Bæjarblaðið - 11.10.1984, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 11.10.1984, Blaðsíða 1
16. tbl. - 6. árg. -11. október 1984 Fréttablað Akurnesinga — Óháð pólitískum fiokkadrætti Heimaskagi hf.: Engin vinna þessa viku Starfsfólki hraðfrystihúss Heimaskaga hf. var sagt upp störfum í vikutíma frá síðustu helgi. Reiknað er með að vinna hefjist aftur í næstu viku og mun þetta stafa af hráefnisskorti hjá fyrirtækinu. Heimaskagi hf. hefur nú aðeins afla frá Skipaskaga, en Krossvíkin hefurverið í siglingum undanfarið. Skipaskagi er nú langt kominn með þorskkvóta sinn og eins og áður hefur komið fram stendur alltaf til að skipta um vél í skipinu, en að sögn forráðamanna Heimaskaga hefur enn ekkert verið ákveðið hvenær það verður gert. Hins vegar sögðu þeir Ijóst að þess yrði ekki mjög langt að bíða þar sem vél skipsins væri útslitin. Birgðasöfnun á frystum fiski er nú mjög mikil hjá Heimaskaga hf. eins og víða annars staðar og eru nú um 30.000 kassar af freðfiski í geymslum fyrirtækisins og frysti- geymslum hjá Arctic hf., sem hlaupið hafa undir bagga með Heimaskaga í þrengslunum. SK\PASKAG\ Frá löndun úr Skipaskaga í síðustu viku - mynd hb. Úttekt á starfsemi Sementsverksmiðjunnar Skýrsla Kaupþings hjá ráðherra Fyrir skömmu var lögð fyrir stjórn Sementsverksmiðjunnar skýrsla um úttekt sem fyrirtækið Kaupþing gerði á rekstri Sem- entsverksmiðjunnar. Ýmsar sögur hafa verið á lofti hér um innihald skýrslunnar og hefur þar helst verið nefnt að miklar upp- sagnir starfsfólks myndu standa fyrir dyrum hjá verksmiðjunni. Gylfi Þórðarson forstjóri Sem- entsverksmiðjunnar sagðist ekk- ert geta tjáð sig um skýrslu þessa að svo stöddu. Hann sagði hana hafa verið senda til iðnaðarráð- herra og þar væri hún nú. Gylfi taldi I íklegt framhald verða það að ráðherrann myndi fjalla um úttekt þessa ásamt því fyrir- tæki sem gerði skýrsluna. Þá sagði hann að fullt samstarf yrði ef einhverjar breytingar yrðu haft við starfsfólk verksmiðjunnar gerðar í kjölfar úttektarinnar. Akranesbátar á loðnu og síld Síldarsöltun verður hjá HB og Co Þá munu tveir Akranesbátar stunda síldveiðar með hringnót á þessu hausti en það eru Skírnir og Sigurborg og hefur hvor bátur til umráða tvo kvóta eða um 700 tonn. Báðir þessir bátar munu leggja upp sinn afla til söltunar hér hjá HB og Co, en það fyrirtæki mun nú sem fyrr salta síld fyrir K. Jónsson á Akureyri. Þannig að Ijóst er að síldarsöltun verður hér á Akranesi hvað svo sem Rússar vilja kaupa af saltsíld. Fjórir bátar héðan hafa nú hald- ið til loðnuveiða. Það eru Víking- ur, Bjarni Ólafsson, Rauðsey og Höfrungur sem veiðarnar stunda þessa vertiðina. Pegar Bæjar- blaðið fór í prentun höfðu tveir bátar, Rauðsey og Höfrungur fengið 600 tonn af loðnu hvor. Næsta Bæjarblað kemur út 25. október. Auglýsingasímar 2974 - 2774 -1919 Víkingur landar öllum afla hér heima Víkingur AK100 mun landa allri þeirri loðnu sem hann fær á yfirstandandi loðnuvertíð hér heima á Akranesi. í samtali sem Bæjarblaðið átti við forráðamenn Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar kom fram að ekki kæmi til greina af þeirra hálfu að skipið seldi afla í dönskum eða færeyskum höfnum. Hér væri full þörf fyrir þessa loðnu í atvinnulífið og þess vegna myndi skipið ávallt landa hér heima hvar svo sem loðnan veiddist. Flatahverfið undirbúið Lengst til vinstri á myndinni eru Steinsstaðir. Umhverfis þá verður hið nýja Flatahverfi. - mynd Gylfi. Nú er hafin undirbún- ingsvinna að næsta íbúða- húsahverfi sem rísa á hér á Akranesi, svokölluðu Flata- hverfi. í síðustu viku voru starfsmenn Verkfræði- og teiknistofunnar við mælingar á landssvæðinu umhverfis Steinsstaði en þar á næsta íbúðabyggð að rísa hér. Daníel Árnason, bæjar- tæknifræðingursagði í samtali við Bæjarblaðið að líklega yrði hægt að hefja byggingar á þessu svæði árið 1986. Ekki mun veita af þessu svæði þá því Jörundarholtið er nú svo gott sem full byggt. í Jörundarholti eru nú eftir 6 ein- býlishúsalóðir og 16 raðhúsa- lóðir. Þá má geta þess að nú eru aðeins 5 lausar iðnaðar- húsalóðir tilbúnar til byggingar hér á iðnaðarsvæðinu við Smiðjuvelli og Kalmansvelli. Búfénaður hér þarf hins vegar ekki að kvíða lóðaskorti á næstunni, þar sem 12 lóðir fyr- ir hesthús og þess háttar eru lausar við Æðarodda.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.