Bæjarblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 6
Bœjarblodid 6 Akur hf. 25 ára Um þessar mundirerTrésmiöj- an Akur hf. 25 ára. Akur hf. hefur um árabil veriö eitt af stærstu at- vinnufyritækjunum hér á Akranesi og nú starfa þar um 40 manns. Eigendur fyrirtækisins eru þeir Stefán Teitsson og Gísli Sigurðs- son ásamt fjölskyldum þeirra. Lengst af var Akur hf. til húsa við Akursbraut og þrátt fyrir aö hús- næði fyrirtækisins hafi veriö marg stækkað þar, þá sprengdi starf- semin húsnæðiö utan af sér og í júlí á síðasta ári flutti fyrirtækið starfsemina í nýtt og glæsilegt hús við Smiðjuvelli. Smíði á innréttingum og hús- gögnum hefur alla tíð verið stór hluti af framleiðslu Akurs auk þess sem verktakastarfsemi og byggingar fjölbýlishúsa voru stór liður á liðnum árum. Upp á sfð- kastið hafa timbureiningahús frá fyrirtækinu átt miklum vinsældum að fagna og hafa mörg þeirra risið hér á Akranesi og í nágrenni. Þá hefur fyrirtækið framleitt mikið af sumarhúsum og síðast liðið ár hefur verið unnið við smíði vinnu- búða fyrir Landsvirkjun, en það verkefni fékk Akur hf. eftir að gerð voru tilboð í byggingu þeirra hér- lendis og erlendis og má það telj- ast mjög gott þar sem vinnubúðir sem þessar eru fjöldaframleiddar í verksmiðjum erlendis. Bæjarblaðið óskar Trésmiðj- Hús Akurs hf. við Smiðjuvelli unni Akri og starfsmönnum henn- ar til hamingju með afmælið og velfarnaðar á komandi árum. Atvinnulausir í lok október: Talsvert fleiri Myrkur á Faxabraut Lesandi einn hafði samband við blaðið fyrir skömmu og sagðist vilja benda á þá hættu sem væri yfirvofandi við Faxabrautina neð- an við Jaðarsbraut, en þar vant- aði götulýsingu á nokkurn hluta götunnar. Hann sagði mikla slysahættu stafa af þessu, sér- staklega þar sem þarna væri mikil umferð gangandi fólks til og frá Akraborg og bílaumferð nokkuð hröð. Bæjarblaðið hafði samband við Magnús Oddsson, rafveitustjóra og spurðist fyrir um þessi mál. Magnús sagði að Rafveitan hefði nú í haust lagt inn fyrirspurn til bæjartæknifræðings um hvenær lokið yrði við að byggja garðinn sem er við neðanverða Faxa- braut. Hann sagði að svar við þessari fyrirspurn hefði ekki enn borist, en hins vegar yrði fljótlega settir upp 3 staurar sem enn vant- aði á þann hluta garðsins sem búið væri að byggja. Þá sagði Magnús að á næstunni yrði unnið að endurbótum á lýsingu við Akraborg og lýsing þar bætt. VERÐSKRÁ Amsterdam 1. nóv. — 15. mars 1985 laug.-þriðjud. fimmtud.-þriðjud. vikuferð 3 nætur 5 nætur 7 nætur Hotel Owl 12.300,- 13.260,- 14.210,- aukagj. v/einsm. 560,- 910,- 1.270,- Hotel Pulitzer 12.710,- 13.920,- 15.130,- aukagj. v/einsm. 1.510,- 2.520,- 3.535,- Hotel Victoria 12.765,- 14.050,- 15.270,- aukagj. v/einsm. 915,- 1.480,- 2.120,- Hotel Sonesta 13.880,- 15.990,- 18.110,- aukagj. v/einsm. 2.540,- 4.240,- 5.940,- Afsláttur fyrir börn 2ja —12 ára kr. 5.200,-. Flugvallarskattur er ekki innifalinn. Verð miðuð við gengi 1. september 1984. Samvinnuferðir—Landsýn Umboð á Akranesi: Kristján Sveinsson Versl. Óðinn, sími 1986 M en í september Um síðustu mánaðarmót voru 60 manns á skrá atvinnu- lausra hér á Akranesi. Mikill meirihluti atvinnulausra voru konur, eða 52. Atvinnulausir karlar voru hins vegar 8. Skipting atvinnulausra milli starfsstétta var sem hér segir: Konur: 42 verkakonur, 4 verslunarkonur, 3 skrifstofu- konur, 1 þerna, 1 ræstinga- konaog 1 starfsstúlka. Karlar: 5 verkamenn og 3 sjómenn. Skráðir atvinnuleysisdagar í októbermánuði voru alls 1538 og tilheyrðu 1344 þeirra konum og atvinnuleysisdagar karla voru 194. Nokkuð mun hafa fækkað á atvinnuleys- isskránni aftur nú í byrjun nóv- ember. Auglýsing um starf Bæjarfógetaembættiö á Akranesi auglýsir eftir manni til afleysinga viö löggæslustörf. Athygli er vakin á því aö umsækjendur þurfa aö vera á aldrunum 20—30 ára samkvæmt reglugerð veitingu lögreglustarfa. Umsóknarfrestur er til 13. nóv. nk. Nauðsynlegt er aö viökomandi geti hafið störf sem fyrst. Bæjarfógetinn á Akranesi. ± — .1 —... M „d AKRANESKAUPSTAÐUR Fjárhagsáætlun 1985 Undirbúningur fjárhagsáætlunar Akranes- kaupstaðar og stofnana hans fyrir árið 1985 stendur nú yfir. Einstaklingar og félagasamtök, sem koma vilja ábendingum og óskum um fjár- veitingar á árinu 1985 á framfæri við bæjar- stjórn, eru vinsamlegast beðin um að senda skriflegt erindi þar um fyrir 1. des- ember nk. Bæjarstjórinn á Akranesi Jólakortin nýkomin Jólapappír nýkominn Margar Akranesmyndir Ferðatöskur nýkomnar n ó k /\ \ k n z r r x / a Skólabraut 2 — Simi 1985 Kirkjubraut 54 — Sími 1293

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.