Bæjarblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 4
v Auglýsingasími Umferðamálin í bæjarstjórn Biðskylda á Stillholtið? Bæjarfulltrúar hafa heldur betur tekiö kipp í umfjöllun um umferð- armerkingar í bænum að undan- förnu. Nú líður varla sá bæjar- stjórnarfundur að ekki séu til um- ræðu merkingar einhverra gatna- móta í bænum. Á síðasta fundi bæjarstjórnar var samþykkt að fela tæknideild bæjarins að útfæra nánar fyrir- liggjandi tillögur umferðarnefndar um skipulag gatnamóta Stillholts, Kalmansbrautar og Kirkjubrautar, en þessi gatnamót hafa einmitt margoft komið til um- ræðu á liðnum árum og ótal hug- myndir verið á lofti um þau. Tillaga umferðarnefndar gengur út á að biðskyldumerkin á þessum gatnamótum verði færð á Stillholtið og Kirkjubraut og Kalmansbraut njóti þannig aðal- brautarréttar. Þá leggur umferðar- nefndin mikla áherslu á að fá gangbrautarljós á Kalmansbraut og Stillholt sem fyrst. Þá var á fundinum samþykkt svohljóðandi tillaga frá Guðmundi Vésteinssyni: „Bæjarstjórn sam- þykkir að fela tæknideild að út- færa nánar tillögu varðandi gatna- mót Suðurgötu og Akursbrautar Tillaga tæknideildar að breytingum við Akursbraut og Suðurgötu og taka til athugunar í leiðinni fyrirkomulag umferðar við Akra- borg og Skólabraut, eftir því sem ástæða þykir til.“ Tillaga þessi er komin úr skýrslu sem tæknideild vann um umferð á Akranesi árið 1983 og kemur þarfram að umferðarþungi Frumsýning: Föstudag 2. nóv. kl. 20,30 Miðasala fimmtudag og föstudag kl. 19-20,30 2. sýning: Sunnudag 4. nóv. kl. 14,30 Miðasala laugardag og sunnudag kl. 13-14,30 3. sýning: Þriðjudag 6. nóv. kl. 20,30 4. sýning: Miðvikudag 7. nóv. kl. 20,30 Miðasala mánudag, þriðjudag og vikudag kl. 19-20,30 mið- sé mun meiri á Akursbraut en Suðurgötu. Þar er lagt til að Ak- ursbrautin fái aðalbrautarrétt í gegnum Suðurgötu á Akratorg. í umræðum um þessi mál benti Benedikt Jónmundsson á að með slíkri breytingu gæti skapast vandi á gatnamótum Akratorgs og Skólabrautar, þar sem merk- ingarnar eins og þær væru í dag skömmtuðu umferð yfir torgið. í tillögu tæknideildar er auk þess að víxla biðskyldumerkjum lagt til að gatnamótunum verði breytt við enda Landsbankahúss- ins, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Leiðrétting Prentvillupúkinn laumaðist inn í bréf frá Félagsmálastjóra, sem birt var í síðasta Bæjar- blaði. Þar sagði að aðeins væru 38 dagheimilisrými á dagheimilinu við Akurgerði en átti að vera 28 og leiðréttist það hér með. 1. nóvember 1984 Landsbankaútibúið 20 ára Landsbanki Islands hélt upp á 20 ára afmæli útibúsins hér á Akranesi í gær. Útibúið var blóm- um skreytt og fánar blöktu við hún utan dyra. Þá bauð bankinn við- skiptavinum upp á kaffi og með því og kunni fólk vel að meta þessa óvæntu tilbreytingu. Verkfallsvörður hafði samband: 55 Harma misskilning skipverja“ Verkfallsvörður einn, sem var á vakt við Grundartanga og sagð- ist með fleirum hafa staðið að sendingu á vísum og ýmsu góð- gæti til skipverja á Urriðafossi, hafði samband við Bæjarblaðið skömmu eftir útkomu þess sl. fimmtudag. Verkfallsvörðurinn sagðist harma það mjög ef þetta græsku- lausa gaman þeirra á verkfalls- vaktinni hefði orðið til þess að særa skipverja á Urriðafossi. Það hafi síður en svo vakað fyrir þeim á verkfallsvaktinni að hugsa eitthvað illt til sjómannanna og ef þeir hefðu tekið þetta grín þeirra illa upp þá væri þar um misskiln- ing að ræða og vonandi hefði hann nú verið leiðréttur fyrir fullt og allt. Til Sjálfsbjargarfélaga á Akranesi og nágrenni Fimmtudaginn 8. nóv. nk. verð- ur opið hús að Suðurgötu 36 milli kl. 17 og 18 og á sömu dögum, stað og tíma þar til annað verður ákveðið. Þarna er ætlast til að fólk komi á framfæri hverskonar fyrirspurn- um um eigin réttarstöðu. Ennfremur veitum við móttöku trúnaðar- og einkamálum. Við höfum aðgang að nýráðn- um erindreka Landssambands fatlaðra, sem aðstoðar við að leita svara við spurningum okkar í kerfinu. Þarna geta nýir félagar innritast og við hvetjum fólk sem á samleið með okkur að koma og ganga í félagið, með því getur þú best borgari góður tryggt þinn hag og unnið sjálfur að þínum eigin málum. F.h. stjórnar Halldór M. Sigurðsson. Sigurvegararnir í bæjarkeppninni í síðustu viku sögðum við frá 2. SigurlaugK. Guðm. ÍA 1:17,0 100 m. baksund kvenna bæjarkeppninni í sundi milli Akra- 3. MaríaÓladóttir Self. 1:22,1 1. RagnheiðurRunólfsd. ÍA 1:07,6 ness og Selfoss og naumum sigri 2. KolbrúnV.Gissurad. Self. 1:21,1 Selfyssinga. Þá var hins vegar 100 m. bringusund karla 3. María Óladóttir Self. 1:23,9 ekki pláss fyrir lista yfir sigur- 1. Tryggvi Helgason Self. 1:10,4 veaara oq bætum við úr bví hér. 2. SteindórGuðjónss. Self. 1:13,4 100 m. baksund karla 3. Jón Unnarsson ÍA 1:13,75 1. Ingi Þor Jonsson ÍA 1:09,75 Her a ettir tyigir nsti ytir prja 2. Svanurlngvason Self. 1:11,84 efstu keppendur í hverri grein: 50 m. bringusund meyja 3. EyleifurJóhanness. ÍA 1:21,4 100 m. flugkvenna 1. Kristjana Þorvaldsd. ÍA 42,1 tími 2. AldaViktorsd. ÍA 42,89 50 m. skriðsund meyja 1. GuðbjörgBjarnad. Self. 1:10,92 3. JóhannaHjörleifsd. ÍA 45,0 1. Kristjana Þorvaldsd. ÍA 34,05 2. Sigurlaug K. Guðm. Ia 1:11,0 2. SteíndóraSteinsd. ÍA 35,59 3. MaríaValdimarsd. Ia 1:16,4 100 m. skriðsund kvenna 3. DíanaJónasdóttir (A 35,68 1. GuðbjörgBjarnad. Self. 1:04,9 100 m. flugkarla 2. MaríaValdimarsd. ÍA 1:05,5 4x50 m. fjórsund kvenna 1. IngiÞórJónsson ÍA 1:00,2 3. Jóhanna Benediktsd. Self. 1:07,9 1. Asveit ÍA 2:13,25 2. TryggviHelgason Self. 1:00,7 2. Asveit Self. 2:19,9 3. Þrösturlngvason Self. 1:06,00 100 m. skriðsund karla 3. B sveit ÍA 2:28,32 1. Steindór Guðjónsson Self. 55,7 50 m. bringusund sveina 2. Þröstur Ingvason Self. 57,60 4x50 m. fjórsund karla 1. Aðalst. Jóhanness. IA 45,7 3. Svanurlngvason Self. 1:00,6 1. AsveitSelf. 1:57,84 2. EinarViðarsson (A 47,0 2. Asveit (A 1:58,05 3. ÓskarGuðbrandsson ÍA 48,2 50 m. skriðsund sveina 3. B sveit ÍA 2:22,1 1. Heimir Jónasson ÍA 34,9 100 m. bringusund kvenna 2. Einar Viðarsson ÍA 35,96 SELFOSS 63 stig 1. Ragnheiður Runólfsd. ÍA 1:10,78 3. Ágúst Guðmundsson Self. 36,9 AKRANES 57 stig

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.