Bæjarblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 3
3 BoeJorblodid Sýningargestir Skagaleikflokksins teknir tali: Almenn ánægja „Spenntir gikkir, “gamanleikur- inn sem Skagaleikflokkurinn hef- ur nú til sýninga hefur vakið mikla athygli og hefur aðsókn verið góð. Bæjarblaðið lagði leið sína á þriðju sýningu flokksins, sem var á mánudagskvöld. í hléi tókum við nokkra sýningargesti tali og spurðum þá hvernig þeim líkaði verkið, það sem af væri? Gréta og Heiða: „Jú, þaðergaman." Óskar Magnússon AK 177: Ðoðinn upp á morgun Uppboðið á togaranum Óskari Magnússyni fer fram á skrifstofu Bæjarfógetaem- bættisins hér á Akranesi á morgun, föstudaginn 9. nóv- emberkl. 14,30. Eins og Bæjarblaðið hefur sagt frá mun nú afráðið að Krossvík hf. bjóði í skipið og samkvæmt heimildum Bæjar- blaðsins er ekki vitað að aðrir aðilar en kröfuhafar muni bjóða í það, þó er ekkert hægt að útiloka í þeim málum en Ijóst er að hér í bæ hefur allt verið gert sem í valdi heima- manna er til að halda skipinu í bænum. Við verðum svo bara að vona hið besta og bíða til morguns en þá verður Ijóst hvort tekist hefur að tryggja þessu mikla atvinnutæki áframhaldandi útgerð héðan. Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri: „Það er gaman að þessu og þetta er jafnvel léttara en ég bjóst við. Ég er búinn að sjá öll þau leikrit sem Skagaleikflokkurinn hefur sett upp síðan ég kom hingað og þetta er þá það þriðja. Mér hefur alltaf þótt þetta vera býsna gott hjá þeim." Ragnheiður Þóra Grímsdóttir, kennari: „Mér finnst þetta alveg stórkost- lega gott og þetta er jafnvel betra en ég bjóst við. Mér finnst leikur- inn, söngurinn og undirspilið mjög gott og ekki síst leikmyndin hún er mjög góð.“ Sigurður Ólafsson, forstöðu- maður: „Mér finnst þetta alveg prýðilegt og reyndar svipað og ég bjóst við, létt og gott og með því skemmti- legra sem Skagaleikflokkurinn hefurtekið fyrir." Hinrik Haraldsson, hárskeri: „Þetta er alveg stórskemmtilegt. Það er margt gott í þessu og sér- staklega finnst mér þeir Guðjón og Kristján leika vel.“ Kristín Jónsdóttir, dyravörður í Bíóhöllinni: „Mér finnst mjög gaman. Alla- vega lofar fyrrihlutinn góðu um framhaldið." Akranesvegamótin: „Engin endanleg breyting fyrr en næsta sumar“ - segir umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar Akranesvegamótin nýju, þar sem Akranesvegur nr. 51 tengis hringveginum hafa oft komið ti umræðu hér í Bæjarblaðinu, eða allt frá því að þau voru opnuð í byrjun júní sl. Um miðjan sept- ember sl. sendi svo Bæjarstjórn Akraness bréf til vegagerðarinn- ar, eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu. í bréfi þessu vakti bæjarstjórn athygli á þeirri hættu sem stafað gæti af þessum vega- mótum og beindi þeim tilmælum til vegagerðarinnar að gerðar yrðu tillögur um breytingar þarna sem fyrst. Til að forvitnast um framgang þessa máls hafði Bæjarblaðið samband við Birgi Guðmundsson umdæmisverkfræðing Vegagerð- arinnar á Vesturlandi og spurðum við Birgi hvort eitthvað hefði verið ákveðið í sambandi við breytingar þarna? „Við reiknum nú ekki með því að nein endanleg breyting á þess- um vegamótum verði gerð fyrr en næsta surnar", sagði Birgir. „Næsta sumar er meiningin að ganga frá nýjum vegi inn að Lambhaga og leggja slitlag á það sem eftir er frá Urriðaá að Laxá og þann nýja kafla sem lagður verður. Við erum að skoða þessi mál svolítið núna og ég tel að ef breytingar verði gerðar þarna þá verði þær einhverjar litlar breyt- ingar á sjálfum gatnamótunum, t.d. með því að skipta þeim með eyju eða eitthvað í þá áttina." Er ekki ráðgert að gera neitt til að auðkenna vegamótin beturfyr- ir veturinn. Nú sjást þau mjög illa í myrkri og eru kröpp og gætu því reynst hættuleg í myrkri? Aðalfundur Sundfélags Akra- ness var haldinn fyrir stuttu. Á fundinum var kosinn nýrformaður félagsins, Sturlaugur Sturlaugs- son, en Guðjón Guðmundsson fyrrverandi formaður félagsins er að flytjast til Danmerkur. Fjölmenn stjórn var auk þess kosin og skipa hana þessir: Viðar „Það er rétt þau sjást illa og það vandamál er víða hjá okkur. Við höfum rætt merkingarmál nokkuð á fundum undanfarið og líklega verður reynt að koma fyrir ein- hverjum sjálflýsandi merkjum við þessi vegamót." Birgir sagði jafnframt að fljót- lega yrði boðin út vinna við undir- byggingu nýs vegar í framhaldi af því sem lagt var í sumar og sér þætti líklegt að þá yrði jafnframt hugað að breytingum á vegamót- unum. Einarsson varaform., Sigríður Guðmundsdóttir, gjaldkeri, Ing- unn Ríkaharðsdóttir, ritari, Ragn- heiður Gísladóttir, spjaldskrárr., og meðstjórnendur eru Hallur Gunnlaugsson , Guðrún M. Hall- dórsdóttir, Hanna Rúna Jóhanns- dóttir og María Gunnbjörnsdóttir. Sturlaugur formaður Bækur og ritsöfn á hagstæðu verði Hvergi meira úrval af gjafabókum á einum stað íslendingasögur 3 útgáfur Öll íslensk ritsöfn Biblíur og sálmabækur Þjóðlegur fróðleikur Endurminningabækur Ferðabækur Byggðasögur Ættarskrár Jarðfræðirit Landakortabækur Listaverkabækur Ljóðabækur Matreiðslubækur Blómabækur Nótnabækur Föndurbækur Orðabækur Barnabækur Skáldsögur eftir íslenska og erlenda höfunda Vorum að taka upp mikið úrval af ódýrum bókum Gamlar og nýjar bækur á einum stað Leitið ekki langt yfir skammt Tryggið ykkur ódýrar bækur í Bókaskemmunni fyrir jólin i BÓKASKEMMAN Stekkjarholti 8-10 — Sími: 2840

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.