Bæjarblaðið - 22.11.1984, Page 1

Bæjarblaðið - 22.11.1984, Page 1
21. tbl. — 6. árg. — 22. nóvember 1984 Fréttablað Akurnesinga— Óháð pólitískum flokkadrætti Sjónvarpsauglýsing Akraneskaupstaðar vekur athygli: „Margir hafa haft samband" — segir Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri Auglýsingamynd Akranes- kaupstaöar í sjónvarpinu, þar sem vakin er athygli á Akranesi sem heppilegum staö fyrir nýiön- aö, hefur vakið mikla athygli bæði meðal heimamanna og utan Akraness. Viðhorf fólks til mynd- arinnar virðist mjög jákvætt og frumkvæði bæjaryfirvalda í þess- um málum er lofað. Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri, sagði í samtali við Bæjarblaðið að nú þegar hefðu nokkuð margir aðilar haft sam- band við sig og lýst ánægju sinni með þetta. Þá hefðu forsvars- menn fyrirtækja, sem hug hefðu haft á að setja upp starfsemi utan Akraness haft samband og hjá þeim hefði t.d. komiðfram að þrátt fyrir að þeir hefðu Ijósin á Akra- nesi fyrir augunum daglega þá hefði Arkanes aldrei komið þeim til hugar í þessu sambandi. „Menn hafa frekar haft Keflavík og Selfoss í hugaog sennilegaer vegurinn fyrir Hvalfjörð svo langur í hugum manna að þeim hefur þótt þetta fjarlægt. Svo þegar við tengjum Akraborgina við þetta núna þá kviknar Ijós hjá mönnum," sagði Ingimundur. Aðspurður um hvort hann væri bjartsýnn á árangur af þessari auglýsingu, sagði Ingimundur að hann hefði nú aldrei reiknað með því að þettafærði hingað fyrirtæki bara strax, en aðal tilgangurinn með svona auglýsingu væri að byggja upp jákvæða ímynd, þannig að þegar mönnum dytti eitthvað í hug myndu þeir eftir nafni Akraness og leiti þá hingað. Þá sagðist Ingimundur hafa orðið var við það á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vestur- landi um helgina og á fjármála- ráðstefnu sveitarafélaga, sem haldin var í Reykjavík á mánu- dag, að ayglýsingin hefði vakið at- hygli sveitarstjórnarmanna og kannski það sem ekki væri minna um vert að hún vekti áhuga og bjartsýni hér heima. Hús Hensons við Kalmansvelli. Koma fleiri fyrirtæki úr Reykjavík hingað í kjölfar auglýsingarinnar.

x

Bæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.