Bæjarblaðið - 27.09.1984, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 27.09.1984, Blaðsíða 1
íslandsmeistarar ÍA í 2. flokki kvenna íslandsmeistarar ÍA í 2. flokki kvenna, en það eru stúlkur 13- 15 ára, ásamt þjálfurum, þeim Laufeyju Sigurðardóttur og Steini Helgasyni. Fundur með sjávarútvegsráðherra og þingmönnum í fyrrakvöld: Skorað á ríkisstjórn og þingmenn kjördæmisins í fyrrakvölcj var haldinn hér fundur meö Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráöherra og þing- mönnum Vesturlandskjördæmis. Auk þeirra sátu fundinn fulltrúar frá Verkalýðsfélagi Akraness, Bæjarstjórn Akraness, útgeröar- aðilum hér í bæ og atvinnumála- nefnd. Þeir fundarmenn sem Bæjar- blaðið ræddi við í gær voru á einu máli um að ekkert hefði komið fram á fundinum sem breytt gæti þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin í atvinnumálum hér vegna erfiðleika í sjávarútvegi. Svohljóðandi ályktun var sam- þykkt á fundinum. „Sameigin- legur fundur Bæjarstjórnar Akra- ness, Tyúnaðarráðs Verkalýðs- félags Akraness og útgerðaraðila á Akranesi, skorar á ríkisstjórn og þingmenn Vesturlandskjördæmis að beita sér tafarlaust fyrir ráð- stöfunum, sem tryggja viðunandi rekstrarskilyrði útgerðar og fisk- vinnslu, þvi vandi fiskvinnslu verður ekki leystur með skuld- breytingu á skuldbreytingu ofan. Slíkar ráðstafanir eru algjör forsenda þess, að ekki komi til stórfellds atvinnuleysis á Akra- nesi sem og öðrum útgerðar- stöðum víðs vegar um land. Sér- staklega bendir fundurinn á, að óhjákvæmilegt sé að taka á vanda þeirra fiskiskipa, sem á hvíla óhagstæðust stofnlán og búa því við erfiðari rekstrarskilyrði en almennt gerist. Jafnframt eru þingmenn Vesturlandskjördæmis eindregið hvattir til að vera vel á verði gagnvart þeirri atvinnu- röskun sem nú virðist fyrirsjáan- leg landsbyggðinni í óhag.“ Stangaveiðifélag Akraness: Laxveiðinminnien í fyrra Sigurhátíðin Vanir menn tróðu upp með glans... Laxveiði í ám þeim sem Stanga veiöifélag Akraness hefur á leigu er nú lokið og er veiði nokkuð minni en var í fyrra. Tómas Run- 20-30 áhorf- endurá Beveren- leikinn Samvinnuferðir-Landsýn munu efna til hópferðar á leik ÍA og Beveren í Belgíu á miðviku- daginn, eins og komið hefur fram í auglýsingum frá ferðaskrifstof- unni undanfarið. Kristján Sveinsson, umboðs- maður ferðaskrifstofunnar hér á Akranesi, sagði í samtali við Bæjarblaðið að auk leikmanna og eiginkvenna myndu um 20-30 manns fara utan á leikinn. Hann sagði þó að yfirvofandi hætta á verkföllum hefði dregið úr mörg- um að fara utan, en verkföll opin- berra starfsmanna geta haft í för með sér erfiðleika á flugi til landsins. Perusala Lions Föstudagskvöldið 5. október nk. munu félagar í Lionsklúbbi Akraness ganga í hús og bjóða til sölu Ijósaperur. Lionsmenn vænta þess að nú sem fyrr taki Akurnesingar vel á móti þeim. Allur ágóði af perusöl- unni rennur til tækjakaupa fyrir Sjúkrahús Akraness. ólfsson formaður Stangaveiðifé- lags Akraness hafði ekki endan- legar tölur úr Fáskrúð og Glerá þegar Bæjarblaðið ræddi við hann í vikunni, en sagði okkur að veiði í Andakilsá hefði verið 105 laxar, sem er I ítið minna en í fyrra. í Flekkudalsá á Fellsströnd veidd- ust nú 190 laxar en þar voru 250 laxar í fyrra. Sem fyrr sagði hafði Tómas ekki endanlegar tölur úr Fáskrúð Það eru ekki allir sem þurfa yfir- byggða og heita sundlaug til að synda 200 metrana. Hann Tryggvi Björnsson, bókari hjá bæjarfógeta, gerði sér lítið fyrir í sumar og synti 200 metrana 39 sinnum í sjónum við Langasand. í samtali við Bæjarblaðið sagði Tryggvi að hann hefði reglulega synt svona 3-400 metra í sjónum frá því í júní og fram til 3. sept- ember að hann synti síðast. Tryggvi sagði kuldann og rigning- una ekki hafa haft slæm áhrif á sig í sumar, þó sagði hann að lofthiti mætti ekki fara mikið niðurfyrir 12 stig svo unnt væri að synda í sjónum. Tryggvi sagði okkur jafnframt að hann hefði ekki alltaf verið einn á ferð þarna við Langasandinn því þeir Kristinn Einarsson, kafari og Glerá í Dölum en taldi veiði í Fáskrúð um 170 laxa en voru 200 í fyrra og 20-30 laxar væru komnir úr Glerá, en félagið er nú með hana á leigu í fyrsta sinn og er þar leigð út ein stöng á dag. I Andakílsá og Fáskrúð eru leigðar út tvær stangir á dag en í Flekkudalsá þrjár. Laxveiði hefur nú farið minnkandi í ám félagsins á undanförnum árum, sem og víða um land. og sundgarpur, og Helgi Hannes- son sundkennari hefðu alltaf synt þarna öðru hvoru í sumar. Þ&E sigraði Lið Þorgeirs og Ellerts sigraði í keppni starfsmanna fyrirtækja í knattspyrnu utanhúss. Keppninni lauk um síðustu helgi og lék lið Þ&E til úrslita gegn sameiginlegu liði frá ÞÞÞ og Bílási. Úrslitaleikurinn var eins og sannur úrslitaleikur, jafn og spennandi og eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var staðan 2:2. Þ&E sigraði svo í víta- spyrnukeppni með 5 mörkum gegn 4. Sigurhátíðin mikla sem haldin var hér á Skaga eftir síðasta leik ÍA í íslandsmótinu tókst mjög vel og tóku bæjarbúar virkan þátt í hátíðahöldunum. Leikmenn meistaraflokksins sköpuðu strax góða stemningu með frábærum leik sínum gegn Breiðabliki sem endaði með sigri ÍA 3:0, alltof lítill sigur í yfirburðaleik. íslandsbikarinn var afhentur eftir leik við mikinn fögnuð áhorf- enda og Arnarflug, sem auglýst hefur á búningum ÍA í sumar , sendi farþegaflugvélar ( lágflug yfir bæinn. Um kvöldið var svo skemmtun í íþróttahúsinu og þar kom Arnarflug meira við sögu, þar sem Magnús Oddsson markaðs- stjóri félagsins afhenti eiginkon- um leikmanna farmiða á leikinn gegn Beveren í Belgíu og meist- araflokki kvenna 5 farseðla til Amsterdam næsta vor. Tillöguflóð í bæjarstjórn Bls.3 Næsta Bæjarblað kemur út 11. október. Auglýsingasímar 2974 - 2774 -1919 Hefur synt 200 metrana 39 sinnum og það í sjónum við Langasand

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.