Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 25
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 25 3. mynd. Myndavéladróninn DJI Phantom 4 Pro+ ásamt fjarstýringu. – DJI Phantom 4 Pro+ drone and remote control. Ljósm./ Photo: DJI. 30 m þar sem sú fjarlægð er talin fyrir- byggja áhrif á flestar tegundir fugla,48,49 en miðað var við að taka allt myndefni í 50 m fjarlægð frá eyjunni vegna óvissu um viðbrögð fugla eyjunnar við nær- veru drónans. Drónanum var alls flogið tvisvar frá bátnum að eyjunni, en yfir- flug (frá norðri til suðurs) voru fjögur talsins (2. mynd). Einn hreyfill drónans laskaðist við lendingu á bátnum eftir aðra ferðina. Smávægilegt tjón varð á hreyfilshöldu, og þar sem varahlutur var ekki meðferðis reyndist ekki unnt að ljúka myndatökum af allri eyjunni eins og stefnt var að. Aðeins náðist að mynda þekju (lárétt yfirborð) hennar. Því var siglt í kringum eyjuna og bjargið myndað í um 50 m fjarlægð með DSLR- -myndavélum með aðdráttarlinsu. Setur ritna og fýla voru talin. Ritur voru flokk- aðar í tvo hópa, annars vegar þær sem lágu á hreiðri og hins vegar þær sem stóðu á syllum. Öll sjáanleg svartfugla- bæli voru mynduð sérstaklega. tækjAbúNAður Dróni af gerðinni DJI Phantom 4 Pro+ (DJI Technology Co., Shenzhen, Kína) var notaður við myndatökurnar (mesta lengd 350 mm, þyngd 1380 g, flugtími um 30 mínútur, mesti flug- hraði 20 m/s, drægni fjarstýringar 7 km, mesta vindþol ~ 10 m/s) (3. mynd). Dróninn er búinn innbyggðri myndavél með 20 megapixla CMOS-myndflögu (ISO 12800, ljósop linsu F/2,8-11), og getur tekið upp 4K 60P-myndskeið. Hljóð frá drónanum er um 77 db í 1 m hæð/fjarlægð. Við myndatökur af bjargi eyjunnar var notast við myndavél af gerðinni Canon 7 Mark II (20.2 megapixla APS-C CMOS- -myndflaga) með linsunum Canon EF 100-400mm f/4.5-5.6L IS II USM og Canon EF 16-35mm f/4L IS USM. úrviNNslA Súlusetur á þekju Eldeyjar voru talin af stillum úr myndböndum drónans. Allar myndir voru teknar í 90° lóðlínu við þekjuna. Þekjunni var skipt í 20 fláka til að einfalda talningu (4. mynd A). Fuglar og setur í bjargi eyjunnar voru talin af ljósmyndum teknum á DSLR-myndavélar. Bjarginu var skipt í sjö snið og ljósmyndir flokkaðar eftir því innan hvaða sniðs þær lentu. Myndvinnsluforritið GIMP (útgáfa 2.10.0, GNU Image Manipulation Program Development Team, http:// www.gimp.org/) var notað til að afmarka snið, skrá inn ljósmyndir og merkja talin svæði. Við talningu var nýtt myndvinnsluforritið ImageJ af útgáfu 1.51u (National Institutes of Health, Bethesda, MD, USA, http://rsbweb.nih. 4. mynd A. Þekju Eldeyjar var skipt upp í 20 fláka til að einfalda talningu. B. Fláki númer 8 afmarkaður og tilbúinn til talningar. – A. The top of Eldey was divided into 20 polygons to make counting easier. B. Polygon number 8 ready for counting. Ljósm./Photo: Sindri Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.