Bæjarblaðið - 25.10.1984, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 25.10.1984, Blaðsíða 1
17. tbl. — 6. árg. — 25. október 1984 Fréttablað Akurnesinga — Óháð pólitískum flokkadrætti Uppboðinu á Óskari Magnússyni frestað Reynt að tryggja áframhaldandi útgerð skipsins héðan Uppboöinu sem vera átti á togaranum Óskari Magnús- syni í dag hefur nú verið frestað. Vegna prentaraverk- fallsins hefur Lögbirtingablað- ið ekki komið út um nokkurn tíma og því hefur bæjarfógeti ekki getað auglýst uppboð þetta eins og lög gera ráð fyrir. Þrátt fyrir þessa frestun þá vofir uppboðið senn yfir og undanfarna daga hafa staðið yfir viðræður bæjarstjóra við ýmsa aðila í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að skipið verði selt úr bænum. Þá hefur bæjarstjóri haldið fundi með stjórn Krossvíkur hf. að undanförnu og eftir því sem Bæjarblaðið kemst næst þá hafa þar verið ræddir mögu- leikar á að Krossvík hf. taki við rekstri togarans. Krossvík hf. er, sem kunnugt er, í eigu bæjarfélagsins og frystihús- anna hér. Bæjarstjórn ræddi þessi mál á lokuðum fundi í fyrrakvöld og er Bæjarblaðið spurðist fyrir um þessi mál hjá bæjarstjóra varðist hann allra frétta af því að sinni en Ijóst er að fjölmörg atriði spila inn í þetta mál og þessa dagana er unnið hörð- um höndum að því að finna lausn á því með það að mark- miði að þetta mikla atvinnu- tæki verði gert út héðan áfram. Síldarsöltunin hjá HB og Co: Búið að salta í 2600 tunnur Síldarsöltun hefur verið í fullum gangi hjá Haraldi Böðvarssyni & Co að undanförnu. Þegar Bæjar- blaðið fór í prentun hafði verið saltað þar í 2.600 tunnur af síld. Tveir bátar hafa verið á síld- veiðum með hringnót héðan undanfarið. Skírnir hefur landað hér 366 tonnum og er því búinn með sinn kvóta en veiðir nú úr 350 tonna aukakvóta. Sigurborgin landaði hér um síðustu helgi 33 tonnumafsíld. Báðirhafa bátarnir verið að veiðum við Vestmanna- eyjar en þegar Bæjarblaðið fór í prentun var bræla á miðunum þar og síldarflotinn í höfn í eyjum. Allar líkur eru nú á að þriðji síld- arbáturinn bætist við innan skamms en það er Haraldur AK 10 og mun hann hafa tvo kvóta til ráðstöfunnar eins og Skírnir og Sigurborg. Menn á öllum aldri hjálpast að þegar síld berst að landi — Mynd: hb. Kökur og körfubolti Körfuboltafólk er nú komið á fulla ferð og í gærkvöldi lék mfl. karla við lið ÍS, æfingaleik hér á Akranesi. Leiknum lauk með naumum sigri ÍS 96-92. Verkföll opinberra starfsmanna hafa sett strik í fslandsmótið þar sem nokk- ur íþróttahús er lokuð þeirra vegna. A morgun kl. 15 mun körfu- boltafólk verða með kökubasar í Skagaveri til fjáröflunar fyrir starfsemina og að sögn þeirra verða þar á boðstólnum gómsæt- arkökurágóðu verði. Rauða kross deild Akraness: Gáfu sambýlinu myndbandstæki Deild Rauða krossins hér á Akranesi afhenti fyrir skömmu sambýli fjölfatlaðra við Vest- urgötu, myndbandstæki að gjöf. Tækið er af gerðinni JVC og var það afhent með viðhöfn ásambýlinu. Myndbandstækið er án efa vel þegið af íbúum sambýlis- ins, en eins og kom fram í við- tali við forstöðukonu sambyNs- ins í ágúst sl., þá er sjónvarpið ein helsta afþreying íbúanna og eins og allir vita hefur ekki farið mikið fyrir dagskrá þess fjölmiðils undanfarið. Mikil vanskil er ástæðan fyrir auknum lántökum Á bæjarstjórnafundi í fyrradag skýrði bæjarstjóri frá því að lán- tökur Akraneskaupstaðar á þessu ári væru nú þegar komnar um einni og hálfri milljón fram úr fjárhagsáætlun, en lántökur bæjarins nema nú 16,7 milljónum króna. Bæjarstjóri sagði ástæðuna fyrir þessum auknu lántökum fyrst og fremst þá að vanskil á út- svörum og aðstöðugjöldum væru mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun, en vanskilin næmu nú um 6 milljónum króna. Togaraaflinn í byrjun vikunnar komu þrír togarar hér inn til löndunnar, en það voru Skipaskagi, Haraldur Böðvarsson og Krossvík. Afli togaranna frá áramótum er nú sem hér segir: tonn Haraldur Böðvarsson 4.110 Krossvík 2.530 Óskar Magnússon 2.750 Skipaskagi 2.480 Þetta er einungis sá afli er land- að hefur verið hér heima en Krossvíkin hefur þrisvar selt afla sinn erlendis og voru það samtals 310 tonn, þannig að heildarafli hennar er 2.840 tonn. Ríkið vill byggja Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur nú hug á að byggja yfir útsölu sína hér á Akranesi. Fyrir skömmu barst bæjarstjórn bréf frá ÁTVR með fyrirspurn um lóð fyrir nýbyggingu. Bæjarstjórn tók vel í erindið og benti á lóðir á nýja miðbæjarsvæðinu. Áfengisverslunin er sem kunn- ugt er í leiguhúsnæði hér, en svo er einnig um margar aðrar stofn- anir á vegum ríkisins og vegna þess hefur oft komið til tals að ríki og bær taki sig saman og byggi stjórnsýsluhús á miðbæjarsvæð- inu nýja, sem hýstgæti skrifstofur bæjarins, bæjarfógeta, lögreglu, skattstofu og jafnvel áfengisút- söluna. Slökkviliðið 50 ára útköll liðsins 6 á þessu ári Slökkvilið Akraness er 50 ára um þessar mundir og af því tilefni hefur brunamálanefnd bæjarins ákveðið að bjóða bæjarbúum að skoða aðstöðu og búnað slökkvi- liðsins. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær það verður. Útköll slökkviliðsins munu nú vera orðin sex talsins á þessu ári og lætur nærri að það sé svipað og verið hefur á liðnum árum, en sem betur fer eru brunar ekki algengir hér á Skaga. Flatahverfið botnlaust Eins og við skýrðum frá í síðasta Bæjarblaði hafa að undanförnu staðið yfir undir- búningsmælingar fyrir nýtt íbúðarhverfi á landssvæði umhverfis Steinsstaði. Tals- vert langt er síðan fyrst var fjallað um skipulag þessa landssvæðis og var t.d. rætt um skipulagssamkeppni þessa hverfis fljótlega eftir að byrjað var að úthluta lóðum í Jörundarholti. í síðustu viku lágu svo fyrir fyrstu mælingar á jarðvegi á umræddu svæði og gefa þær síður en svo tilefni til bjartsýni um að lóðaúthlutun hefjist þarna á næstunni. Samkvæmt heimildum Bæjarblaðsins er yfir 4 metra djúpt niður á fast á um 60% landssvæðisins og á stórum hluta þess sem eftir er munu vera yfir 3 metrar niður á fast. Bæjarráð hefur ekki enn fjallað um hvað gera skuli vegna þessara breyttu að- stæðna, en líklegt verður þó að telja að horfið verði frá framkvæmdum þarna að sinni og koma þá helst til greina landssvæði við norðanverðan Akranesveg, gegnt innan- verðu iðnaðarhverfi eða þá landssvæði úr landi Fögru- brekku upp með Grundahverfi og Jörundarholti.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.