Bæjarblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 5

Bæjarblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 5
Peir eiga gott sem fá að menntast Rœtt við Jón Z. Sigríksson um tvenna tíma til sjós og lands Ég vissi ekkert um Jóns nafnið. Þegar ég var að alast upp á Akra- nesi var hann aldrei kallaður ann- að en Zophonías eða Soffi. Því gekk mér illa að finna hann í síma- skránni, þar sem hann skrifar sig Jón Z. Sigríksson. „Vissir þú þetta ekki? Ég er ekki viss hvaðan nafnið er komið, sennilega er það dregið af Soffíu nafninu en ég ákvað að skrifa það uppá þennan máta,“ sagði Soffi þegar þegar ég hafði orð á því hve illa mér gékk að finna nafnið hans í skránni. Ekki ert þú aðfluttur til Akra- ness? „Ja, það fer nú eftir því hvað þú kallar Akranes, ég er fæddur hér inná Krossi, það hét þá Vestri Kross. Faðir minn Sigríkur var sjómaður, en þegar hann var í landi fékkst hann við að binda inn bækur. Móðir mín vann á Akra- nesi við sitthvað sem til féll og gekk á milli. Þegar ég var 9 ára dó faðir minn og við fluttumst niður á Skaga. Ég er yngstur 12 syst- kina. Sigríkur bróðir minn, sem var 14 árum eldri en ég, keypti þá hús með móður okkar, það hét Hjallhús. Það fyrsta sem ég man eftir að ég færi að vinna var þetta sama ár, þá í fiskvinnu hjá Þórði Ásmundssyni. En eftir að skóla- skyldu lauk tók stritið við. Fyrst var ég nokkur ár landmaður á vertíð, til að byrja með það sem kallað var „að fara á stubb.“ Þá fékk maður þann afla sem fékkst á svo lítinn línustubb. Það voru launin. Síðan komst maður á hálf- an hlut og 16 ára gamall var maður kominn á heilan hlut. Auðveldara en erfiðara Næstu tvö árin, eða fram til 1935 var ég svo landmaður á vertíð. Það var auðveldara að komast að sem landmaður en á sjóinn, enda var það margfalt erf- iðara. Við byrjuðum á að bræða gaddfrosna línuna, síðan að beita hana. Koma síðan bjóðunum um borð, taka óbeittu línuna, síðan aflann, hausa fiskinn, fletja hann og salta. Þetta var óskaplegur þrældómur og oft lá mönnum við örmögnun þegar mikill afli barst á land. En menn þraukuðu, um annað var ekki að ræða, það var hreinlega ekki völ á annari vinnu. Það fyrsta sem ég fór á sjóinn, var á línuveiðarann Sæborgu, með Njáli Þórðarsyni skipstjóra. Við vorum á línu yfir veturinn en á síld á sumrin. Árið 1935 fór ég svo á Eldborgu og var um vetur- inn á línu en síðan fórum við á síld næsta sumar og mér er það sér- staklega minnisstætt hve illa fisk- aðist. Það mátti heita dauður sjór fyrir norðan þetta sumar. Um haustið réð ég mig svo á línuveið- arann Ólaf Bjarnason með þeim fræga skipstjóra Bjama Ólafssyni. Það var þá tekjuhæsta skipsrúm á landinu. Mér er það minnistætt, að ég hafði beðið Bjarna um pláss þegar ég var eitthvað 16 ára eða svo, en hann svaraði því til að hann væri búinn að ráða, því miður, sagði hann. Síðan bauð hann mér pláss hjá sér þama um haustið." Sem skipstjóri er Bjami eigin- lega þjóðsagnapersóna hér á Akranesi og jafnvel víðar, hvem- ig var að vera til sjós með honum? „Bjarni Ólafsson kom mér ákaflega vel fyrir sjónir og það var gott að vera með honum. Hann var hugulsamur við okkur undir- menn sína og menn gátu tekið hann sér til fyrirmyndar á mörg- um sviðum. Við unnum mjög mikið en hann hugsaði vel um okkur. Ég man að hann sá til þess að um borð væri sótthreinsandi sápa fyrir áhöfnina og hann gætti þess að við héldum öllu hreinu og fínu um borð. Hann var helvíti harður sjósóknari, afburðaskip- stjóri og alltaf með úrvals mannskap. Enda var eftirsótt að komast í pláss hjá þessum mikla aflamanni. Ég ákvað að fara í Sjómannaskólann haustið 1938, en hafði verið með Bjama á síld um sumarið. Ég man þegar ég gerði upp við hann þama um haustið, þá sagði Bjarni við mig að skilnaði: Ég er ekkert hræddur um að þú verðir fyllibytta, en passaðu þig á kvenfólkinu- Siglt á stríðsárunum Þú sigldir svo á Bretland öll stríðsárin, var það ekki lífs- reynsla? „Jú, vissulega. Jafnvel þótt ég lenti aldrei í neinu, þá var óttinn alltaf fyrir hendi. Bæði sáum við skip farast og fréttum af skipum, sem höfðu verið rétt hjá okkur sem skotin vom niður. Ég byrjaði þessar siglingar með fisk til Bret- lands á ðlafi Bjarnasyni 1939 en fór svo á togarannn Sindra. Hann var þá gerður út frá Hafnarfirði og ég var stýrimaður um borð í sigl- ingatúrunum. Fyrir þetta fékk ég fast kaup og einhverja áhættu- þóknun, sem þó var skítur á priki. Við sigldum svo öll stríðsárin og þó við sæjum oft bæði tundurdufl og kafbáta þá urðum við aldrei fyrir óhöppum. Við vomm meira að segja einu sinni svo lánsamir að bjarga flugmönnum úr sjónum, sem skotnir höfðu verið niður. Fyrir þetta fengu allir í áhöfninni viðurkenningu nema ég. Ég veit ekki hvers vegna mér var sleppt, kannski vegna þess að ég var eini komminn um borð, það má vera. En það var hættuspil að sigla á þessum ámm, eftir að búið var að dreifa tundurduflum um allan sjó. Við vorum með hríðskotabyssu um borð og með henni áttum við að skjóta á tundurdufl sem við sæjum og sprengja þau. Það gekk nú alla vega. Ef vont var í sjóinn þá sá maður hreinlega ekki duflin og þetta var svo sem engin skemmtisigling. Það var oft óhug- ur í manni að leggja af stað í sigl- ingu eftir að hafa heyrt fréttir um að svo og svo mörg skip hefðu ver- ið skotin niður á því svæði sem við áttum að sigla um. Og enda þótt menn létu á engu bera, þá hygg ég nú að hver hafi hugsað sitt þegar við vomm að sigla í gegnu fljót- andi brak af skipum sem skotin höfðu verið niður. Þó er það nú oftast svo að maður skynjar hætt- una best eftir á, maður var ekki hræddur meðan á þessu stóð. Að- standendur sem biðu heima hafa eflaust verið mun hræddari." Hvað er trú? Hvemig var að koma til Eng- lands á þessum ámm? „Við sigldum til Fletwood og þangað var ágætt að koma. Ég varð ekki var við mikla stríðs- hræðslu hjá fólki, manni virtist mannlífið ganga sinn vana gang. Að vísu kom það fyrir að loft- vamamerki væru gefin og þeim hlýddi hver maður. Það var knappt um flest og skömmtun í Englandi á stríðsámnum. Og þótt við væram að flytja fólki matvæli þá nutum við engra sérréttinda. Þarna kynntist maður bjórsiðum Breta og síðan hef ég verið á móti bjór. Fyrst að éggat vanistáhann, hvað þá með aðra.“ Margir segja að sjómenn séu hjátrúafyllri en annað fólk og einnig að sjómenn séu mjög trú- aðir, hvað með þig? „Ef þú ert að leita eftir því hvort mér hafi verið á móti skapi að hefja vertíð á mánudegi og annað því um líkt, þá hefur slíkt aldrei snert mig. Ég veit að margir sjómenn em hjátrúarfullir en að þeir séu eitthvað trúaðri en annað fólk, þess hef ég ekki orðið var. Svo má líka spyrja hvað er trú? Ég tel mig kunna kristin fræði ágæt- lega vel og ég er trúaður. En ég trúi ekki því sem okkur er kennt í kristnum fræðum. Ég trúi því að Jesú hafi verið til og að hann hafi verið vitur maður. En að hann hann hafi verið eingetinn og ann- að í þeim dúr, það gef ég lítið fyrir. Ég trúi hinsvegar á það góða í manninum. Aftur á móti hef ég trú á draumum. Mig hefur oft dreymt fyrir daglátum. Ég hef reynt að ráða mína drauma sjálfur og það hefur oft komið fram, sem mig hefur dreymt fyrir. Ég held að alltof margir hugsi ekkert út í sína drauma. Það er ekki fyrr en mað- ur fer að velta þeim fyrir sér að þetta kemur fram.“ Hagmælska á undanhaldi Sigríkur bróðir þinn var kunnur hagyrðingur hér á Akranesi, hvað með þig? „Ég er ekki hagyrðingur í þess orðs besta skilningi. En eins og svo margir hef ég sett saman vísur Viltu leyfa mér að heyra eina eða tvær? „Ég get gert það. Þeir Dalli í Geirmundarbæ og Guðmundur í Melkoti vom einhverju sinni að ræða það hver væri skáld og hver ekki. Ég sagði þá: íslensku þjóðinni er borið í blóð, Braga slóðir að kanna, en skáldið eitt getur skapað Ijóð, sem sker inní hugi manna. Ég hef um árabil unnið í Sem- entsverksmiðjunni, þar sem oft er hávaði og gauragangur þegar ofn- stopp er. Eg hef alla tíð haft yndi af laxveiðum og útivera. Ein- hverju sinni þegar mikið gekk á við ofnhreinsun varð mér að orði: Munur er á því til fjallafrjáls aðfiska í vötnum og straumi, eða ráfa inní ofni með rykugan háls í rammefldum slaghamraglaumi. Heldurðu að hagmælska sé á undanhaldi, vísan eigi undir högg að sækja? „Það er sorgleg staðreynd, að fólk innan við þrítugt, lærir ekki vísur. Þegar ég var að alast upp þótti það ekkert tiltöku mál að fólk lærði vísu af því að heyra hana einu sinni. Þetta er löngu lið- in tíð. Ég held að atómskáld- skapurinn hafi sljóvgað brageyra íslendinga, þess vegna óttast ég um framtíð vísunnar.“ Nú ertu að verða sjötugur og segist hætta í Sementsverksmiðj- unni um áramótin, hvað ætlar þú að taka þér fyrir hendur? „Ég er svo heppinn að eiga mér viðamikið tómstundastarf, sem er bókband. Ég á mörg góð áhöld og hef verið að dunda við það í tóm- stundum mínum að binda inn. Að því ætla ég að snúa mér og verð al- veg tilbúinn að liðsinna fólki í þeim efnum þegar nógur tími verður til þess.“ Svona í lokinn Soffi, hvað myndir þú gera ef þú værir ungur maður í dag? “Því er fljót svarað, ég myndi ganga menntaveginn. Ég er ekki öfundsjúkur maður og hef aldrei verið, en það skal ég játa að ég öfunda þá sem eiga þess kost að mennta sig. -S.dór o Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla árs og friöar. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Brunabótafélag íslands umboósmenn um land allt.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.