Bæjarblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 8

Bæjarblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 8
„Við þurftum að kalla á jólasveininn - og þá kom hann“ Bæjarblaðið í heimsókn á leikskólann við Skarðsbraut Það stóð yfir „drekkutími, “ eins og börnin á leikskólanum nefna það sem eldra fólkið nefnir kaffitíma, Þegarég leit í heimsókn á leikskólann við Skarðsbraut í síðustu viku. Tilgangurferðarinnar í leikskólann var að spjalla við börnin þar um lífið og tilveruna og þá einkum jólin og undirbúning þeirra. Við skelltum á hringborðsumræðum, eins og þeir eldri gera gjarnan, þegar alvarleg mál eru til umræðu. Þátttakendur auk spyrjanda voru þau Valur 4 ára, Sigga Ósk 5 ára, Siggi 4 ára, Hafdís 5 ára, Matthías 4 ára, Guðni Kristinn 5 ára og Svava 4 ára. Við hefjum umræðuna um jólin og jólahaldið og ég byrja á því að spyrja hvers vegna við höldum jól? Ég reyni aö snúa mig út úr spurningaflóðinu, þaö var jú til- gangurinn að spyrja krakkana. - Hvaö gerið þið hér á leikskólanum fram aðjólum? „Við föndrum," segir Sigga og Guðni bætir við: „Við gerðum skó til að setja í glugga og hjörtu og klippum bara svona.“ Svo fylgja á eftir frásagnir af því hvað hver og einn fékk í skóinn. Einn fékk smjattpattabók og einn svona jólasveinasúkku- laðikarl. að stríða mér og sagði að hann héti snúrustaur," sagði einn við- mælandinn og hló. Gefa jólasveinarnir alltaf í skó- inn - jafnvel þegar þið eruð óþæg? „Já,“ segja þau flest - „en ég held þeir labbi bara framhjá hús- inu ef maður fer seint að sofa,“ sagði þá einn viðmælandinn al- varlegur á svip. Gefa þeir bara nammi? „Já mest, en stundum bækur og dót.“ Þátttakendur í umræðunum. Frá vinstri: Svala, Nlatthías, Guðni Kristinn, Sigurður, Sigga Ósk, Hafdís og Valur. Það er ekki laust við að við- mælendur mínir verði hissa. - Veit hann það ekki? - Auðvitað vegna þess að Jesú fæddist þá, það er afmælið hans, segja þau og grípa hvert fram í fyrir öðru. Ég sé að svona barnalegar spurning- ar eiga ekki vð hér, hérna er greinilega á ferðinni fólk sem veit sitt af hverju. Ég spyr hvort þau séu byrjuð að undirbúa jólin? „Já, já“ segir Siggi,“ það er ver- ið að mála herbergið mitt,“ - „já og stofuna hjá mér,“ segir annar og í kjölfarið fylgir fjöldinn allur af málningarsögum. - Af hverju er verið að mála svona mikið núna, spyr ég. - Og enn vekur spurning mín undrun viðmælendanna. - „Auðvitað til þess að það verði allt fínt á jólunum," er svarið að sjálf- sögðu. Nú eru græjur spyrjandans farnar að vekja athygli. - „Hvað er þetta,“ spyr Matthías. - „Segul- band,“ svara ég. - „En þetta?" segir Hafdís og bendir á mynda- vélina. - Ég svara því. - „Til hvers eru þessi blöð“ - „Til að skrifa hjá mér það sem þið segið," svara ég. - „Hvar er þá Bæjarblaðið, á þetta ekki að koma í því?“ - Ég útskýri ganga mála og segi þeim að þetta birtist í Bæjarblaðinu eftir eina viku og það finnst þeim allt of langurtími. En þessir jólasveinar. Hvað hét sá fyrsti? „Stekkjastaur," var svarað ein- um rómi. - „Frændi minn var nú En hvaðan koma allir þessir jólasveinar? „Úr Akrafjalli," segja þau flest, en Valur er á öðru máli: „Þeir Falleg bírta Ijúf áhríf Hver kannast ekki við gömlu, góðu olíuluktirnar? Þærgefa fallega birtu og hafa Ijúf áhrif á umhverfi sitt. í heimahúsi, sumarbústað, - eða hvar sem er. Eigum nú fjölbreytt úrval af vönduðum olíuluktum í gamla stílnum, stórar sem smáar. n Guðni Kristinn Sigurður Gleðileg jól Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Haraldur Böðvarsson & Co hf. Akranesi koma ekkert úr Akrafjallinu, þeir koma úrfjöllum miklu lengra." Um þetta spinnast miklar umræður og að lokum er sætst á að þeir hljóti að koma úr Akrafjalli, annars væri svo langt að labba. „Pabbi minn ætlar að keyra jólasveinum á dráttarvél,“ segir Siggi. „Það er á laugardaginn á torginu," bætir hann við. Ég spyr því hvort þau fari ekki öll á torgið á laugardaginn? Jú þau ætluðu öll nema einn. Hann Guðni sagðist ekki ætla. Af hverju, spyr ég. „Ég bara nenni því ekki“ og þar með var það af- greitt. En verða ekki „Litlu jólin" á leik- skólanum? „Jú og það kemur jólasveinn, bara einn jólasveinn og við verð- um oft að kalla á hann,“ segja þau. „í fyrra þurftum við að kalla oft á hann og svo heyrði hann í okkurog kom bara,“ sagði Sigga, og hún var greinilega undrandi á áhrifamætti hrópanna. Fáið þið mikið af jólagjöfum? „Já“ segir Svala og hin taka undir. Hvað langar ykkur helst að fá í jólagjöf? „Tölvuspil," segir Valur og Matthias segist vilja tölvuspil líka og sama segir Svala. - Vilja þá allir tölvuspil, spyr ég. „Ég vil fá Playmobát," segir Siggi og Hafdís segist vilja dúkku." Ég hugsa að ég mundi nú vilja lítinn fjarstýrðan jeppa,“ segir Guðni og þá snýst óskalist- inn hjá strákunum til samræmis við þá ósk. Síðan koma óskir um járnbrautalestir sem heyrist í „svona dú,dú.“ Við ræðum um járnbrautalestir og krakkarnir Svala upplýsa mig um það að hér á ís- landi séu engar alvöru járnbrauta- lestir. Þærséu bara í útlöndum og þær flytji fólk. „Tókstu þetta allt upp á þetta skrítna segulband, allt sem við vorum að segja. Voðalega er þetta skrítið segulband, það er svo lítið að þetta kemst ekki fyrir á því.“ Athugasemdirnar eru margar, þegar ég geri mig líkleg- an til brottfarar. „Drekkutíminn“ er búinn og allir búnir með nestið sitt sem samanstóð af svala eða kak- ómjólk, brauði og kexi. Siggi á þó eftir hálfa brauðsneið og hann og Guðni íhuga hvort hann eigi að klára, en Siggi segist bara setja hana í nestisboxið aftur. Ég stilli þeim upptil myndatöku. - „Af hverju heyrist svona [ myndavélinni?" spurningar halda áfram en ég þakka fyrir mig og kveð þessa hressu krakka um leið og ég spyr hvort þau hlakki mikið til jólanna? Við þeirri spurningu kom samhljóma svar hjá öllum. Eitt allsherjar JÁ. - hb.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.