Bæjarblaðið - 13.09.1984, Blaðsíða 7

Bæjarblaðið - 13.09.1984, Blaðsíða 7
7 Heimavistin heimsótt Heimavistin nýja við Fjölbrautaskólann var formlega tekin í notkun föstudaginn 31. ágúst sl. Við athöfn sem fram fór í heimavistarhúsinu af- henti Guðjón Guðmundsson forseti bæjarstjórn- ar Þóri Óiafssyni, þáverandi skólameistara lykl- ana af nýja húsinu og Þórir afhenti þá aftur hús varðarhjónunum þeim Árþóru Ágústdóttir og Þorsteini Gunnarssyni. Að lokinni athöfninni á heimavistinni var gestum boðið á Hótel Akranes þar sem ræður voru fluttar og byggingarsaga hússins rakin. Bæjarblaðið leit í heimsókn á heimavistina eftir að íbúar voru fluttir inn og spjallaði við tvo nem- endur og húsvarðarhjónin. Þórir Ólafsson afhendir Þorsteini og Árþóru lyklana af heimavistinni. Húsvarðarhjónin á heimavistinni „Best búna heimavistin“ „Bygging hússins hefur tekist vel, heimavistin er vel útbúin og þetta er sú best útbúna heimavist sem ég hef séð“ sagði Þorsteinn Gunnarsson kennari við Fjöl- brautaskólann, en hann er hús- vörður heimasvistarinnar ásamt konu sinni Árþóru Ágústsdóttur. Þau hjón eru bæði lærðir kenn- arar en Þorsteinn sagði að þau hefðu ekki efni á því að starfa bæði sem kennarar. Hann sagði okkur að þeir nemendur sem ver- ið hefðu á gömlu heimavistinni í fyrra væru nú allir á hinni nýju að einum undanskildum. Aðspurður um þær kröfur sem gerðar væru til heimavistarnema sögðu Þor- steinn og Árþóra að þetta væri eina heimavist landsins þar sem gerðar væru lágmarkskröfur til mætingar og námsárangurs þannig að í raun væru gerðar strangari kröfurtil heimavistarbúa en annarra nemenda. „Við vorum húsverðir við gömlu heimavistina á Kirkjuhvoli í fyrra,“ segir Þorsteinn, „og það er ekkert hægt að bera þessi hús saman því munurinn er svo mikill. Hins vegar var gamla vistin vinaleg þrátt fyrir alla sína galla.“ Þau sögðu okkur að þegar nemendur kæmu að hausti á heimavistina væru þeir látnir skrifa undir samning og gerð væri úttekt á hverri íbúð og þannig út- tekt væri aftur gerð í lok samn- ingstímans og nemendur þurfa að bæta fyrir ef eitthvert tjón hefur orðið á íbúðinni. Leigayfirönnina er 2500 krónur, þannig að nem- endur spara mikinn pening því al- geng leiga á herbergjum út í bæ mun vera 1500 til 3000 krónur á mánuði. Við spurðum þau hvort þau teldu auðvelt að fá nemendur til að framfylgja öllum reglum sem settar væru. — Þau töldu það ekk- ert vandamál því hérna væri um fullorðið fólk að ræða á aldrinum frá 16 áratil þrítugs. Þau Þorsteinn og Árþóra létu vel að þeirri aðstöðu sem hús- vörðum er búin í íbúð á annarri hæð hússins. AKRANESKAUPSTAÐUR Útboð - Brekkubæjarskóli Frændur úr Miklaholtshreppi: „Þetta er rosalegur munur“ „Þetta er rosalegur munur frá gömlu vistinni á Kirkjuhvoli og eig- inlega ekki hægt að bera þetta tvennt saman, svo ólíkt er það,“ sagði Björgvin Pálsson frá Borg Miklaholtshreppi, en hann er í íbúð með frænda sínum Ásgrími Halldórssyni frá Minni-Borg í Miklaholtshreppi. Björgvin er á öðru ári í Fjöl- brautaskólanum en Ásgrímur á fyrsta ári og báðir stunda þeir frændur nám á verknámsbraut rafiðna. Eins og fram kom í byrjun þá gerði Björgvin strax saman- burð á gömlu og nýju heimavist- inni enda hefur hann góðan samanburð þar sem hann bjó á Kirkjuhvoli í fyrra. Við spyrjum þá félaga hvað það væri helst sem þeir væru ánægðir með á hinni nýju heimavist „Það er plássið," sagði Ásgrím- ur, „hér er nóg pláss og svo er það kostur að vera svona nálægt skólanum." Nú er aðstaða til eldunnar í íbúðum nemenda. Kokkið þið sjálfir fyrir ykkur? „Björgvinspæliregg," segirAs- grímur, en þeir segja svo að það eigi bara eftir að koma í Ijós. „Við erum í svokölluðu fimm daga skertu fæði út í skóla,“ segir Björgvin, „og það dugar virka daga, við verðum svo að bjarga okkur sjálfir um helgar". Er við spurðum þá félaga um ástæðuna fyrir því að þeir kæmu til Akraness í skóla, sögðu þeirað í fyrsta lagi væri stutt fyrir þá hing- að og svo væru ekki margir skólar sem byðu upp á heimavist, „nema þá menntaskólarog þang- að förum við ekki,“ sagði Asgrím- ur. Nú eru nokkuð stífar reglur í gildi fyrir heimavistarbúa og m.a. er krafist góðrar mætingar í skóla og námsárangurs. Haldið þið að erfitt verði að halda reglur vistar- innar? „Nei við getum ekki séð nein vandkvæði á að halda reglur vist- arinnar," sögðu þeir og voru alveg sammála um nauðsyn þeirra reglna sem settar hefðu verið og að lokum sögðu þeir að Sparireikningar meó 6 mán. uppsögn sérstaklega vel hefði tekist til með byggingu þessarar heimavistar. Frá ritstjórn Vegna þeirrar óvissu sem ríkt hefur í prentiðnaði undan- farið hefur verið ákveðið að fresta um sinn að hrinda í framkvæmd vikulegri útkomu Bæjarblaðsins. Ekki hefur enn verið ákveðið endanlega hvenær af þessari útkomu verður, en ritstjórn vill ekki flana að neinu í þeim mál- um og bíða því allar yfirlýsing- arsínstíma. Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við viðbyggingu Brekku- bæjarskóla. Verkið tekur til allra verkþátta þar til fokheld- isstigi er náð, með frágengnum þökum, þakbrúnum og gleri í gluggum, ásamt múr- húðun að innan. Byggingin er tvílift 786 ferm., 4781 rúmm. Grunnur hefur þegar verið reistur. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 25. sept- ember kl. 11,00. Útboðsagögn liggja frammi á Tæknideild Akraneskaupstaðar, Kirkjubraut 28, Akra- nesi og fást þar afhent gegn 1000 kr. skila- tryggingu. Tæknideild Akraneskaupstaðar. avoxtun Sámvínnubankinn

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.