Bæjarblaðið - 30.08.1984, Side 1

Bæjarblaðið - 30.08.1984, Side 1
13. tbl. — 30. ágúst 1984 — 6. árg. Fréttablað Akurnesinga — Óháð pólitískum flokkadrætti „Við fjarlægjum þau“ - segja bæjar- starfsmenn um blómakerin íslands- og bikarmeistarar ÍA Sveinn Guðbjarnason og Hannes Hjartarson vinna við að hreinsa til eftir skemmdarverkin. „Viðfjarlægjum þessi blómaker sem búið er að velta núna og þau verða ekki sett upp aftur á þessu sumri“, sögðu þeir Hannes Hjart- arson og Sveinn Guðbjarnason, starfsmenn Akranesbæjar er Bæjarblaðið ræddi við þá um dag- inn en þá voru þeir að moka mold og ónýtum blómum upp á vagn ásamt því að fjarlægja tóm blómaker. Eins og bæjarbúar hafa tekið eftir hafa mikil brögð verið af því að blómakerjunum, sem sett hafa verið upp til skrauts meðfram helstu umferðargötum bæjarins, hafi verið velt um koll og blómin þannig eyðilögð. Blómaker þessi hafa, allt frá því að þau voru fyrst sett upp fyrir þremur árum, lífgað upp á um- hverfið og verið skemmtilegt skraut á sumrin. Nú í sumar hefur hins vegar verið mikið um það að einhverjir undarlega hugsandi, eða öllu heldur hugsunarlausir, ræflar hafa séð ástæðu til að eyði- leggja þessa skreytingu. Mest hefur borið á þessu aðfararnætur laugardaga en þó kom fyrir að síðast liðinn föstudagsmorgunn var búið að hvolfa úr öllum blóma- kerjum á Skagabraut og stórum hluta þeirra sem eftir voru á Kirkjubraut, ástæðan er líklega sú að þá um kvöldið hafði verið unglingaball og líklega hefur ein- hver „jakinn" þurft að sýna karl- mennsku sína og ekki haft kjark í annað en saklaus blóm. Óskandi væri að bæjarbúar hefðu augun hjá sér og létu lög- reglu vita ef þeir verða varir við þessi skrílslæti. Bæjarblaðið leggur síðan til að þeir sem upp- vísir verði að þessum skemmdar- verkum verði flengdir opinber- lega. Vilia ráða starfsmann Ferðamál hafa verið talsvert til umræðu hér á Akranesi á liðnu ári, eins og komið hefur marg oft fram í Bæjarblaðinu. Hér hefur hópur áhugasams fólks unnið mikið verk í kynningu Akraness sem ferðamannabæjar og í sum- ar hefur þessi hóþur gert tilraun með skipulagðar pakkaferðir hingað til Akraness. Þær ferðir voru vikulega í sumar og aðsókn- in var allt frá engum og upp í fimmtán ferðamenn í ferð. ( síðustu viku var haldinn hér á hótelinu fundur þessara einstakl- inga með formanni og fram- kvæmdastjóra Ferðamálasam- taka Vesturlands, fulltrúum At- vinnumálanefndar og bæjarfull- trúum. Á fundinum voru ræddar hugmyndir sem komið hafa upp í þessum málum og þá sérstak- lega í Ijósi þeirrar reynslu sem samstaríshópurinn hefur fengið í sumar með pakkaferðunum. Á fundinum kom fram hjá áhugafólkinu að nauðsynlegt væri að ráða hér starfsmann til að sjá um kynningarstarf hérlendis og erlendis og töldu menn að hér þyrfti að vera um fullt starf að ræða á sumrin en jafnframt þyrfti starfsmaður þessi að vera í hluta- starfi að vetri, þar sem mikill hluti kynningarstarfsins þyrfti að ger- ast með miklum fyrirvara. Þá voru fundarmenn ekki tilbúnir að kveða á um það hvort réttara væri að framkvæmd ferðamála hér væri í höndum nefndar á vegum bæjar- félagsins eða hvort áhugafélag um ferðamál sæi þar um. Eins og á opnum fundi um ferð- amál sem haldin var í vor, þá voru nú miklar umræður og fjölmargar hugmyndir á lofti, en öllum ætti nú að vera Ijóst að nú er komið að því að reyna að framkvæma ein- hverjar þessara hugmynda. íslandsmeistarar í mfl. kvenna Mynd: Friðþjófur íslandsmeistarar í 4. flokki drengja Mynd: RAX Bikarmeistarar í mfl. karla Mynd: Friðþjófur

x

Bæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.