Bæjarblaðið - 25.10.1984, Blaðsíða 7

Bæjarblaðið - 25.10.1984, Blaðsíða 7
Beejorblodid 7 Formanni atvinnumála- nef ndar veitt lausn frá störfum „Óeðlilegt að minnihlutinn eigi formann nefndarinnar,“ segir Jóhann Ársælsson í sumar barst bæjarstjórn bréf frá Jóhanni Ársælssyni, formanni atvinnumálanefndar bæjarins, þar sem hann óskaöi eftir að veröa leystur frá störfum sem formaður nefndarinnar. Jóhann er fyrrum bæjarfulltrúi Alþýöu- bandalags, en eins og Akurnes- inga rekur minni til dróg Alþýðu- bandalagiö sig út úr meirihluta- samstarfi meö Sjálfstæðisflokki og Alþýöuflokki vegna ágreinings um ráöningu bæjarstjóra á sínum tíma. Þessi úrsögn Alþýöubanda- lags varö svo til þess að samsetn- ing nefnda varð kannski á annan veg en yfirleitt gerist. Þ.e.a.s. minnihlutinn gat átt meirihluta í nefndum og einnig formenn nefnda. Fyrir skömmu veitti bæjarstjórn svo Jóhanni lausn frá nefndar- störfum og hefur nefndin kosið sér nýjan formann, Friörik Jónsson. Adam Þorgeirsson sem var varamaður Jóhanns hefur tekið sæti hans í nefndinni. Bæjarblaöiö spuröi Jóhann Ár- sælsson hvers vegna hann bæö- ist lausnar, frekar en aö segja hreinlega af sér störfum? „Samkvæmt landslögum geta menn ekki sagt af sér nefndar- störfum fyrir sveitarfélög. Þegnar sveitarfélaganna eru skuldbundn- ir til að gegna slíkum störfum. Þess vegna sendi ég bæjarstjórn bréf og bað um aö veröa leystur frá störfum. - Nú hvers vegna ég seqi af mér. — Þaö er vegna þess aö bæjarstjórn hefur glatað verkefnum niður sem atvinnu- málanefnd hefur unniö að. T.d. vernduöum vinnustað og iðn- göröum. Þessum hugmyndum var glatað vegna þess aö bæjar- stjórn vildi ekkert til kosta. Bæjarstjórn gafst upp í iön- garðamálinu, en þeir einstakling- ar sem áhuga höföu á þessu húsnæöi héldu áfram. Atvinnu- málanefnd sendi inn greinagerö um iðngarðamálið og bæjarstjón fól okkur aö vinna áfram aö undir- búningi. Við vorum svo allan vet- urinn aö vinna í málinu en þegar þaö var svo lagt aftur fyrir bæjar- stjórn voru þeir aöilar sem vildu vera meö í þessu ekki taldir hæfir. Þó voru þetta sömu aðilarog skýrt var frá í greinargerðinni sem viö sendum bæjarstjórn. Lögtaksúrskurður Þann 5. október var uppkveðinn lögtaksúr- skurður fyrir eftirtöldum gjaldföllnum en ógreiddum gjöldum ársins 1984. Tekju- skattur, eignaskattur slysatryggingagjald v/heimilisstarfa, slysatryggingagjald at- vinnurekenda skv. 36. gr. laga nr. 67/1973, lífeyristryggingagjald skv. 9. gr. laga nr. 11/ 1975, atvinnuleysistryggingaiðgjald, launa- skattur, almennur og sérstakur, iðnaðar- gjald, iðnlánasjóðsgjald, sóknargjald, kirkjugarðsgjald, sjúkratryggingagjald og gjald til framkvæmdasjóðs aldraðra. Ennfremur skemmtanaskattur, aðflutnings- og útflutningsgjöld, bifreiðaskattur, skoð- unargjald ökutækja, skipaskoðunargjald, lesta- og vitagjöld, lögskráningargjöld sjó- manna, skipulagsgjald, vinnueftirlitsgjald, skattsektir til ríkissjóðs og tekjuskattshækk- anir, söluskattur og söluskattshækkanir. Framkvæma má lögtak til tryggingar greiðslu gjaldanna, einnig dráttarvaxta og kostnaðar þegar 8 dagar eru liðnir frá fyrstu birtingu auglýsingar þessarar, án frekari fyrirvara. Bæjarfógetinn á Akranesi, 18. okt. 1984. Svo verður þaö aö segjast eins og er að mér frnnst óeðlilegt aö minnihluti bæjarstjórnar hafi formann í nefnd eins og atvinnu- málanefnd. Þetta skiptir litlu máli í mörgum nefndum, þar sem póli- tísk afstaöa er sjaldgæf, en meira máli í svo mikilvægri nefnd sem atvinnumálanefnd. T.d. fara hug- myndir mínar og bæjarstjóra í at- vinnumálum alls ekki saman, og þá sér hver maður að tengsl bæjarstjórnar og nefndarinnar verða ekki góð.“ AKRANESKAUPSTAÐUR Tæknideild Breyting á umferðarmerkjum Kalmansbraut/ Þjóðvegur nr. 51 - Esjubraut Umferðarmerkjum á gatnamótum Kal- mansbrautar/Þjóðvegur nr. 51 og Esju- brautar hefur verið breytt þannig að sett hefur verið upp lítið hringtorg á gatnamótin. Gildir biðskylda á allar götur inn í hringtorg- ið hér eftir. Vegfarendur eru hvattir til þess að sýna sérstaka varkárni þarna. Tæknideild Akraneskaupstaðar. Fataskápar frá AXIS Stillholt, Sími2507' AKRANESI Landsbanki íslands kynnir: KJÖRBÓK Óbundin - með stighækkandi ávöxtun alltaÓ28% KJÖRBÓK LANDSBANKANS er kjörin fyrir þá sem vilja ávaxta sparifé sitt í tvo mánuði eða lengur. Almenn sparisjóðsbók hentar betur fyrir fé sem á að standa í styttri tíma. KJÖRBÓK LANDSBANKANS ER: — ÁVALLT LAUS TIL ÚTBORGUNAR — MEÐ STIGHÆKKANDI ÁVÖXTUN — ÞÆGILEG OG EINFÖLD í NOTKUN Berðu KJÖRBOK LANDSBANKANS saman við tilboð annarra banka. Hafðu í huga að innstæður eru ávallt lausar til úttektar og að allt, sem eftir stendur við úttekt, fær stighækkandi ávöxtun. Þú þarft ekki að stofna margar bækur eða reikninga þó að þú þurfir að hreyfa hluta innstæðunnar á sparnaðartímanum. Einföld bók - öruggleió LANDSRANKINN Græddur cr geymdur eyrir

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.