Bæjarblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 8

Bæjarblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 8
2974 22. nóvember 1984 Verð kr. 30- Afleiðing gengisfellingarinnar á Hitaveituna Skuldirnar hækkaum 142 milljónir Loðnan: Víkingur landaði fullfermi Víkingur landaði hér á þriðjudaginn fullfermi af loðnu. Loðnan veiðist nú fyrir Austur- landi og er því löng sigling með hana hingað, en eins og áður hefur komiðfram í Bæjar- blaðinu mun Víkingur ávallt landa hér heima. Ekki þarf að búast við að mikið verði um að aðrir bátar landi hér eftir að veiðisvæðið færðist austur. Sem kunnugt er eru skuldir Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar mjög miklar og námu þær rúmum milljarði fyrir gengisfelling- una í fyrradag. Bæjarblaðið leitaði til Ingólfs Hrólfssonar, hitaveitu- stjóra og spurði hann hve mikið skuldirnar hækkuðu við gengis- fellinguna? „Við höfum nú ekki reiknað það nákvæmlega ennþá, en svona gróflega reiknað sýnist mér að hækkunin sé um 142 milljónir við þessa gengisfellingu." Hvað þýðir þetta samanborið við tekjur veitunnar? „Þetta eru meira en árstekjur Hitaveitunnar og lætur nærri að hér sé um eins og hálfs árs tekjur að ræða, sem fara í þessa hækkun. Á núverandi verðlagi vatnsins eru árstekjurnar um 90 milljónirkróna." Ingólfur sagðist um þessar mundir vera að taka saman hver munur væri ef lán veitunnar væru með lánskjaravísitölu en ekki í dollurum og myndu niðurstaða þess liggja fyrir fljótlega. Útgerðarfyrírtæki fékk ekki að færa kvóta á milli báta sinna: Færðu mannskapinn með kaffi, sápu og sjampó milli bátanna 'Bjcvm ^3««-. 8*/. <0^ Akurnesingar Eflum eigin atvinnuvegi Kaupum allar vörur og þjónustu sem möguleiki er á í heimabyggð Gamlar myndir og minningabrot 13 Á myndinni eru: Efri röð fr.v.: Þóroddur Oddgeirsson á Svalbarða, Halldór Jónsson á Hofi, Sig- urbjörn Jónsson í Tjörn (Tjarnarhúsum) og Ingvar Árnason í Ráðagerði. Neðri röð fr.v.: Karl Ben- ediktsson í Skuld, Júlía Helgadóttir í Lykkju, Ingileif Ólafsdóttir í Halidórshúsi (kennarinn), Sigurjóna Bær- ingsdóttir (sem var hér um tíma með móður sinni og bjó í Sóleyjartungu) og Guðmundur Benediktsson í Skuld. Bestu þakkirtil þeirra, sem upplýsingar veittu. í síðasta þætti birtum við mynd af ungu námsfólki með kennara sínum. Þar var um að ræða nemendur Ingileifar Ólafsdóttur í Halldórshúsi (Vesturgötu 31), en Ingileif fékkst eitthvað við kennslu yngri barna til undirbúnings hinu eiginlega skólanámi, sem í þá tíð hófst við 10 ára aldur. Myndin mun trúlega tekin veturinn 1916-’17 og af Árna Böðvarssyni Ijósmynd- ara. Að þessu sinni leitum við eftir upplýsingum um nöfn föngulegra ungmeyja, sem stillt hafa sér upp með kennara sínum (lengst til einhverjir geta hjálpað til með upplýsingar, sem eins og fyrr má koma annaðhvort til ritstjórnar blaðsins (s. 2974) eða Gunnlaugs Har- aldssonar safnvarðar (s. 1255 og 2304). hægri í aftari röð). Neðst á myndina hefur verið skrifað: „Húsmæðranámskeiðið á Akranesi 1926.“ Prentist myndin vel, munu ugglaust

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.