Bæjarblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 1
18. tbl. - 6. árg. -1. nóvember 1984 Fréttablað Akurnesinga — Óháð pólitískum flokkadrætti Innbrotið í „Ríkið“ Sjö menn í gæsluvarðhaldi Sjö menn sitja nú í gæsluvarð- haldi vegna innbrotsins í útsölu Áfengisverslunar ríkisins hér á Akranesi í síðustu viku. Þegar Bæjarblaðið spurðist frétta af þessu máli hjá rannsókn- arlögreglunni í gær var ekkert hægt að segja um gang mála á því stigi sem málið var þá, ein- ungis sagt að málið væri í rannsókn. Samkvæmt heimildum Bæjar- blaðsins er hér um utanbæjar- menn að ræða og eru því marg- skonar sögusagnir sem verið hafa á lofti hér í bænum um Ak- urnesinga, sem þarna höfðu átt að vera að verki, úr lausu lofti gripnar. Tálsvert annar bragur er nú á síldarsöltun en var fyrr á árum. Nú fer söltunin fram með vélum og á þessari mynd sjást söltunar- stúlkur raða síld fyrir vélarnar hjá HB og Co í vikunni. -mynd hb. landaði 61 tonni og með því er heildarafli hans þá orðinn 448 tonn. Báðir eru bátarnir með tvo kvóta eða 700 tonn. Togarinn Óskar Magnússon landaði á þriðjudaginn um 60 tonnum af fiski. Reynirernú hætt- ur á snurvoð en Aðalbjörg önnur, sem einnig hefur lagt upp kola hér, er enn að en afli hefur verið tregur. Ágætis kropp hefur verið hjá trillum þegar gefið hefur. Loðnubátarnir: Heildarafli Akranesbáta rúm 10 þúsund tonn f fyrrakvöld var búið að landa hér um 5500 tonnum af loðnu á þessari loðnuvertíð. Allur þessi afli er af heimabátum, nema hvað Skarðsvík SH landaði hér einu sinni fullfermi. Afli loðnubátanna héðan var hins vegar orðinn 10.085 tonn í fyrrakvöld en samanlagður kvóti þeirraer 17.100tonn. Kvótamálin geta þó hafa breyst eftir að þetta er skrifað, þar sem líkur voru tald- ar á því í fyrradag að bætt yrði við kvótann. Afli einstakra báta í fyrrakvöld var orðinn sem hér segir og í sviga er kvóti viðkomandi báts: Bjarni Ól. 2364 (4500) Höfrungur 2782 (4100) Rauðsey 2612 (3600) Víkingur 2327 (4900) Engir bátar héðan höfðu meld- að sig með loðnu í fyrrakvöld en flotinn var þá að hefja veiðar aftur eftir brælu sem verið hafði á mið- unum. Frá höfninni: Síld og annar fiskur Magnússyni I ! „Ríkið“ - Þegar Bæjarblaðið ieit þar við í fyrradag var verið að ganga frá uppsetningu þjófavarnakerfis með mikilli leynd. Stöðug vakt hefur verið í versluninni síðan innbrotið var framið. Nú er búið að salta í um 4000 turinur af síld hjá Haraldi Böðv- arssyni og Co. Sigurborg og Skírnir lönduðu hér á þriðjudag- inn síld til söltunar og fengu bát- arnir síldina við suðurland um sjö tímastím héðan. Sigurborgin landaði hér rúmum 47 tonnum og er heildarafli henn- ar þá orðinn 193 tonn. Skírnir Eins og við skyrðum frá i siðustu viku hefur uppboöinu. sem vera atti á togaranum Óskari Magnussyni á síðasta fimmtudag, verið frestað. Þeg- ar blaðið for i prentun la enn ekki Ijóst fyrir hvenær af upp- boðinu yrði en líklegt var þó talið að það yrði i næstu viku. en vorkfall BSRB kom i veg fyrir að unnt væri að senda til- kynningar póstleiðis tii við- komandi aöila. Eftir þvt sem Bæjarblaðið kemst næst eru nú miklar likur a að skipið verði um kyrrt hér á Akranesi þrátt fyrir uppboðiö. Heyrst hafa sógur um aöila úti á landi sem hug hefðu á að bjóða í skipið, en við höfum úr lausu lofti gripnar. Við sögðum frá viðræðum bæjarstjóra við stjórn Kross- kvæmt heimildurn Bæjar- blaðsins mun nu ákveðið að Krossvík hf. bjóði í skipið. Ef dæmi þetta gengur upp og Krossvik hf. eignast skipiö þa -mynd hb. mun það liggja a borðinu aö Haförn hf. haldi átram rekstri. Þorður Oskarsson hefur hins vegar boðið hiut sinn í Kross- vik hf. til sölu, svo samkvæmt því virðist ekkert benda til að frystihús hans taki aftur til starfa. Hins vegar hefur blaðinu ekki tekist að fá neinar stað- festingar á tréttum af þessu máli og hafa menn einungis bent okkur á að bíða eftir upp- boðinu. Aukablað Bæjarblaðsins Vegna mikilla þrengsla í síðasta tbl. Bæjarblaðsins, sem út kom sl. fimmtudag ákvað ritstjórn að gefa nú út aukablað með því efni sem þá varð útundan auk þess sem nýlegum fréttum var hnýtt við. Þetta aukablað er aðeins hálfdrættingur á við venjulegt Bæjarblað, en við vonum að Akurnesingar kunni vel að meta þessa viðleitni okkar til að komá á framfæri öllu því efni sem til stóð að birtist. Næsta Bæjarblað kemur svo út á næsta fimmtudag, 8. nóvember, í fullri stærð og vilj- um við minna á síma ritstjórn- ar 2974 en þar er tekið á móti auglýsingum og efni svo og ábendingum um efni, eins vilj- um við ítreka ábendingar okk- ar til bæjarbúa um að við get- um komið á framfæri fyrir- spurnum þeirra um mál sem fólki kann að leika forvitni á að vita um og leitað við þeim svara.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.