Bæjarblaðið - 11.10.1984, Blaðsíða 5

Bæjarblaðið - 11.10.1984, Blaðsíða 5
5 „Þurfum að ná til allra krakka í bænum“ Spjallað við Elís Þór Sigurðsson, æskulýðsfulltrúa um Arnardal og vinnuskólann Æskulýðsheimilið Arnardalur hóf sitt fimmta starfsár í síðustu viku. Bæjarblaðið lagði leið sína í Arnardal og ræddi við Elís Þór Sigurðsson, æskulýðsfulltrúa. Við spurðum hann fyrst hvort mikil breyting hefði orðið á starfsemi Arnardals frá byrjun. „Já, starfsemin hefur breyst mikið. Þetta hefur vafið svo mikið utan um sig. Þegar ég var ráðinn hirrgað, þá var það til að reka efri hæðina þrjú kvöld í viku. Síðan hefur allt húsið verið tekið í notkun og starfsemin margfaldast." Hvernig starf er það sem fer fram í Arnardal? „Það er margvíslegt. Krakkarn- ir eru hér með margskonar klúbbastarf, þá er hér opið tvö kvöld í viku frá 5-7 og geta þá krakkarnir ráðið sjálf hvað þau taka sér fyrir hendur. Námskeið eru hér haldin og er þar komið víða við t.d. Ijósmyndanámskeið, gerð vídeómynda og eiginlega allskyns föndur og tómstunda- námskeið. Mörg þessara nám- skeiða eru haldin í samvinnu við félagasamtök svo sem námskeið í bridge og skák. Klúbbarnir starfa á svipuðum sviðum og þeir starfa Halldór Karl Hermannsson og Pétur Björnsson undirbúa gólf á efri hæð Arnardals fyrir teppalagningu. - mynd Gylfi. alveg sem sjálfstæð félög með sína stjórn en undir eftirliti hjá okkur. Þessir klúbbar halda líka uppi samstarfi við klúbba í öðrum félagsmiðstöðvum og þá aðal- lega í Reykjavík og skiptast þá á heimsóknum. Með auknum umsvifum í starfseminni hefur starfsheiti Elíss breyst, upphaflega var það starfsmaður Æskulýðsnefndar en er nú orðið að Æskulýðsfulltrúa. Við spyrjum hann nánar um stjórnun Arnardals. „Yfirstjóirnin er í höndum Æskulýðsnefndar bæjarins og síðan kjósa krakkarnir sér hús- stjórn og segja má að ég sé tengi- liður milli Æskulýðsnefndar og hússtjórnarinnar." Ef viö snúum okkur að aðsókn hefur hún aukist eða er hún frá- brugðin því sem búist hafði verið við? „Aðsóknin hefur margfaldast og t.d. veturinn 1982-83 komu hér 23.000 manns. Ég hef ekki enn tölur um síðasta vetur þar sem verið er að vinna skýrsluna um hann nú. Það er ekki spurning að hér getum við verið með fullt hús af fólki alla daga. Spurningin er hins vegar sú hvaða fólk við viljum fá hér inn. Við náum ekki til allra þeirra sem við ætlum að ná í en við náum þó til þó nokkuð stórs hóps.“ Er kannski reyndin sú að þeir sem á annað borð taka þátt í fé- lagsstarfi koma hingað en hinir eru eftir sem áður að slæpast? „Að hluta til má segja já, og mikið til vegna þess að við höfum ekki mannskap til að sinna þeim sem eru ágötunni." Hvaða lausnir hafið þið á því, verður sent út fólk til að ná til þeirra sem eru á götunni? „Það á að reyna það í vetur, t.d. með því að reyna að ná til vél- hjólastrákanna. Þeir hafa alltaf komið hingað til starfa öðru hverju. Við höfum náð til okkar hópum sem los hefur verið á, einu sinni náðum við hingað karat- gæjum t.d.“ Þessi sígildu vandamál eins og áfengisneysla og eiturlyfjaneysla hafa þessi mál verið til vandræða hjá ykkur? „Eiturlyf hef ég aldrei orðið var við hérna en áfengi kemur hér upp á hverjum dansleik. Áfeng- isneysla er ekki leyfð hér, en við reynum að meta hvert tilfelli fyrir sig. Við getum tekið dæmi um ungling sem kemur hér á ball eftir ball án þess að hafa vín um hönd, en bregður svo allt í einu útaf van- anum og kemur hér fullur. Við reynum að tala um fyrir þessum einstakling en útilokum hann ekki frá því að sækja staðinn. Síðan eru sömu einstaklingarnir sem koma fullir helgi eftir helgi allan veturinn og við hleypum þeim ekki inn en reynum að tala þá til og ef það ber ekki árangur þá látum við foreldrana vita, við förum jafnvel með þá heim til þeirra." Hvað eru það gamlir krakkar sem þið þurfið að hafa svona af- skipti af? „Þau eru allt niður í 13 ára gömul. Fyrst við tölum um áfengi og eiturlyf þá má geta þess að reykingar hafa hér einungis verið leyfðar í anddyri og sú regla hefur verið virt mjög vel hér. Við höfum verið þeirrar skoðunar að fyrst reykingar eru á annað borð leyfð- ar í landinu, þá dugi lítið fyrir okk- Elís Þór Sigurðsson ur að banna þær alfarið hér, en eins og ég sagði , þær eru bara leyfðar í anddyri og krakkarnir hafa alveg tekið tillit til þess. Um næstu áramót verður hins vegar bannað með lögum að reykja hér og ég segi eins og er að ég er hræddur um að slíkt bann geti dregið úr aðsókn að húsinu, ég er hræddur um að krakkarnir fari bara þangað sem þeim verður leyft að reykja." Telur þú Akranes vel í sveit sett hvað varðar aðbúnað að æsku- fólki? „Já, ég held að hér sé krökkum boðið upp á svipað og best þekk- ist hérlendis. Þó má með litlum til- kostnaði auka þetta, mér dettur til dæmis í hug að nota mætti íþróttahúsið beturfyrirfélagsstarf, leyfa krökkum að dvelja þar meira þannig að þau þurfi ekki alltaf að fara beint út eftir æfingar. Við höfum reynt að halda uppi góðu samstarfi við þau félög hér sem vinna að æskulýðsmálum og að mörgu leyti hefur það tekist vel og að sumu leyti mætti gera þar betur. Næsta ár hefur verið á- kveðið „Ár æskunnar" af Samein- uðu þjóðunum og í tilefni af því skapast án efa meiri umræða um þessi mál.“ Nú hefur Æskulýðsnefnd séð um rekstur vinnuskólans hér undanfarin ár og tekið upp ýmsa nýbreytni þar. Hvernig hefur að þínu mati tekist til? „Það hefur tekist mjög vel til og þetta framtak okkar hefur vakið mikla athygli í öðrum sveitarfé- lögum. Vinnuskólinn hefur nú breyst frá því að vera baggi á bæjarfélaginu í það að vera arð- bært fyrirtæki auk þess sem við teljum okkur nú vera búin að ná af skólanum letigarðanafninu sem lengi loddi við hann. Nú eru krakk- arnir látnir vinna og það kemur fram í hærri launum til þeirra í staðinn.“ Hver voru helstu verkefni vinnuskólans? „Við tókum við af Garðyrkju- deild bæjarins sem nú hefur verið lögð niður í þeirri mynd sem áður var og nú sjáum við t.d. um öll þrif á bæjarlandinu leggjum til fólk við gæslu á íþróttavöll, gæsluvöll og starfsvöll. Síðan eru verkefni fyrir einstaklinga og fyrirtæki og þarer það helst umhirða á lóðum. Við vorum t.d. með umhirðu á 11 af 17 fjölbýlishúsalóðum hér í bæn- um í sumar. Bærinn er nú hættur að ráða krakka til sumarstarfa eins og áður var í gatnagerð og þess háttar en krakkarnir f vinnu- skólanum koma þar inn í staðinn." Elís sýnir okkur fjölritað blað sem vinnuskólinn gaf út í sumar. Það er líflegt og með léttum skotum á starfsmenn og yfirmenn skólans, þá Elís, Guðjón Krist- jánsson, kennara og Halldór Karl Hermannsson, eða „ellanna", eins og þeir eru yfirleitt nefndir í blaðinu. Að lokum spyrjum við æsku- lýðsfulltrúann hvort hann sé bjart- sýnn á starfið framundan? „Ég er bjartsýnn, annað dugar ekki. Þetta kostar allt mikla vinnu og eitthvað af peningum, en ef við náum til allra þeirra krakka sem við ætlum okkur þá er ég viss um að við fáum margfalt betri þjóðfél- agsþegna til baka í staðinn. - Við verðum auðvitað að líta á það að við lifum á tímum vídeós og það yfirtekur unglingana að miklu leyti. Mötun hverskonar á afþrey- ingu til unglinga gerir ekkert nema illt, afþreyingin þarf að koma frá þeim sjálfum og hér sköpum við þeim aðstöðu til þess.“ Teikning úr blaði vinnuskólans frá því í sumar og sýnir hún þá Elís, Guðjón Kristjánsson og Halldór Karl Hermannsson þeysa um á helsta farartæki vinnuskolans.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.