Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 66
Náttúrufræðingurinn
66
SKÝRSLA STJÓRNAR HINS
ÍSLENSKA NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAGS
Á AÐALFUNDI 25. FEBRÚAR 2019
SKIPUN STJÓRNAR
Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags var haldinn
í Öskju, Háskóla Íslands, hinn 26. febrúar 2018, að loknu
fræðsluerindi Guðbjargar Ástu Ólafsdóttur sem bar heitið
„Þorskur í þúsund ár. Vistfræði sjávar byggð á fornum
þorskbeinum.“
Kjörtímabil fjögurra stjórnarmanna rann út á aðalfund-
inum. Þetta voru Árni Hjartarson, formaður, Hafdís Hanna
Ægisdóttir, varaformaður, Ester Rut Unnsteinsdóttir, gjald-
keri og Jóhann Þórsson, félagsvörður. Auk þess óskaði Hilmar
Malmquist eftir því að láta af stjórnarsetu, eftir eitt ár frá kjöri.
Árni Hjartarson gaf ekki kost á sér til endurkjörs sem for-
maður. Í hans stað var Ester Rut Unnsteinsdóttir kjörin for-
maður en á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega lögum
samkvæmt. Í stað Hilmars Malmquists var Hrefna Sigur-
jónsdóttir kjörin til eins árs. Jóhann Þórsson gaf kost á sér
til endurkjörs og var kjörinn til tveggja ára ásamt nýliðunum
Sveinborgu Hlíf Gunnarsdóttur og Steinþóri Níelssyni, jarð-
fræðingum hjá Íslenskum orkurannsóknum. Skoðunarmenn
reikninga voru kjörin þau Þóroddur Þóroddsson og Freydís
Vigfúsdóttir.
Á fyrsta stjórnarfundi starfsársins skipti stjórnin með
sér verkum, öðrum en formannsstarfinu. Stjórnin var því
þannig skipuð á starfsárinu 2018: Ester Rut Unnsteinsdóttir
formaður, Hrefna Sigurjónsdóttir varaformaður, Margrét
Hugadóttir ritari, Steinþór Níelsson gjaldkeri, Sveinborg Hlíf
Gunnarsdóttir fræðslustjóri, Jóhann Þórsson félagsvörður og
Bryndís Marteinsdóttir meðstjórnandi.
STJÓRNARFUNDIR
Frá síðasta aðalfundi hefur stjórn haldið 10 reglulega
stjórnarfundi, oftast nær í húsnæði Náttúruminjasafns
Íslands í Loftskeytastöðinni gömlu á Melunum. Einn óhefð-
bundinn fundur var haldinn á öðrum vettvangi. Var þá farið
í svokallaða SVÓT-greiningu og mörkuð stefna fyrir stjórn
til að efla félagið. Einn stjórnarfundur var haldinn í húsnæði
Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti.
FÉLAGSMENN
Á aðalfundi félagsins 26. febrúar bættist einn félagi á lista
heiðursfélaga HÍN: Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor við
Háskóla Íslands.
Fjöldi félagsmanna stóð í stað á árinu 2018. Þeir voru 1.161
í árslok 2018 og fækkaði um tvo frá fyrra ári. Nýir félagar voru
20 en 22 hættu – þar af létust 10. Félagatalið hefur verið að
sveiflast í kringum 1.200 allt frá aldamótum. Ljóst er að fara
þarf í kröftugt átak til að laða fólk að félaginu og fá það til
inngöngu.
FRÆÐSLUERINDI
Fræðslufundir félagsins voru haldnir í stofu 132 í Öskju,
Háskóla Íslands. Frá síðasta aðalfundi hafa verið haldnir sex
fundir en erindi sem stefnt var að í september og október féllu
niður. Aðsókn á þessa fundi hefur farið dvínandi með árunum.
Til stóð að halda málþing í stað fræðsluerinda í haust en því
var frestað fram á vorið. Eftirfarandi erindi voru haldin:
25. febrúar: Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir. Þorskur í þús-
und ár. Vistfræði sjávar byggð á fornum þorskbeinum.
26. mars: Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir. CarbFix. Stein-
renning koldíoxíðs og brennisteinsvetnis í basalti.
Náttúrufræðingurinn 89 (1–2), bls. 66–68, 2019