Bæjarblaðið - 13.09.1984, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið - 13.09.1984, Blaðsíða 6
6 Blástakkur skrifar. . . Er hótel bábilja eða nauðsyn? Nú á tímum samdráttar í fisk- veiðum hafa augu manna beinst í ýmsar áttir, og þó aðallega að pörfinni á að reka hér ferða- mannaþjónustu. Minnkandi afli eykur stórlega þörf á öðrum leiðum, til gjaldeyris- öflunar, svo þjóðin megi halda þeim lífskjörum, sem hún hefur búið við til þessa. í gegnum árin hafa þróast hér á landi ýmsar gerðir hótela, og hafa þar ráðið ferðinni ýmsir menn, misfærir í hótelrekstri, lærðir sem ólærðir og hafa þeir haft frið í þessu að mestu. Munur á gæðum hótelanna er mikill, svo mikill að menn hafa keyrt um langan veg til þess að fá örugga gistingu og þjónustu. Hugarfar samkeppnisþjóða okkar, er að keppa að auknum gæðum hótel- anna og má þar nefna Norðmenn og Dani, sem hafa drjúgartekju af ferðamannaiðnaði. En það kemur fleira til. Þörfin á hóteli hér á Akra- nesi er mikil. Hóteli sem sæmir dugandi heiðursfólki, og gestum þeirra. Deyfðin og skeytingarleys- ið um hús- og félagsmál okkar eiga sér margar orsakir, sem ef til vill má rekja til þess að kjörnir full- trúar okkar hafa ánetjast svo spill- ingunni, í klúbbum og sérfé- lögum, að þeim er hreint fjandans sama um allt hitt dótið, (þ.e.a.s. hinn almenna borgara). Þeir ráða oft ráðum sínum í leynum, þar ráða þeir og afgreiða mál, sem al- menningur fær ekki um að vita. Svo ákvarðanir verða í sama dúr „sýndarmennska." Það gladdi mig mjög, að hinn alsjáandi hótelstjóri, skyldi sjá sig tilneyddan til að svara grein minni (11. tbl. Bæjarbl.) grein mín fjall- aði í aðalatriðum um að Bæjar- sjóður ætti að hafa forgang um að byggja hér hótel, svo við getum blótað svolítið án þess að fara í önnur byggðarlög. Það sló svolítið ofan í Blástakk, hversu horskur hinn alsjáandi hót- elstóri var. En það er ekki ætlun mín að troða af honum skóna, en hann mætti skoða góð hótel, eins og Hótel Höfn, Hornafirði. Það þótti bjartsýni að byggja það hótel á útkjálka stað. En það veitir mjög góða þjónustu, hefur40 herbergi, gistingu fyrir 70 manns, danssal, og sal fyrir borðhald fyrir 230 manns. Þarna hafa margar ráð- stefnur verið haldnar, af Norður- landabúum sem og öðrum er þurfa góða þjónustu. Á þessu byggja þeir sinn rekstrargrund- völl, og gengur vel. Það var mikið áfall fyrir Akur- nesinga, þegar þeir misstu Bár- una í bruna. En það hús reistu sjómenn, um aldamót, og af mikl- um dugnaði. Því þeir þurftu sam- stöðu og á samkomuhúsi að halda. Þetta var aðdáunarvert átak, af blásnauðu fólki, að byggja hús sem gat hýst alla Skagamenn og fleiri undir sama þaki. Þar var ekki sútað um stefnur eða þess háttar hégóma og kjaftæði, og mættu fulltrúar okkar taka mið af þeim. Þeir byggðu húsið af bjart- sýni og trú á lífið og tilveruna. Þar fögnuðu menn sigrum og þar voru eftirminnilegar samkomur er sjó- ORD I BELG menn fóru á skútur og í verið og áttu margir þeirra ekki aftur- kvæmt. Báran kom Akurnesing- um að góðu gagni í mörg ár, og ég á bágt með að þola að bjórlíki- bar sé nefndur því ágæta nafni. Báran var aðal samkomuhús okk- ar og á því heiður skilinn, því þar skemmti fólk sér . . . á góðan saklausan máta. Að lokum. Aðstöðuleysi okkar, hefur plagað okkur allt of lengi, og þurfa menn að breyta þessu, ef ekki á illa að fara hér á Akranesi. NORRÆNA SUNDKEPPNIN 1984 Dragðu ekki aðsynda AKRANESKAUPSTAÐUR Leikskóli - hlutastarf Her raeö er auglýst eftir umsókrium í hlutastarf við leikskóla. Starfið felst í aðstoð við fatl- að barn inn á deild. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð fást á bælarskrifstofunni. Um- sóknarfrestur er til 21. september. Félagsmálastjórj Kirkjubraut 28 Sími1211 KAFFI Sími: 2269 Skólabraut 14, Hótel Loftleiöir stærsta hótel landsins. Gistíng í Reykjavík í algjörum sérflokki. Hótel Loftleiðir eina hótelið sem býður gestum sínum aðgang að sundlaug, gufubað- stofu, vatnsnuddpotti og hvíldarherbergi. Auk þess er á hótelinu fjölbreytt þjónusta svo sem hárgreiðslu- og rakarastofa, snyrtistofa að ógleymdum veitingum eins og hressandi kaffi og Ijúffengum réttum. Kynnið ykkur kjörin hjá okkur. Sími 91-22322. HOTEL LOFTLEIÐIR FLUCLEIDA HÓTEL Nýjar gerðir af götuskóm Hagstætt verð Staðarfell hf. Skóverslun, Akranesi, sími 93-1165 Nýr gufuklefi Nú er það Deildartunguhverinn sem sér um gufuna. Karlatímar: Þriðjudaga kl. 18-22, föstudaga kl. 17-22 og laugardaga kl. 16-20. Kvennatímar: Mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 15-22. Ljósa- og nuddtímar. Upplýsingar í símum 1370 og 1016. Gufu- og nuddstofan Holt Stillholti 14, sími 1016.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.