Bæjarblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 3
Hið sanna Ijós Jólahugvekja eftir sr. Björn Jónsson Jóh. 1.1-14 Jólin eru í nánd. Einmitt nú er jólaannríkið að ná hámarki. Paðfer ekkiframhjá neinum, efvið aðeins höfum opin augu og eyru. Jólaljósunum hefirsífellt verið að fjölga undanfarnar vikur. Aðventukransar, aðventustjörnur og aðventu- Ijós, Ijósaskreytingar yfir verslunargötur, Ijósaraðir ásvölum, Ijósíkirkju- görðum, kerta og perusala ífullum gangi—og síðast en ekki síst—Ijósum prídd jólatré á torgum bæjanna. Já, og síðastliðinn sunnudag var einmitt kveikt á stóra jólatrénu á Akratorgi, með viðeigandi tilfœringum, ræðu- höldum, lúðrablæstri og jólasveinum. Öll þessi Ijós gleðja okkur því meir vegna þess, að jólahátíðina ber ein- mitt upp á þá daga ársins, sem dimmastir eru. Oft heyrist líka um það rætt að jólaljósin og jólaamstrið stytti skammdegið og geri mönnum léttara í skapi, einmittþegar dimman er hvað lengst og drunginn mestur. Án efa er talsverður sannleikur í slíkri staðhæfingu. En hitt er vert að hugleiða hvort öll þessi Ijósadýrð hafi einhverja merkingu fyrir okkur aðra en þá, að gefa okkur gleði á meðan stystur er sólargangur. „Hið sanna Ijós, sem upplýsir hvern mann, var að koma íheiminn“ seg- ir í jólaguðspjalli Jóhannesar, sem vitnað er til í upphafi þessara orða. „Ljósið skín í myrkinu“ segir þar einnig. Ekki er þar átt við svartnætti skammdegisins, heldur við veröld mannsins. Það mun tæpast ofmælt, að þeir tímar, sem við lifum nú, séu tímar böl- sýni og vonleysis. Sjaldan hefir verið spurt áleitnari spurninga umframtíð heims og manns en einmitt nú. Bölsýnið og vonleysið á sér ekki rœtur í Svartagallsrausi trúarleiðtoga. Heimsendir er nú ekki aðeins og fyrst og fremst boðaður af prédikunarstólum kristinna kirkna. Framtíðarfræðing- ar með stafla af framtíðarspám um fólksfjölgun orkuþurrð, fæðuskort, mengun, styrjaldarlíkur, fimbulvetur að afstöðnu kjarnorkustríði o.f. frv., flytja okkur þennan boðskap. Þær erufáar bjartsýnisraddir, sem við heyrum, umframtíð heims og manns. Ósjálfrátt koma þaufram í hugann orðin ífyrsta kapítula fyrstu Mósebókar „Myrkur grúfði yfir djúpinu“. Þeir eru margir sem tjá sigfúsa til að selja hrjáðu mannkyni Ijós. Margir sem segjast eygja vonfyrir manninn. Sú von ergjarnan tengd möguleikum mannsins sjálfs. Trúarlegar hreyfingar af óskyldasta tagi fara víða um lönd. Mannkyn, ekki síst sá hluti þess, sem á lífið framundan, þ.e.a.s. æskan, leitar Ijóss, leitar vonar. Kristnir menn trúa því að LJÓSIÐ — VONIN, sé þegar í heiminn komið. Jesús Kristur, hið sanna Ijós, sem upplýsir hvern mann, kom í heiminn. „Dýrð sé Guði í upphæðum ogfriður á jörðu“ sungu englarnir á Betlehemsvöllum hinafyrstu jólanótt. „Ljósið skín í myrkrinu“. Svo segir guðspjall Jóhennesar. En það segir meira, „Ljósið skín í myrkrinu og myrkrið hefir ekki tekið á móti því. Hann kom til eignar sinnar og hans eigin menn tóku ekki við honum“. Jesús Kristur skírskotar ekkifyrst ogfremst tilfjöldans. Hann mætir ein- staklingnum með Ijós sitt og líf og spyr: Viltu þiggja? Viltu þiggja líf af mínu lífi, Ijós afmínu Ijósi, von ogfrið? Þegar þú kveikir á aðventuljósunum þínum, þegar þú sérð Ijósadýrðina í kringum þig, þegar þú kveikir á jólatrénu þínu, láttu það þá verða þér prédikun um hið sanna Ijós, sem kom í heiminn til þess að lýsa þér, gefa þérfrið, gefa þér von. Láttu það ekki aðeins verða þér styttingu á skamm- deginu, heldur varanlegt Ijós í lífiþínu. „Öllum þeim sem tóku við honum gafhann rétt til að verða Guðs börn“. Sá réttur erþér einniggefinn afkær- leika án skilyrða. Aðeins að þú viljir þiggja. Gjörðu svo vel. Þér eruð Ijós heimsins“ sagði Jesús við þá, sem gengu honum á hönd. Þeir voru það ekki afsjálfum sér, heldur vegna þess, sem hann hafði gefið. Þetta er einnig sagt við þig, sem ert lærisveinn Jesús í dag. Þú ert sendur með Ijós vonar, kærleika og friðar þar sem þú ferð meðal þeirra, sem finnst mykrið umlykja sig og eygja þar von. Þú getur til dæmis látið Ijósið þitt lýsa inn í ósegjanlegan þjáningarheim þúsundanna, sem ekkert sjá annað framundan en hungurdauðann, með því að leggja þinn skerf í söfnunina „Brauð handa hungruðum heimi“, svo að einn möguleiki af mörgum sé nefndur. En gleymdu því aldrei, að því aðeins geta geislarnir þínir orð blessunarvaldar að þeir eigi upptök sín í þeim helga boðskap, sem túlkaður er á svo dýrlegan hátt í þessufagra jólaversi. „Þú helga barn í Betlehem, sem borið varst á jörð. Hún þvær burt synd, þín lífsins lind þig lofar englahjörð, og mönnum boð þau bera, að brátt er sigrað hel þú góður ert og gjöfmín sért, ó, Guð — Immanúel“ Immanúel þýðir: GUÐ MEÐ OSS. „Ljósið skín í myrkrinu“ Mætti hið sanna Ijós, Jesús Kristur, sem á jólunum fæddist, finna sér farveg í hjarta þínu og verða þér gjöfin æðsta og besta — Immanúel. Með honum og í honum átt þú „eilíft Ijós, sem aldrei slokknar“. Hann gefi þér í sínu náðarnafni GLEÐILEG JÓL. Öryggisþjónusta Slökkvilið - Lögregla - Sjúkrabílar Lögreglan sér um akstur sjúkrabíla og út- köll slökkviliðs. Símar á lögreglustöð eru 1166 og 1977. Sérsími slökkviliðs er 2222 en í því númeri er einnig svarað á lögreglu- stöðinni. Sjúkrahús Akraness - Læknavakt Síminn á Sjúkrahúsinu er 2311. Símsvari hefur númerið 2358 og gefur hann upplýs- ingar um lækni á bæjarvakt allan sólar- hringinn. Jóla- og áramótamyndir Bíóhallarinnar Bíóhöllinn veður með fjórar stórmyndir til sýningar um jól og áramót. Þar ber fyrsta að telia Fiör í Ríó (Blame it on Rio), sem svnd verður 21. des. kl. 23.15 og 23. desember 2100 og 23’5. Þetta er frábær grínmynd, sem eins og nafnið bendir til er tekin í hinni glaðværu borg Ríó í Brasilíu. Aðalhlutverk er í höndum þeirra Michael Caine, Joseph Bologna og Michelle Johnson. Á annan dag jóla kl. 1600 verður sýnd myndin GARP (The World according to Garp), er þetta bandarísk stórmynd, sem er gerð eftir metsölubók John Irvings. Er þetta mynd sem hvarvetna hefur verið sýnd við metaðsókn. Aðalhlutverk leika Robin Williams og Mayr Beth Hurt. (Ath. áætlaðar eru fleiri sýningar á myndinni en þessi eina. En rúsínan í pylsuendanum er svo mynd Ágústar Gumundssonar Gullsandur sem verður sýnd á annan í jólum kl. 19.00 og Jóladagbókin 2100 og einnig 27. des. og 28. des. á sama tíma. Um áramótin verður síðan grínmyndin Rauðklædda konan (The Woman in Red) með háðfuglinum Gene Wilder í aðalhlut- verki, og ekki sakar að geta þess að titillag myndarinnar er sungið og samið af Steve Wonder, „I just called to say I love you.“ Semsagt full ástæða til þess að skella sér í þíó um jól og áramót, þar sem á boðstóln- um er eitthvað fyrir alla. Tannlæknar Sjálfvirkir símsvarar gefa upplýsingar á tannlæknastofum bæjarins yfir hátíðirnar. Símanúmar á tannlæknastofunum eru: Tannlæknastofan Kirkjubraut 40 — 1385, Tannlæknastofa Sigursteins Gunnarsson- ar — 2975, Tannlæknastofa Ægis Rafns Ingólfssonar — 2355. Dansleikir í Hótel Akranes Dansleikir í Hótel Akranes verða með svip- uðu sniði og undanfarin ár. Föstudaginn 21. des og laugardaginn 22. des. verða dansleikir frá kl. 22-03. Diskótek. Annan jóladag: Jóladansleikurfrá kl. 22-02. Föstudaginn 28. des og laugardaginn 29. des. Dansleikir frá kl. 22-03. 31. des. Áramótadansleikur. Aldurstak- mark 16 ár. kl. 24.15-04. Lesendum er bent á að dansleikirnir verða auglýstir nánar í götuauglýsingum. Söluskálar Á það skal bent að söluskálarnir og Versl. Traðabakki eru opnar á Aðfangadag og Gamlársdag til kl. 15.00. Ferðir Akraborgar Ferðir Akraborgar um jól og áramót verða sem hér segir: Aðfangadagur: Frá Akranesi kl. 8.30 og 11.30, og frá Reykjavík kl. 10.00og 13.00. Á jóladag verður engin ferð. Annar jóladagur: Frá Akranesi kl. 14.30 og frá Reykjavík kl. 16.00 (Ath. aðeins ein ferð). Gamlársdagur: Frá Akranesi kl. 8.30 og 11.30 og frá Reykjavík kl. 10.00og 13.00. Engin ferð verður á Nýársdag. Messur um jól og áramót Sunnud. 23. des. (Þorláksmessa) Jólasamkoma fyrir börn í kirkjunni og safn- aðarheimilinu kl. 13.30. HátíðarguðsþjónustaáSjúkrahúsinu kl. 16. Aðfangadagur: Aftansöngurkl.18. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. 2. jóladagur: Skírnarguðsþjónusta kl. 13.30. Fimmtudagur 27. des.: Jólavaka á Dvalarheimilinu Höfða í umsjá sóknarprests og kirkjukórs kl. 20.30 Gamlárskvöld: Aftansöngur kl. 18. Nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 (Valdimar Ind- riðason alþingismaður, flyturhátíðarræðu.) (Ath.: Guðsþjónusturnar fara fram í Akra- neskirkju nema annars sé getið.) Frá Skaganesti Opið á aðfangadag og gamlársdag til kl. 15.00. Áannan íjólum verðuropiðkl. 10-12 og 14-01. Skaganesti Gleðileg jól! Við sendum viðskiptavinum okkar innilegar jóla- og nýársóskir. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. 1 BÓKASKEMMAN STEKK JARHOLT 8-10 - SlMI 93-2840

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.