Bæjarblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 4
Breytingar í Bíóhöllinni Helmingi meira pláss í sýningarhléum ingar í Bíóhöllinni, en þar er nú Mannlíf undir Kömbum MANNLÍF GUÐMUNDUR JAKOBSSON Jóhann Jóhannsson við gatið, þar sem sælgætissalan verður. Nú standa yfir talsverðar breyt- unnið að stækkun þess pláss sem gestir Bíóhallarinnar geta sprangað um í sýningarhléum. Sælgætissalan mun á næst- unni bakka nokkur skref og enda niður í kjallara baka til við þann stað sem hún var áður á. Jóhann Jóhannsson forstöðumaður Bíó- hallarinnar sagði að þarna hefði einungis verið geymt eitt og ann- að gamallt drasl til skamms tíma og með því að taka þetta pláss nú undir sælgætissölu og brjóta niður milliveggi myndi skapast helmingi meira pláss í anddyrinu en áður var. Þá verður nú komið fyrir stólum, þar sem áður var fatahengi. Jóhann sagðist vonast til að breytingum þessum yrði lokiðfyrir jól og í síðustu viku var allt útlitfyr- ir að það tækist og vel má vera að breytingunum sé lokið nú þegar þetta birtist. Akurnesingar! Verslum á heimaslóðum Þyrla Landhelgisgæslunnar í æfingum hér Hin nýja þyrla Landhelgisgæsl- unnar TF-SIF var hér við æfingar í síðustu viku. Þyrlan æfði hér lendingar og flugtök úr mismun- andi áttum á þyrluvellinum á Jað- arsbökkum. Suðvestan strekk- ingur var en þrátt fyrir það gekk æfingin að óskum. Þyrlur vekja jafnan mikla athygli og svo var einnig um daginn en fjölda manns dreif þá að til að for- vitnast, enda verða flestir íbúar bæjarins varir við þegar þyrlu ber að, vegna hávaðans frá henni. í þessu tilfelli um daginn dreif að mikinn fjölda skólabarna úr Grundaskóla og hætt er við að einhverjir hafi komið of seint í skólann þann daginn. Þyrluflug- menn láta vel af aðstöðunni hér, en bentu þó lögreglunni á að fjar- lægja þyrfti eina flaggstöng við neðanverðan grasvöllinn, þar hún hindraði þyrluna í flugtaki gegn suðvestanáttinni. Mannlíf undir Kömbum, heitir ný bók sem Reykjaforlagið hefur sent frá sér. Bókin er skrifuð af Guðmundi Jakobssyni, en hann hefur áður skrifað nokkrar bækur, sem allar hafa fjallað um sjómenn og störf þeirra. Nú rær Guðmúnd- ur á ný mið, því í þessari bók tekur hann tali fólk í blómabænum Hveragerði. Það ágæta fólk reyndist kunna á fleiru skil en garðrækt, það á rætur víðsvegar og því varð tíðrætt um æskustöðv arnar og um lífshætti fyrri tíma, við margvíslegar aðstæður. Viðmælendur Guðmundar í bókinni eru þau Aage Michelsen, Axel Magnússon, Hans Gústafs- son, Inga Wíum, IngimarSigurðs- son, Sigríður Björnsdóttir, Sigurð- urSólmundsson Þórður Jóhanns- son. Bókin er sett og prentuð hjá Prentrúnu en Arnarfell annaðist bókband. Mannlíf undir Kömbum er 312 blaðsíður og prýdd fjölda mynda sem tengjast við- mælendum höfundar. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóia og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu sem erað líða. HLril TRYGGINGAR Akranesumboö Garöabraut 2 / Simi 93-2800 Hjá okkur verða til _ milljónamæringará augabnagoi. 15. janúor dregur til tíðinda. Breytist þín von í veruleika? Vinningar i H.H.Í. 1985: 9 á kr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 108 á kr. 100.000; 2.250 á kr. 20.000; 18.855 á kr. 4.000; 113.436 á kr. 2.500. 234 aukavinningar á kr. 15.000. Samtals 135.000 vinningar, kr. 544.320.000 HAPPDRÆTTI HASKÓLA ISLANDS milljón í hverjum mánuöi Skasamenn ! Munió hasstæóu kjörin hjá okkur. Versó velkomin, HÓTEL LOFTLEKNR FLUGLEIDA

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.