Bæjarblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 6
6 BœJorblodid Nýju samningarnir Skollaleikurinn kringum bónusinn Konurnar skulu samt sem áður borga ORD I BELG Herdís Ólafsdóttir og Bjarnfríður Leósdóttir skrifa Nú hefur mikiö þrekvirki veriö unniö. Loksins eftir langt samn- ingaþóf, eina tvo þrjá mánuöi er uppvakningurinn tvöföldu textarn- ir á leiöinni aö kveðast niöur. Á næsta ári í maímánuði ertaliö aö þeim verði að mestu komið fyrir kattarnef. Konurnar sem uröu mest fyrir barðinu á honum og uröu aö borga af bónusnum sínum til að ná lægsta kaupi í landinu voru ekki sáttar viö málið og ekki held- ur þeir sem unnu á eftirvinnu og næturvinnu á margskertu kaupi. Fólki ofbauö og lagt hefur veriö kapp á aö ná þessum óskapnaöi í burtu. En hvernig er það gert. Þaö er gert meö því að færa sam- an lægstu taxtana og láta dag- vinnutekjutrygginguna fá aðeins eina hækkun 9% á samnings- tímabilinu á meðan taxtarnir geta hækkaö um 20 — 27% á samn- ingstímabilinu. Þannig næst í skottið á henni í maí með því aö láta hana lækka hlutfallslega. Ekki meö því að taxtarnir séu leiddir upp til hennar eins og mun nú hafa verið stefna hins almenna launafólks. Nei, heldur er hún leidd niður til tvöföldu taxtanna. EN hver verður sem fyrr að borga brúsann? Konurnar í bón- usnum, meö því aö reiknitala bónussins eöa bónusgrunnurinn var lækkaður. Áöur var þó búiö aö skeröa hann meö því, aö reiknast af kaupi lægsta taxta eftir 1 ár. En nú er búinn til nýr taxti lægri en nokkur annar í landinu og langt fyrir neöan allt kaup og á þá tölu skal reikna bónusinn og konurnar í bónusnum koma út með lægstu prósentuhækkun aö samnings- lokum. Eftir nýju samningunum verður fiskvinnutaxtinn 9. fl. að 12. fl. og hann fær þá hækkun sem nemur 17.3%. Tímakaup hækkar úr 68.29 eftir 6 ára starf í 80.11 eftir 7 ára starf. En þá verö- ur bónusgrunnurinn aðeins 67.00, eða 20% lægri en tíma- kaupið. Þeir sem eru á 15 ára starfsaldri fá bónusinn sinn reikn- aðan af 25% lægra kaupi en tímalaun þeirra eru. Þannig hefur bónusgrunnurinn breystst. Fyrir samninga Á fyrsta ári Eftir 3 ár Eftir 6 ár Eftir 15 ár Eftir nýja samninga: Á fyrsta ári Eftir 3 ár Eftir 6 ár Eftir 7 ár Eftir 15 ár Bónuslaun. Reiknað með 6 ára kaupi 9. fl. Taxtak. Bónus Samt. U100 68.29 12.44 = 80.75 U200 68.29 49.78 = 118.07 U300 68.29 87.11 = 155.40 12. fl. 7 ára kaup. Taxtak. Bónus Samt. Hækkun U100 80.ll 13.40 = 93.51 15.8% U200 80.11 53.60 = 133.71 13.2% U200 80.11 93.80 = 173.91 11.9% Þannig kemur í Ijós aö konurn- ar sem vinna í bónusnum hafa hækkað minnst eöa aö meðaltali um 13.6%. Þau starfsheiti sem færðust upp í 15. launaflokk eru störf sem aö mestu leyti eru unnin 2.5% hærri 5% lægri 10% lægri 14% lægri 4% lægri 9% lægri 17% lægri 20% lægri 25% lægri af körlum og geta hafa hækkaö um 18%, auk þess fengu þeir reiknitölu fyrir premíu, bónus og akkorðstaxta eftir 15. Ifl. sem verða kr. 74.81 þegar reiknitala bónusvinnu í fiskvinnu og sauma- skap, vinnu kvenna, veröur aö- eins kr. 67.99. Þannig er skolla- leikurinn kringum bónusinn og kvennavinnuna. Ef ekki er hægt aö ná kaupinu af konunum með tvöföldu töxtunum þá skal þaö gert með reiknitölu fyrir bónusinn sem getur orðiö 25% lægri en sá taxti sem unnið er eftir. Dæmi um vinnulaun kvenna í fiskvinnu í bónus samkv. nýjum samningi. Mánaðarlaun eftir 3 ára starf 12.981, bónus 30% 2.010 = 14.991 Mánaðarlaun eftir 3 ára starf 12.981, bónus 50% 3.350 = 16.331 Mánaðarlaun eftir 3 ára starf 12.981, bónus 100% 6.700 = 19.881 Þetta eru mánaðarlaun þeirra kvenna sem hafa tvöfaldað sig í vinnu en aö vísu ekki í kaupi, segi og skrifa aðeins kr. 19.881. Þetta eru laun þeirra kvenna sem þræla sér út eftir bónuskerfinu, vinna hin vandasömu störf fiskvinnunnar meö öllum sínum refsibónus og þeirri vandvirkni sem hann kallar á og allri þeirri spennu og harð- ræði í vinnubrögðum sem af kon- unum er heimtað og alltaf er verið aö auka og heröa, án þess að neitt komi á móti, nema hvernig hægt sé að leika skollaleiki í kringum þær meö tvöföldum töxt- um eða svikinni reiknitölu sem bónusinn er reiknaður af. Þannig er þaö eins og dæmin sýna, loddaraleikinn í bónusnum, aö þegar búiö er að vinna 100% meira magn en fyrir fasta kaupiö, tímalaun, mánaöarkaup — tvö- falda sig í vinnu — þá vantar enn kr 6.081 til aö tvöfalda sig í launum. Flver annar en konurnar í fiskinum rétta atvinnurekendum og þjóöarbúinu svona ódýrt vinnuafl. Enda hefur baö komið fram í skýrslum, aö launakostn- aður er aöeins 18% af kostnaði frystihúsanna og hefur lækkaö úr 24 - 26% eftir síðustu samninga. Skyldi þessi nýi samningur halda Eitt af frystihúsunumhér í bæ. því í horfinu eöa ná launakostn- aðinum enn niður. En konurnar halda enn áfram að láta vinnu sína ódýrt af hendi. Leggja heilsu sína aö veði og veröa tæpast gjaldgengar á bón- usmarkaöi nema fram á miðjan aldur, vegna heilsuspillandi vinnuálags. Verkakonur, enhverntíma var sagt eitthvað á þessa leið: Ef þiö viljiö fá leiðrétt mál ykkar verðiö þið að gera þaö sjálfar, enginn hjálpar ykkur nema ykkur takist aö standa saman þegar þið hafið verið órétti beittar og það gerið þið með því að þjappa ykkur sam- an í hinum nýju fersku samtökum kvennahreyfinga í landinu. Rísið þið upp konur og látið færa bónusinn til réttari og mannsæmandi launa og fram- kvæmda, að öðrum kosti leggið þið þetta mannskemmandi og heilsuspillandi þrælakerfi niður. Verkakonur, ykkar er næsti leikur. Taflið bíður. Athugun þessi var gerð fyrir — Samtök kvenna á vinnumarkaði — hvernig laun kvenna kæmu út eftir nýju samningunum. Skemmtikvöld með glæsibrag 1. desember næstkomandi Verð með mat 750 kr. Verð á dansleik 300 kr. V Matseðill kvöldsins Sveppasúpa bætt með rjóma og Sherry á Gljáð Hamborgarlæri með salati, grænmeti, jarðeplum og rauðvínssósu \ eða ’ Kryddlegnar lambasneiðar með salati, belgbaunum, steiktum jarðeplum og mintsósu j Kúreki norðursins Hallbjörn Hjartarson Skagaleikflokkurinn flytur nokkur lög Hljómsveitin Rapsódía leikur Dansað til kl. 03 Boröapantanir í símum 2020 og 2144 á miðvikudag og fimmtudag. Húsið opnað kl. 19.30. Matur framreiddur til kl. 22. Matargestir mætið tímanlega.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.