Bæjarblaðið - 30.08.1984, Blaðsíða 7

Bæjarblaðið - 30.08.1984, Blaðsíða 7
Bœjarblodid 7 Ferðamál á Skaga Eru líkur á því að ferðamannaþjónusta og um- ferð ferðamanna um Akranes eigi eftir að aukast? Talsverð vakning hefur verið fyrir ferðamálum hér á Skaga að undanförnu og Bæjarblaðið fór því á stúfana og ræddi við nokkra af þeim mönnum sem starfað hafa að ferðamannaþjón- ustu hér á liðnum árum. Við spurðum hvort þeir hefðu orðið varir við aukningu ferðamanna hing- að og um álit þeirra á því hvort Akranes eigi framtíð fyrir sér sem ferðamannastaður. Helgi Ibsen, framkvæmdastjóri Akraborgar sagði, aðspurður um hvort aukning hefði verið á flutn- ingum Akraborgar, að ferðamenn með Akraborg væru heldurfærri í „Þurfum skemmtilegt gistihús“ segir Helgi Júlíusson kaupmaður Helgi Júlíusson úrsmiður, hefur um árabil selt margskonar minja- gripi í verslun sinni við Akratorg. Við spurðum Helga hvort hann hafi orðið var við aukningu ferða- manna hér. „Það er ekkert meira um fólk sem stoppar hér en verið hefur,“ sagíjj hann. „Flestir þeir ferða- menn sem hingað koma stoppa ekki hér, þeir fara beint úr eða í Akraborg og við höfum því frekar lítið af þeim að segja.“ Hvernig fáum við þá til að stoppa? „Ég held að það sé mikilvægt að fá hér gott og skemmtilegt gistihús, og ég er viss um að ef fólk vissi hér af skemmtilegu gisti- húsi þá myndi það hafa hér viðdvöl. Flest öll fyrirtæki hér í bænum eiga einhverra hags- muna að gæta í aukningu ferða- manna svo ég er nokkuð viss um að hér væri hægt að stofna sterkt almenningshlutafélag með þátt- töku fyrirtækja í bænum um rekst- ur eða byggingu gistihúss." Höfum við nægilega margt að bjóða ferðamönnum? „Já, og við gætum boðið upp á meira en í dag. Mér dettur í hug sundlaug sem á að fara að byggja, hér eru margar góðar gönguleiðir, t.d. á Akrafjall og svo höfum við hér Langasandinn, en þangað þyrftum við að veita heitu vatni. Hér er góður golfvöllur og fleira mætti telja, þannig að ég held að Akranes eigi góða mögu- leika sem ferðamannabær ef markvisst verður unnið í þeim málum.“ Jakob Benediktsson, hótelstjóri „Heimavistin getur skapað möguleika“ Jakob Benediktsson, hótel- stjóri, sagðist ekki hafa merkt aukningu ferðamanna á þessu ári, nema þá eitthvað væri meira um erlenda ferðamenn. Hann sagðist hafa orðið var við að aukning væri á erlendum ferða- mönnum sem kæmu á eigin veg- um með Akraborg og hefðu hér dags viðdvöl. „Síðastliðin tvö sumur hafa nú ekki verið til að trekkja ferðamenn að, þar sem rigningin hefur ráðið ríkjum," sagði Jakob. Við spurðum Jakob hvort mikið væri um að ferðamenn spyrðu til vegar eða hvort hann teldi merk- ingar nægar í bænum? „Merkingar fyrir ferðamenn hafa nú lagast hér. Helst koma ferða- menn hingað að spyrja um byggðasafnið og hvernig þeir komist inn í Hvalfjörð að skoða hvalstöðina," sagði Jakob. Hvernig hefur nýting hótelsins verið? „Hérna eru 20 rúm og það er einungis í júlímánuði sem nýting- in er 80-90%, þetta dettur svo strax niður í ágúst og að jafnaði er hægt að reikna með 50-60% nýt- ingu. Þetta hótel hér er heilsárs- hótel en þau eru ekki mörg á Vest- urlandi." Hefur Hótelið eitthvað kannað með nýtingu heimavistarhússins yfir sumartímann? „Það hefur nú ekki komið til tals enn, en ég er búinn að senda inn fyrirspurn um þetta húsnæði. Með nýtingu heimavistar gætu að vísu skapast margir möguleikar, en möguleikar á ráðstefnuhaldi yrðu takmarkaðir vegna þess hve stuttan tíma árs heimavistin er laus.“ Hvað telur þú helst eigi að gera hér í ferðamálum? „Við þurfum að byggja þennan málaflokk jafnt og þétt upp hér, auk meira gistirýmis kemur margt annað til svo sem ný sundlaug og margvísleg afþreying og þjónusta við ferðamenn. Ég tel að fyrsta skrefið væri að stofna hér ferða- málafélag áhugaaðila og svo þarf að halda áfram á þeirri braut sem byrjað var á í sumar, þ.e. að skipuleggja ferðir hingað." Bifreiðaverkstæði Jóns Þorgrímssonar auglýsir: Að gefnu tilefni viljum við vekja athygli á að við verðum áfram með sölu- og þjónustuumboð fyrir Heklu hf. Bifreiðaverkstæði Jóns Þorgrímssonar Vallholti 1 — Sími 2480 „Þetta tekur sinn tíma“ — segir Helgi Ibsen hjá Akraborg júlí í ár en í þeim mánuði í fyrra. Hins vegar sagði hann farþeqa fleiri það sem af er árinu. Frá ára- mótum til 1. ágúst þetta ár væru farþegarnir orðnir 42390 en voru 40239 á sama tíma í fyrra. „Ég erhins vegarekki ívafaum að ef sólin hefði sést meira í júlí, þá hefði traff íkin aukist, hún eykst alltaf í góðu veðri“, sagði Helgi. Við spurðum hann hvort hann teldi Akraness líklegan sem ferðamannabæ? „Ég held því fram að hér megi auka umferð ferðamanna mikið. Þetta tekur allt sinn tíma og við vorum til dæmis seint á ferð með undirbúning fyrir pakkaferðirnar núna, en það fólk sem kom í þær var allt mjög ánægt. Við erum líka einstaklega heppin með leið- sögumann hér sem er Þórdís Art- húrsdóttir. Hins vegar held ég að ekkert gerist raunhæft hér fyrr en við getum ráðið hér starfsmann í að minnsta kosti þrjá mánuði á ári til að starfa að undirbúningsmál- um og veita ferðamönnum upp- lýsingar á sumrin. Það þarf til dæmis að undirbúa næsta sumar núna strax í haust og í vetur.“ Höfum við nægilega margt hér til að sýna ferðamönnum? „Já hér er margt að sjá og meira en margan grunar. Útlend- ingar vilja ólmir sjá fisk og fisk- vinnslu og það sem við sýndum þeim í pakkaferðunum í sumar vakti lukku. í því sambandi á starfsfólk Heimaskaga miklar þakkir skyldar fyrir góða frammi- stöðu. — En ég ítreka það að þetta tekur allt tíma og ef við erum nógu þolinmóð og vinnum skipu- lega að þessum hlutum þá gengurdæmið upp.“ „Almenn ánægja með pakkaferðirnar" segir Egill Egilsson á Stillholti „Ég held að ívið meira hafi komið af ferðamönnum hingað í sumar en undanfarin surnur," sagði Egill Egilsson, veitingamað- ur í Stillholti. „Þetta eru bæði inn- lendir og erlendir ferðamenn og held ég að aukningin sé svipuð á hvorum tveggja. Það er talsvert um að ferðamenn komi hingað að spyrja til vegar og við þurfum að gera meira í að útbúa leiðbein- ingakort og leiðamerkingar hér í bæ.“ Hvað er vænlegast að þínu mati í framtíðinni? „Við þurfum að halda áfram á þeirri leið sem byrjað var á í sumar. Pakkaferðirnar tókust vel þó svo að aðsóknin væri ekki allt- af sem best. Ég varð var við að þeir ferðamenn sem í þessar ferðir komu voru allir mjög ánægðir og við þurfum að þróa þetta áfram, en það tekur tíma að komast inn á þennan markað, svo það er bara að halda áfram upp á við.“ SKÓLAVÖRUR SKÓLATÖSKUR Leðurtöskur og bakpokar, gamalt verð Bakpokar, nýjar gerðir Kassatöskur (,,Stresstöskur“) Leikskólatöskur og fjölmargar aðrar gerðir af töskum PENNAVESKI Gamlar og nýjar gerðir Rúskinnsveski Lausblaðamöppur nýjar gerðir Skrifborðsundirlegg Teikniborð Stafaskabalon-Hringskabalon ROTRING teiknipennar og sirklasett Message skólaritvélar Casio og Sanyo tölvur Ávallt eitthvað nýtt! « « « \ » k n z ij i' \ i \ Skólabraut 2 — Simi 1985 Kirkjubraut 54 — Simi 1293

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.