Bæjarblaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 6
6 Beejorblodid GULISNAKURINN — framhaldssaga eftir nemendur í 4. bekk E:J: í Brekkubæjarskóla, — samin í febrúar-mars 1984 „Þaö eru margir.“ „Hverjir?“ Gæslumaöurinn sagöist ekki vita þaö. En þeir skiluöu snáknum. Svo fóru þeir upp á stöð. Viddi sagðist ætla heim. Þaö var oröiö áliöið. Næsta morgun fór hann meö aöra löggu í Sædýrasafnið. Gæslusmaöurinn sagði, aö allt væri í lagi. „Ég lét tvo menn vera á vakt.“ Viddi fór þá upp á stöö og fékk sér kaffisopa og hugsaði málið. En hvar er hinn snákurinn? Viddi var lengi aö hugsa málið, hvar hinn snákurinn væri. En loks rann upp fyrir honum, aö á Sædýrasafninu sá hann mynd af gulum snák. Viddi lögga spratt á fætur og kallaði á tvo lögreglumenn og þeir þutu út í bíl. Þegar þeir voru búnir aö keyra dálitla stund, komu þeir aö Sædýrasafninu og þeir hlupu upp stigann og inn í Sædýrasafnið. Þar sáu þeir mynd af gulum snák. — „Aha!“, sagði Viddi lögga og tók myndina af huröinni. Og svo brunuðu þeir niöur á löggustöð. Þeir létu rannsaka myndina í leit aö fingraförum. Mikill æsingur ríkti á lög- reglustöðinni, því að á myndinni fundust þrenn fingraför. — „Leitiö í öllum spjaldskrám lögreglunnar strax,“ sagöi varðstjórinn. Meöan þeir biðu var hringt og spurt eftir Vidda. Viddi fór í símann og spuröi hver þetta væri? Tilkynnt var um árekstur og maðurinn sem keyröi annan bílinn var í frakka meö mynd af gulum snák og haföi hann hlaupið í burtu og falið sig í barnaskólanum. Allt lögregluliðið fór strax af staö og þegar þeir komu að bílunum, sáu þeir dularfulla körfu í aftursætinu. Viddi spuröi karlinn, sem hringdi, í hvaöa átt maðurinn hafi hlaupiö. Hann sagði í vestur. Viddi og þrettán löggur hlupu í átt aö skólanum, en Guli snákurinn var búinn að taka þrjá gísla og skaut á löggurnar. Viddi fékk skot í lærið og ein lögga í brjóstiö. Þaö voru 2 löggur eftir hjá bílnum og ætluðu aö athuga hvaö væri í körfunni. Og þeir geröu þaö. Þá beit eitraöi snákurinn þá og skreið í átt að skólanum. Hann var nokkrar mínútur á leiöinni og þegar hann kom, beit hann fjórar löggur, en Viddatókst með naumindum að skjóta hann. En hvaö varð af Gula snáknum? Það vissi enginn. Hann haföi hlaupið lengra í burtu. Viddi kallaði á fleiri löggur. Þeir leituðu út um allt. Loks fundu þeir hann og fóru meö hann á lögreglustöðina. Guli snák- urinn játaöi allt. Nú var búiö aö ná tökum á Gula snáknum. „Gulir snákar“ Þessi myndarlegi hópur er 4. bekkur E.J. í Brekkubæjarskóla sem samdi hina óviðjafnanlegu sakamálasögu „Guli snákurinn“, en síðasti hluti sögunnar birtist einmitt i Bæjarblaöinu í dag. Hótel Akranes Toppdansleikir Föstudagskvöld 29. júní kl. 23-03 Hljómsveitin Mánar leikur Laugardagskvöld 30. júní Diskótek viö allra hæfi kl. 22-03 Ath. Báran opnar á laugardag og sunnudag kl. 12, einungis fyrir matargesti. Opið ertil 14.30. Báran opnar öll kvöld kl. 18. Ávall í fararbroddi Tjaldvagn til sölu Camp. tourist árg. 1980. Lítið notaður og vel með farinn. Upplýsingar í síma 2223. Nýir nemendur Fjölbrautaskólans: Utanbæjarnemendur í meirihluta Á fundi í skólanefnd Fjölbrauta- skólans þann 8. júní sl. lagði Þórir Ólafsson skólameistari fram lista yfir umsóknir nýrra nemenda á haustönn 1984 og þar kom fram aö utanbæjarnemendur eru mun fleiri í hópi nýrra nema en heima- nemendur. Skiptingin var þannig: Akranes 89 Vesturl. utan Akran. 61 Austurland 14 Vestfirðir 13 Norðurland 9 Suöurland 2 Reykjanes 1 Heimafólk er því 89 en utan- bæjarnemendur 100. Skólanefnd geröi eftirfarandi samþykkt á fundinum: „Þar sem nú eru nokkr- ir erfiðleikar í fjárhagslegum rekstri skólans og ekki er fyrirsjá- anlegt að úr rætist á næstunni, þá telur nefndin æskilegt að bæjarstjórn Akraness taki til at- hugunar, hvort ekKÍ sé tímabært aö taka námsvistargjöld sem fyrst af nemendum af landsbyggðinni nema frá þeim sveitarfélögum sem taka vilja þátt í rekstri skólans." Á þessum fundi skólanefndar var góö mæting en samkvæmt tveimurfyrri fundargerðum nefnd- arinnar hafði ekki orðiðfundarfært vegna lélegrar mætingar nefnd- armanna. Þannig segir í fundar- Brekkubæjar skóli: Skóla stjórinn segir upp störfum Grímur Bjarndal Jónsson, sem veriö hefur skólastjóri Brekku- bæjarskóla, hefur sagt starfi sínu lausu. Grímur mun flytjast austur í Biskupstungur og gerast þar bóndi. Starf skólastjóra hefur nú þegar veriö auglýst laust til umsóknar og er umsóknar frestur til 10. júlí. gerö 28. maí sl. „Boðað var til fundar en aðeins tveir nefndar- menn mættu ...“ og 30. maí „Enn var boðað til fundar en þá komu aðeins tveir nefndarmenn." Þess má geta að þeir tveir sem mættu þann 30. voru ekki þeir sömu og mættu þann 28. AKRANESKAUPSTAÐUR Starf við leikskóla Fóstra óskast til starfa við dagvistarstofn- un á vegum Akraneskaupstaðarfrá 1. sept- ember nk. Umsækjendur með aðra menntun eða reynslu koma einnig til greina. Skriflegar umsóknir sendist undirrituðum fyrir 10. ágúst. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstof- unm. Félagsmálastjóri Kirkjubraut 28 Sími 1211 Dráttarvextir Rafveitustjóm hefur ákveðið að nýta heimild til innheimtu dráttarvaxta samkv. auglýsingu nr. 683 í B-deild Stjórnartíðinda 5. sept. 1983. Framvegis verða því reiknaðir dráttar- vextir á gjaldfallna reikninga sem ógreiddir eru 5. hvers mánaðar. Rafveita Akraness.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.