Bæjarblaðið - 16.08.1984, Page 1

Bæjarblaðið - 16.08.1984, Page 1
12. tbl. — 16. ágúst 1984 — 6. árg. Fréttablað Akurnesinga — Óháð póiitískum flokkadrætti Er bátaútgerð að leggjast niður á Akranesi? Tveir vertíðarbátar þegar seldir — og sá þriðji er til sölu Vertíðarbátum hér á Akranesi fer ört fækkandi. Fyrir skömmu var Grótta Ak 101 seld héðan til Árskógsstrandar og fyrr á árinu var Anna Ak 56 seld til Stykkis- hólms. Þá er Haraldur Ak 10 til sölu, eins og fram hefur komið í Bæjarblaðinu. Sólfari Ak 170 er nú í leigu norðanlands til rækju- veiða. Það er því útlit fyrir að orð Har- aldar Sturlaugssonar, sem hann viðhafði í Bæjarblaðinu í lokjúní sl., þess efnis að ef ekkert óvænt kæmi uþþ á þá mætti búast við að bátar eins og Haraldur, Grótta, Sólfari, Sigurborg o.fl. hyrfu héðan, ætli að rætast fyrr en marga grunaði. Þessir bátar eru aliir í kring um 200 lestir að stærð og allir í ágæt- is ásigkomulagi. Gróttan, sem nú hefur verið seld héðan, var í mörg ár aflahæsti vertíðarbátur hér á Akranesi undir stjórn Odds Gísla- sonar. Það sem vekur kannski helst Bæjartækni fræðingur hætti við að hætta Eins og fram kom i Bæjar- blaðinu i júní, þa hafði Daniel Arnason bæjartæknifræðingur sagt upþ stórfum. Starf bæjar- tæknifræðings var auglyst og munufáirhafasóttum. Nu hefur Damel hins vegar dregið uppsögn sína til baka. Samkvæmt heimildum Bæjar- blaösins mun Damel hafa dregið uppsögn sma til baka að aeggian Ingimundar Sig- urpálssonar bæjarstjóra. þrjú áren hann hefur alls starf- aö a tækmdeild bæjarins i fimm ár. Atvinnuleysi svipað hefur vera nokkuð svipað hér a kona og 1 ræstmgarkona. Akranesi. Þann 1. ágúst sl. Karlar: 11 sjómenn, 15verka- karlar og 28 konur. ' Alls voru skráðir atvinnu- Skipting atvinnulausra milli leysisdagar í júlí 1.025 og kynja og starfsstétta var skiptust þeir þannig að konur þannig: Konur: 21 verkakona, 1 voru með 556 skráða daga og Af aflabrögðum Afli Akranestogara frá ára- mótum og fram til 13. ágúst sl. er sem hér segir: Grótta Ak 101. Hún hefur nú verið seld til Árskógsstrandarog heit- ir nú Heiðrún EA. undrun við það að bátar af þessari stærð séu seldir, eru þau ummæli sem höfð voru frammi í útvarpi fyrir skömmu að margir útgerðar- menn hefðu nú í huga að skipta af togveiðumyfirálínuog netvegna margfalt minni olíukostnaðar við hvert tonn af fiski sem veitt er í þau veiðarfæri, en bátar eins og þeir sem hér hafa verið gerðir út eru einmitt heppilegustu línubát- arnir. Haraldur Böðvarsson Krossvík Óskar Magnússon Skipaskagi tonn 2.976 2.390 1.981 1.830 Trillur hafa ekkert getað róið vegna stöðugrar brælu undanfar- ið og varla hægt að segja að nokkur trilla hafi farið á sjó svo vik- um skiptir. Þá hafa gæftir verið slæmar hjá þeim tveimur snur- voðarbátum sem leggja upp kola hér. Snurvoðarbátarnir eru Reynir Ak 18 og Aðalbjörg RE. Þeir byrj- uðu nokkuð ve! og komust allt upp í ellefu tonn, en tregt hefur verið undanfarið í þau fáu skipti að gef- ið hefur, eða 1-2tonn. Verndaður vinnustaður: Viðar forstöðumaður Ekki alls fyrir löngu auglýsti bæjarstjóri lausttil umsóknar starf forstöðumanns fyrir verndaðan vinnustað á Akranesi. Umsækj- endur um stöðuna voru 6 og hefur Viðar Vésteinsson nú verið ráðinn í starfið. Reiknað er með að hann hefji störf um næstu mánaðarmót. Eins og Akurnesingum er kunnugt var meiningin að starf- rækja hér verndaðan vinnustað til framleiðslu á pappabökkum úraf- gangspappír, búið var að vinna mikið að undirbúningi fyrir slíkan vinnustað og gera hagkvæmnis- rannsóknir og fleira í þeim dúr. Þessi framleiðsla þykir hins vegar ekki fýsilegur kostur lengur, þar sem aðili í Garðabæ hefur nú þegar hafið framleiðslu á slíkum bökkum og eins mun hafa komið í Ijós við nánari eftrigrennslan að þessi framleiðsla hefur ekki boðið upp á nema 3 til 4 störf og þar af aðeins eitt fyrir fatlaðan. Þannig að framleiðslan þykir lítið erindi eiga inn á verndaðan vinnustað. Nú er hafin leit að heppilegri framleiðslu fyrir verndaðan vinnu stað og mun fyrsta starf hins ný- ráðna forstöumanns verða að vinna að könnun og skipulagn- ignu á þessum málum á næst- unni. Flotbryggjur sjósettar Sl. föstudag var sjósett ný flot- bryggja við Akraborgarbryggjuna. Eins og Bæjarblaðið hefur áður skýrt frá þá hafa staðið yfir tilraunir á vegum Akraneshafnar, Sem- entsverksmiðjunnar og Verk- fræði- og teiknistofunnar um framleiðslu á steyptum kuppum úr léttri steypu og plasti, sem síð- an eru tengdir saman og notaðir sem flotbryggja fyrir smábáta. Meiningin er að þær þrjár lengj- ur sem sjósettar voru við Akra- borgarbryggjuna verði seinna meir staðsettar fyrir neðan skemmu Síldarverksmiðjunnar við Akursbraut, en þar eru einnig fyrirhugaðar byggingar á beiting- arskúrum og nauðsynlegri að- stöðu fyrir smábátaeigendur. Myndin var tekin þegar ein eining- anna þriggja var hífð í sjóinn. Töpuðu bikarúrslitaleiknum — en leika til úrslita í íslandsmótinu í kvöld Meistaraflokkur ÍA í kvenna- knattspyrnu tapaði naumlega í úrslitaleik bikarkeppninnar sl. sunnudag. Leikið var gegn Val og sigruðu Valsstúlkurnar með 6 mörkum gegn 4 eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 2- 2 og eftirframlengingu 3-3. Okkar stelpur skoruðu síðan aðeins eitt mark í vítaspyrnukeppninni en Valsstelpurnar þrjú og tóku þar með bikarinn. I kvöld leika þessi sömu lið aftur og nú eru það úrslit íslandsmóts- ins sem ráðast. Fyrir leikinn í kvöld er ÍA með 22 stig en Valur 20, þannig að ÍA nægir jafntefli í þessum síðasta leik íslandsmóts- ins. Sigri hins vegar Valur þá nægir það Valsstúlkum til að vinna sigur í íslandsmótinu einn- ig- Við sendum stelpunum bar- áttukveðjur suður og vonum hið besta. Um helgina munu ÍAstelp- urnar svo taka þátt í Bautamótinu á Akureyri, en lið ÍA var sigurveg- ari í því móti í fyrra.

x

Bæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.