Bæjarblaðið - 27.09.1984, Blaðsíða 5

Bæjarblaðið - 27.09.1984, Blaðsíða 5
5 Með Eldingunni frá Noregi til Helgolands Punktar úr dagbók Viktors Sigurðssonar og Önnu Björnsdóttur „Þetta var stórkostleg ferö og ævintýri líkust“ sögöu hjónin Anna Björnsdóttir og Viktor Sig- urösson, er Bæjarblaðið spjallaöi viö þau, þegar þau voru nýkomin heim úr 5 vikna siglingu niöur meö Noregsströndum og þaðan enn lengra með ströndum Evrópu. Farkosturinn í þessari ferð bar hið kunnuglega nafn Elding og skipstjórinn var eigandi skútunnar Skagamaðurinn Hafsteinn Jó- hannsson, sem búið hefur í Nor- egi undanfarin ár. Hafsteinn gerði garðinn frægan hérlendis á síld- arárunum þegar hann stundaði kafarastörf fyrir flotann og notaði þá hraðbát sem hann átti og bar nafnið Elding. Hafsteinn býr nú, sem fyrr sagði, í Noregi og starfar þar í álverksmiðju auk þess sem frítíminn er notaður til köfunar og siglinga. Hjá Hafsteini býr nú einnig bróðir hans, Þorgeir ásamt fjölskyldu sinni. Elding er 43 feta seglskúta með hjálparvél og byggði Hafsteinn bátinn sjálfur. Hann kom á bátn- um hingað til lands fyrir nokkrum árum og var báturinn þá nokkru minni en hann er nú, en eftir reynsluna af þeirri ferð ákvað Haf- steinn að stækka hann. En snú- um okkur þá að ferðasögu Viktors, Önnu og Viktors Elfars sjö ára sonar þeirra sem var með í ferðinni. Þau héldu dagbók alla ferðinaog leyfðu Bæjarblaðinu að glugga í hana. Þau lögðu af stað frá heima- byggð Hafsteins, Sunde, þann 28. júní sl. og auk þeirra sem að framan hafa verið nefndir voru þrír norskir unglingsstrákar, kunningjar Hafsteins, með í för- inni. í fyrsta áfanga var haldið til Haugasunds og þaðan var haldið daginn eftir til Egersund. Viktor skrifar í dagbókina: „Siglt inn rennuna til Egersund. Það er ör- stutt í landið til sitt hvorrar handar og bátaskýlin eru eins og bílskúr- ar við ströndina. Engu líkara en verið sé á umferðargötu, svo mikil er umferð skipa og báta, millibilið ekki meira en gerist á umferð- argötum." Elding á siglingu Hafsteinn við stýrið á Eldingunni við Noregsstrendur og til vinstri einn norsku strákanna Frá Egersund var haldið í átt fyrir syðsta odda Noregs en sú ferð sóttist seint vegna óhag- stæðra vinda og því var komið til Mandal degi seinna en áætlað hafði verið. Athygli ferðalanganna vakti sú mikla smábátaeign sem blasti við þeim og verður mikil smábátaeign Akurnesinga að telj- ast smámunir til samanburðar við Norðmenn. Viktor skrifar í dag- bókina: „Sama sagan og áður, þar sem siglt er inn á milli eyja voru hús og bátar á eyjunum, víða hafnir frá náttúrunnar hendi og bátarnir bundnir við kletta. í Mandal eru allar bryggjur fullar og á endanum fundum við pláss utan á dönskum báti.“ Þann þriðja júlí héldu ferða- langarnir af stað frá Mandal til Lillesand og þaðan var svo stefn- an tekin daginn eftir til Skagen í Danmörku en vegna mótvinds varð að hætta við Danmerkurferð þann daginn en reynt aftur næsta dag og þá blöktu ekki segl í logn- inu og var því haldið til Svíþjóðar og komið til Marstrad að morgni 5. júlí. í dagbókinni lýsir Viktor því að erfitt sé að fá keypta mjólk í Kiel, „leitað um allt, allsstaðar nóg af í Holtenau við Kílarskurð. Dagbókin rekur síðan söguna er siglt er meðfram ströndum Svíþjóðar, innan skerja og í þröngum álum og skurðum. „Nú eru skútur orðnar meira áberandi en vélbátar," skrifar Viktor. Um miðjan dag þann 9. júlí siglir svo Eldingin frá Gautaborg í Svíþjóð yfir til Danmerkur og til Ebeltoft í Danmörku er komið að kveldi 10. júlí. í Ebeltoft er mikið minjasafn og þar var meðal annars skoðuð skútan „Jylland" sem þar er í endurnýjun. Þetta er mikið skip sem sjósett var árið 1860 og tók þátt í bardaganum við Helgoland árið 1864. Jylland kom með danska kónginn hingað til íslands árið 1874 í tilefni 1000 ára afmæl- is íslandsbyggðar. Árið 1908 var skipinu lagt og síðan þá hefur það verið í niðurníslu þar til að hafist var handa við endurbyggingu þess fyrirskömmu. Frá Ebeltoft héldu ferðalang- arnir 13. júlí til Fredreciaog þaðan aftur daginn eftir í gegnum Litla- belti til Sönderborg og þar lá Eld- ing bundin við bryggju til 17. júlí að haldið var til Flensborgar en þar skoðuðu ferðalangarnir sig um ítvo dagaog 19. júlí var haldið til Kiel og komið þangað um nótt- ina. bjór og brennivíni, en engin rnjólk," segir í dagbókinni, og áfram með dagbókina: 22. júlí: „Vorum vakin klukkan sjö að morgni af hafnarverði, sem sagði að við mættum ekki liggja við þessa bryggju (allsstaðartil vand- ræða þessir hafnarverðir)." Klukkan níu um morguninn var svo siglt af stað í gegnum Kílar- skurðinn, sem er 98 km langur, og stansað svo í Redensburg kl. 14 þann dag. Þarstundaði okkarfólk verslun af kappi en hélt svo áfram siglingu eftir skurðinum þann 23. júlí og áleiðis til Cuxhaven, þar sem margur íslendingurinn þekkir sig vel. Þangað kom Eldingin um miðjan dag þann 24. Þar hittu ferðalangarnir skipverja á Þorláki Jónssyni HF sem var að landa í fiskihöfninni, og þáðu veitingar um borð í þeim báti fram til mið- nættis. Frá Cuxhaven var haldið um miðjan dag þann 25. júlí áleiðis til eyjarinnar Helgoland, sem áður er getið í ummælum um skipið Jylland. Til Helgoland kom Eld- ingin um miðnætti. Helgoland er merkileg eyja, aðeins um 1400 metra löng og 3-400 metra breið og 50-60 metra há. Helgoland er í 45 km. fjarlægð frá Þýskalandi og íbúar þar eru aðeins um 1500. En um miðjan daginn er mann- fjöldinn þar eins og í milljónaborg á meðan ferjur og allskyns skip stoppa þar við með ferðamenn. Helgoland er fríhöfn og fjöldinn allur af Þjóðverjum leggur þangað leið sína daglega til að versla og þann dag sem ferðalangarnir okk- ar stoppuðu þarna voru átta stór farþegaskip við eyjuna. Eftir stoppið í Helgolandi hélt Eldingin af stað til Noregs og kom að Noregsströnd þann 30. júlí og um hádegi þann 31. júlí lauk ferð- inni eftir að siglt hafði verið innan skerja og eyja meðfram Noregs- strönd. Hagur heimilanna Hagstætt vöruverð Verslunin Einar Ólafsson Skagabraut 9-11 Sími2015

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.