — Rætt við Harald Sturlaugsson, formann knattspyrnuráðs Nú er knattspyrnuvertíðin í hámarki og Skaga- menn efstir í 1. deild. Mönnum er tíðrætt um fót- boltann þessa stundina og fullvíst má telja að kröfuharðari stuðningsmenn knattspyrnuliðs eru vart til en hér á Skaga. Hér dugar ekkert minna en fyrsta sæti og urgur í mönnum ef liðið fer svo langt niður að vera í öðru sæti deildarinn- ar. Til að knattspyrnulið geti gengið og náð árangri þarf öflugan hóp stjórnenda og fram- kvæmdasama menn til að sinna hinum ýmsu störfum sem rekstri liðsins fylgja. Formaður Knattspyrnuráðs Akraness er Haraldur Stur- laugsson. Bæjarblaðið lagði leið sína til hans í síðustu viku til að forvitnast um ýmislegt sem að fótboltanum snýr. feröir, leikmenn og fjölskyldur þeirra, en viö vorum einmitt í fjöl- skylduferð nú um helgina. Menn leggja síöan í púkk og greiða þannig allan kostnað af þessu sjálfir. Ég er ekki aö segja aö þaö falli enginn kostnaður á KRA en hann er óverulegur. Það er Ijóst að knattspyrnumenn hér greiða mikinn pening með sértil að geta stundað íþróttina en þeirgera það náttúrulega af því þeir hafa gam- an af þessu.“ Ert þú bjartsýnn á góðan ár- angur í sumar, þrátt fyrir gloppótta leiki það sem af er? „Við unnum tvöfalt í fyrra og svoleiðis hlutir koma ekki af sjálfu sér. Svona árangur næst með mikilli vinnu allra þeirra aðila sem Hörður Helgason, þjálfari og Haraldur Sturlaugsson fagna sigri í Bikarkeppni KSÍ í fyrra. Mynd; Dúj Við byrjum á að ræða um fjár- aflanir og spyrjum Harald um happdrætti sem nú er að fara af stað. „Já við köllum þetta línuhapp- drætti. Miðar eru sendir heim til fólks hér á Skaga og einnig til síuðningsmanna annars staðar á landinu. Vinningur í happdrætt- inu er ferð með ÍA liðinu í Evrópu- keppnina í sumar. Dregið verður í happdrættinu þann 10. júlí en þá er einnig dregið í Evrópu- keppninni. Það er náttúrulega ekki síðra happdrætti drátturinn í Evrópukeppninni, þvi það breyt- ir öllu í tekjum hvort ÍA dregst gegn þekktu liði eða ekki, við erum búnir að vera heppnir undanfarin ár, dregist á móti liðum eins og Köln, Barcelona og Aber- deen. Með þessu happdrætti erum við að reyna að fara inn á nýjar leiðir í fjáröflunum og við vonum að stuðningsmenn okkar taki þessu vel. Það kostar mikla pen- inga að halda uppi meistaraflokk- um karla og kvenna og öðrum flokki að auki, sérstaklega ef við tökum tillit til þess að tekjur koma einungis inn á meistaraflokk karla.“ Nú hafa stuðningsmenn Skagaliðsins ekki verið yfir sig hrifnir af fyrstu heimaleikjunum, jafnvel þó þeir hafi unnist. Er að- sókn góð þrátt fyrir það. „Aðsóknin hefur verið ágæt. Það hafa komið f kringum 1000 manns á hvern leik. Við vitum vel að gengi liðsins breytir miklu, ef liðið er í toppbaráttu fáum við um 1000 manns á völlinn, en ef gengi liðsins dalar þá fækkar áhorfend- um i um 600. Það er þess vegna nauðsynlegt að halda liðinu í topþbaráttunni. Svo er það ekki eingöngu fjárhagshliðin sem blómstrar i góðu gengi. Áhuginn hjá yngri flokkunum eykst gífur- lega, góður árangur meistara- flokks skapar ákveðinn metnað hjá þeim yngri Ifka, en það er slæmt hvernig er búið að smáfólk- inu hér. N'ú eru ekki margir gras- blettir til lengur eins og uppeldis- stöðvarnar fyrir knattspyrnumenn voru í gamla daga: Merkurtúnið, Landakotstúnið, Barnaskólatúnið og mörg fleiri góð tún voru þétt- skipuð ungum knattspyrnu- mönnum alla daga. Nú mega krakkarnir hins vegar helst hvergi vera í fótbolta svo að þar vantar mikinn hlekk inn í uppeldiskeðj- Knattspyrnuráð Akraness: f.v. Gunnar Sigurðsson, Hallgrimur Jónsson, Kristján Sveinsson, Ólafur G. Ólafsson, Haraldur Stur- laugsson og Guðjón Guðmundsson. Mynd: Árni una. Það er nauðsynlegt að bæta úr þessu sem fyrst, ég held okkur vanti ekki fleiri skrúðgarða í bæinn, í stað þeirra má hafa opna grasbletti þar sem krakkar bæjar- ins geta leikið sér. Ég get til dæm- is ekki séð hvaðagagn Mekurtún- ið gerir núna, nema þá sem drykkjusvallstaðuránóttunni. Það hefði hins vegar getað þjónað öllum niðurskaganum sem spark- völlur." Ef við snúum okkur aftur að Ev- rópukeppninni. Nú fóru tveir full- trúar frá Knattspyrnuráði til að vera viðstaddir drátt í Evrópu- keppninni í fyrra í Sviss. Verður sami háttur hafður á núna? „Já, við fórum tveir í fyrra og það fara aftur tveir núna. Þetta er mjög gott að geta gengið frá mál- um þarna strax. Það senda flest öll lið fulltrúa þangað, en við vor- um þó þeir einu í fyrra frá fslandi. Nú ætla hin íslensku liðin hins vegar einnig að senda fulltrúa. Þarna er samið um leikdaga strax og þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir okkur íslendinga að fá fyrri leikinn heima út af suttu sumri.“ En er ekki of mikill kostnaður við þetta? „Fyrst þú minnist á það, þá má það koma fram að við greiddum sjálfir persónulega kostnað af þessari ferð og munum gera það áfram. Annars verður maður oft var við að Akurnesingar telji okkur bruðla með þá fjármuni sem knattspyrnan er styrkt með hér og t.d. hefur maður heyrt utan af sér að knattspyrnuráð sé að kosta partí og skemmtanaferðir fyrir leikmenn. Við kjósum á sumrin skemmtinefndir og nefndirnar skipuleggja skemmtanir fyrir að knattspyrnumálum vinna hér og aðstoð áhorfenda. Við erum nú í toppbaráttu, en auðvitað koma alltaf tímabil þar sem ekki leikur allt í lyndi og við erum kannske nýbúnir að ganga í gegnum eitt slíkt núna, en eins og ég sagði þetta byggist á öllum þessum aðilum, á samvinnu þeirra og þeim stuðningi sem liðið fær. Við sjáum hins vegar á þessu að Skagamenn eru geysilega kröfuharðir og undir þessum kröfum er verið að reyna að standa. Hörður Helgason hefur unnið mjög gott starf sem þjálfari og það er stefna knattspyrnuráðsins, hver sem þjálfarinn er, að þeir ráða alveg liðskipan og knatt- spyrnuráð skiptir sér aldrei af þeim málum, enda hafa þjálfunar- málin verið í góðum höndum. Allt okkar starf miðast við að ná ár- angri og þeirri stefnu verður hald- ið áfram og ef allir vinna sitt starf og fólkt stendur saman þá næst árangur, toþplið í toppbaráttu er það sem krafist er af okkur en það virðist bara ekkert mega kosta.“ Akurnesingar Þetta er síðasta tölublað Bæjarblaðsins fyrir sumarfrí. Næsta blað kemur út fimmtudaginn 16. ágúst. Bæjarblaðið Sími2974 Jakob Benediktsson: Fordómar Blástakks Vegna greinar Blástakks í síð- asta tbl. Bæjarblaðsins, langar mig til að segja nokkur orð, þótt ekki eigi að svara nafnlausum bréfum nú frekar en áður. En þar sem Blástakkur nafngreinir fyrir- tæki það sem ég rek er ég til- neyddurað breyta út af vananum. Inntak greinarinnar er í tvennu lagi. Annars vegar að nýtt hótel rísi hér á Skaga og hins vegar fordómar í garð þess hótels sem fyrir er. Ef við tökum fyrst fyrir byggingu nýs hótels, sem að sjálf- sögðu á rétt á sér, eða mótels eða hvað það á að vera. Þá er ég alfar- ið á móti því að bæjarsjóður eigi þar hlut að máli, vegna þess að veitinga- og hótelrekstur verður alltaf nokkur áhætturekstur og má í því sambandi benda á nokk- ur hótel á landsbyggðinni, sem hafa átt í verulegum rekstararerf- iðleikum, nei þá væri nær að lækka útsvarið. Hvað er annars hótel?—Á það að vera stór steinsteyptur kassi með stórum svölum og mörgum herbergjum og engum rekstrar- grundvelli. Nei það er að verða breyting á þessu sem betur fer víða á landinu. Nú eru hótelin ORD í BELG höfð minni í sniðum og persónu- legri eins og sagt er og rekstrar- grundvöllurinn mun tryggari. Ég held að þessi lausn verið ofan á hér á Akranesi, allavega vona ég það. Og þeir sem eru í þessum rekstri í dag, Hótel- og veitinga- rekstri fái að sýna hvað í þeim býr á næstu árum. Hva varðar fordómana hjá hin- um mikla Blástakk, þá er því til að svara, að það eru alltaf einhverjir sem stökkva yfir bæjarlækinn í leit að þjónustu og öðru sem hægt er að fá heima hjá sér, en að stökkva yfir Atlanshafið er ofar mínum skilningi. Blástakkur hefði frekar átt að drífa sig niður á Hótel Akra- nes á ballið eða árshátíðina og skemmta sér eins og svo margir Skagamenn gera á hverju ári. Um frekari skrif verður svo ekki að ræða hjá mér um þessi mál. Með von um að allir skemmti sér og njóti sumarsins. Jakob Benediktsson hótelstjóri

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.