Bæjarblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 1
19. tbl. - 6. árg. - 8. nóvember 1984 Fréttablað Akurnesinga — Óháð pólitískum flokkadrætti Forsetinn meðal gesta á sýningu Skagaleikflokksins „Þetta er 4 byggðarsómi“ — sagði frú Vigdís Finnbogadóttir ;f í: eftir sýningu ;X í -iíý p ^ ^ 1; §■ | ll ' f;; ; f ■" ' f f / .f í > . í f Hér kveður Vigdís, Guðrúnu Ásmundsdóttur leikstjóra, á tröppum Bíóhallarinnar. Raðhúsin við Höfða formlega tekin í notkun: Vöktu mikla athygli gesta Sl. sunnudag voru raðhúsinfyr- ir aldraða, sem byggð voru við Höfðagrund, formlega tekin í notkun. Fjölmargir gestir voru við þessa athöfn og á meðal þeirra voru þingmenn kjördæmisins, bæjarfulltrúar, fulltrúar hreppanna í nágrenninu, fulltrúar húsnæðis- stjórnar ríkisins og forsvarsmenn dvalarheimila á Reykjavíkur- svæðinu. Gestum voru sýnd húsin og dvalarheimilið Höfði var skoðað. Að því loknu var boðið til kaffi- samsætis á Hótel Akranesi. Þar rakti Hörður Pálsson formaður stjórnar Höfða, byggingarsögu húsanna og Gunnlaugur Haralds- son, sem einnig á sæti í stjórn Höfða, útlistaði reglugerð um þessi hús. Þá sagði Asmundur Ólafsson, forstöðumaður Höfða frá rekstri dvalarheimilisins og Sveinn Guðmundsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri fyrir byggingu húsanna sagði frá sam- starfi við eigendur húsanna. í samtali við Bæjarblaðið á mánudaginn, sagði Hörður Pálsson, stjórnarformaður Höfða, að hin nýju hús hefðu vakið mikla athygli gesta. Hann sagði að verð húsanna hefði verið mjög hag- stætt en minni húsin, sem eru 76 fermetrar hefðu kostað um 1250 Forsetinn ræðir við leikara að tjaldabaki. „Ég kom hingað til að skemmta mér og ég skemmti mér alveg konunglega," sagði forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir eftir sýningu á „Spenntir gikkir“ í Bíóhöllinni á mánudagskvöldið þar sem hún var meðal gesta. Bæjarblaðið leit við baksviðs eftir sýningu en þar heilsaði for- setinn upp á leikara og leikstjóra og þakkaði þeim fyrir góða skemmtun. „Ég var svo sannar- lega ánægð með þetta og þessi uppfærsla Skagaleikflokksins er byggðarsómi, sagði forsetinn auk þess í samtali við Bæjar- blaðið. Afleiðing verkfallsins Skólahaldi seinkar Alþinmgismennirnir Skúli Alexandersson og Valdimar Indriðason skoða hér hús Hermanns Guðmundssonar, símstöðvarstjóra, við Höfðagrund. Sem kunnugt er stöðvaðist öll kennsla í Fjölbrautaskólanum hér á Akranesi um tíma vegna verk- falls BSRB. Bæjarblaðið ræddi við Ólaf Ásgeirsson skólameist- ara og spurði hann hvaða áhrif þessi töf hefði á skólahald Fjöl- brautaskólans. „Þær breytingar verða nú að kennt verður til 20. desember en próf verða svo f janúar. Prófum á að verða lokið 11. janúar og eink- unnir verða afhentar 14. janúar. Við reiknum svo með að hefja þúsund og þau stærri, sem eru 87 fermetrar hefðu kostað um 1450 þúsund. Þá sagði Hörður að það fyrirkomulag að selja húsin ein- staklingum, sem síðan gætu not- fært sér alla þjónustu Höfða, hefði vakið mikla athygli, en þetta væri einsdæmi hérlendis. Næsta Bæjarblað kemur út 22. nóvember Auglýsingasímar 2974 — 2774 —1919 seinni önnina 19. janúar og það er svona 10 dögum seinna en venja hefur verið, þannig að seinkunin verður þessir 10 dagar, þegar upp er staðið.“ Má þá búast við að seinni önnin verði með sama hætti og verið hefur? „Trúlega geta orðið einhver þrengsli á seinni önninni sem gæti jafnvel komið niður á opnu vikunni en það er þó ekki víst, þar sem seinni önnin er nokkuð lengri en sú fyrri, þannig að við höfum nokkuð rýmri tíma þá.“ Það er því Ijóst að jólafríið kem- ur til með að fara í próflestur hjá nemendum Fjölbrautaskólans að þessu sinni, en hingað til hefur prófum verið lokið 18. desember, en eins og fyrr segir vegna tafa í verkfallinu seinkar nú öllu skóla- haldi nokkuð.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.