Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.07.2012, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 19.07.2012, Blaðsíða 2
Dagana 17.-19. júlí eru 385 ár liðin frá Tyrkjaráninu. Í tilefni af því verður boðið upp á sögugöngu á morgun, fimmtudaginn 19. júlí, um slóðir Tyrkjaránsins sem lýkur með dagskrá við Skansinn. Sameinast verður í bíla við Safna - húsið kl. 18:00. Þeir sem tök hafa á eru vinsamlegast beðnir um að mæta þá og taka með sér farþega. Bílstjórum verður ekið að Brimurð að dagskrá lokinni til að sækja bíla sína. Lagt verður af stað úr Brimurð kl. 18:15 og gengið sem leið liggur niður á Skansinn. Staldrað verður við á nokkrum stöðum og Ragnar Óskarsson, kennari, lýsir atburða - rásinni þessa þrjá örlagaríku daga. Kl. 19:30 hefst dagskrá við Skans - inn. Þar munu börn af leiklistar - námskeiði Leikfélags Vestmanna - eyja flytja stuttan leikþátt, byggðan á sögu Tyrkjaránsins. Þá verður flutt stutt frásögn sr. Ólafs Egilssonar af atburðarás daganna og nöfn hertekinna lesin upp. Dagskránni lýkur með sama hætti og Tyrkir yfirgáfu Eyjarnar – með öflugu fallbyssuskoti. Boðið verður upp á súpu og brauð. Dagskránni lýkur kl. 20:00. Dagskráin er styrkt af Menningar - ráði Suðurlands. Sögusetrið 1627. Sunnudaginn 15.júlí var frumsýn- ing á einleiknum Gestaboð Hall - gerðar, á Sögusetrinu á Hvolsvelli. Hlín Agnarsdóttir skrifar leikinn og leikstýrir en Elva Ósk Ólafsdóttir leikur sjálfa Hallgerði sem í þetta sinn rekur menningartengda ferða - þjónustu á Hlíðarenda ásamt manni sínum, hrossabóndanum Gunnari. Sjálf er Hallgerður listakona sem hefur sérhæft sig í að búa til list - muni upp úr Njálssögu úr alls kyns hári og köðlum. Gunnar sendir á hana óvæntan gestahóp á Hlíðar - enda og hún verður að redda veitingum og sendir vinnumann sinn Melkó til að kaupa Ritzkex og Kirkjubæjarcamembert. Á meðan hefur hún ofan af fyrir gestunum með því að segja þeim sögur af skrautlegu lífi sínu. „Við frumsýndum á sunnudag fyrir fullu húsi. Þetta er Hallgerður í dag en það er margt líkt með lífi hennar og Hallgerðar langbrókar,“ sagði Elva Ósk þegar Fréttir heyrðu í henni. „Hlín fer ofan í Njálu og vísar í setningar þaðan og svo hafa margir skrifað bækur um Njálu og hún styðst einnig við ýmislegt þaðan. Hallgerður er mjög áhuga - verð kona, margir hafa fellt dóma yfir henni og þeir ekki allir rétt látir. Hlín kemur með nýja sýn á þessa sögu og þess vegna er mjög áhugavert að takast á við þetta verkefni.“ Hvernig er að takast á við einleik? „Það er allt annað form en ég hef fengist við og svolítið eins og að henda sér út í djúpu laugina. Ég hefði ekki viljað takast á við þetta fyrir tíu árum en held að þetta sé alveg rétti tíminn. Ég held líka að allir leikarar hafi gott af því að takast á við þetta. Mér finnst vel við hæfi að sýna þetta á Sögusetr - inu á Hvolsvelli í næsta nágrenni við sögusvið atburðanna. Ég hef verið að glugga í Njálu og ég held að höfundurinn hafi ekki verið tengdur Fljótshlíðinni því þar er aldrei minnst á Vestmannaeyjar. Útsýnið yfir til Eyja í þessari veðurblíðu er engu líkt. Ég vonast til að sjá sem flesta og alveg tilval- ið fyrir Eyjafólk að droppa við og detta inn á Gestaboð Hallgerðar,“ sagði Elva Ósk sem tengist Eyjunum órjúfanlegum böndum. Gestaboð Hallgerðar verður sýnt um helgar á Sögusetrinu í allt sumar og nánari upplýsingar um sýningar eru á vefslóðinni njala.is Sýningin tekur um klukkustund í flutningi. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. ° °2 Fréttir / Fimmtudagur 19. júlí 2012 Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Guðbjörg Sigurgeirsdóttir og Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðars - son & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent . Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, Ísjakanum, Kjarval og Skýlinu í Friðarhöfn.. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Jón Pétursson: Þjóðhátíð Vest - manna eyja Nú fer senn að líða að þjóðhátíð sem er eins og við öll vitum, okkar stærsta hátíð á sumr - inu. Fáar úti- hátíðir eiga sér eins sögu - legar rætur og í augum okkar Eyjamanna er þetta dýrmæt - ur arfur sem öllum þykir vænt um og vilja vernda. Þjóðhátíð er fjölskylduhátíð þar sem Herj - ólfs dalur er prýddur fallegum skreytingum, tjöldum slegið upp og gleðin látin ríkja. En með þjóðhátíð, eins og öllum öðrum hátíðum, birtist áfengisaustur og óregla sem engum er holl. Fjölskyldu- og tómstundaráð, sem fer með hlutverk barnaverndarnefndar, vill brýna fyrir foreldrum barna yngri en 18 ára, að heimila þeim ekki að fara á útihátíð án fylgdar og eftirlits lögráða og ábyrgs aðila. Ráðið beinir því til foreldra og forsvarsmanna Þjóðhátíðar Vestmannaeyja að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að ólögráða börn (undir 18 ára) komi ein og eftirlitslaus á þjó ð - hátíð. Þjóðhátíð Vestmanna eyja er líklega sú hátíð sem ber af hvað snertir vöndun og stemm - ingu og vonandi á hróður Eyjanna eftir að aukast enn fyrir verkan hennar. Eigum gleðilega þjóðhátíð. F.h. fjölskyldu- og tóm - stundaráðs, Jón Pétursson framkvæmdastjóri. Milljónatjón á veiðarfærum Um klukkan hálf sex síðdegis á mánudaginn var slökkviliðið kallað út vegna elds í veiðar- færum inni á Eiði, norðan við Skipalyftuna. Um var að ræða veiðarfæri í eigu Ísfélags Vestmannaeyja en þegar að var komið, var mikill eldur og náðu eldtungurnar marga metra upp í loftið. Slökkvistarf tók nokkurn tíma. Ekki liggur fyrir hver eldsupp- tökin eru en margt bendir til íkveikju. Þá liggur ekki endan - lega fyrir hversu mikið tjónið er en það skiptir milljónum. Steingrímur J. Sigfússon, sjávar - útvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tekið ákvörðun um heildar - afla á næsta fiskveiðiári 2012 til 2013. Aukning aflamarks er í þorski, gullkarfa, löngu og fleiri teg undum en samdráttur til að mynda í ýsu, steinbít og skötusel. Leyfilegur heildarafli á fisk - veiðiárinu 2012 til 2013. Þorskur 195.400 tonn, gullkarfi 45.000 tonn, djúpkarfi 10.000 tonn, ýsa 36.000 tonn, ufsi 50.000 tonn, grálúða 14.700 tonn, steinbít ur 8.500 tonn, skrápflúra 200 tonn, skarkoli 6.500 tonn, sandkoli 800 tonn, keila 6.400 tonn, langa 11.500 tonn, þykkva - lúra 1.400 tonn, skötuselur 1.800 tonn, langlúra 1.100 tonn, humar 1.900 tonn, Íslensk sumargotsíld 64.000 tonn. Eyjamenn hafa verið stórir í ýsu undanfarin ár. Minni ýsukvóti bitnar hart á Vestmannaeyjum en það er mat ráðuneytisins að þrátt fyrir þann samdrátt megi gera ráð fyrir nálægt 10 milljarða verð - mætisaukningu í heild. „Það er búið að rigna 1,2 mm það sem af er júlí, það er sama sem ekki neitt. Það telur lítið í jarðveg- inum og dauðir blettir alltaf að stækka. Þetta er mjög óvenjulegt,“ sagði Óskar Sigursson, veðurat - hugunarmaður í Stórhöfða þegar Fréttir ræddu við hann um tíðarfar- ið á miðvikudagsmorgun. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir á vefsíðu sinni http://www.trj. blog.is að úrkoma á Stórhöfða sé venjulega 50 mm á fyrstu 17 dögum júlímánaðar og saman- burðurinn segir heilmikið til um stöðuna. „Stillan er líka óvenjuleg, þrátt fyrir austan rok þann 8. júní, fór þá upp í 25 metra á sekúndu í Stór - höfða. Síðan þá hefur verið góð - viðrasamt. Það er notalegt að hafa stillur og annað veðurfarslegt við - mót,“ sagði Óskar og var því næst spurður hvort ekki væri von á rigningu og roki næstu daga. „Það er farið að draga úr vind- spánni fyrir laugardag, að minnsta kosti ekki spáð eins hvössu sam - kvæmt nýjustu tölvuspám. Það er gott að fá smá rigningu og svo spáir norðanátt í næstu viku en það getur auðvitað breyst. Jörðin er orðin gegnþurr og það þarf tölu- verða rigningu til að bleyta í jarð - veginum. En það styttist í haustið og við erum búnir að kveikja á vitanum, þetta hefur allt sinn gang,“ sagði Óskar og það eru orð að sönnu. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. GAMAN Í SUNDI Þau kunnu að meta það að slappa af í heita pottinum í sundlaugargarðinum. ELVA ÓSK í hlutverki Hallgerðar, stödd í Fljótshlíðinni. - Stóri Dímon og Vestmannaeyjar í baksýn. Sögusetrið Hvolsvelli - Gestaboð Hallgerðar - Elva Ósk leikur hana: Tilvalið fyrir Eyjafólk að droppa við Fiskveiðiárið 2012 - 2013: Mun minni ýsukvóti Sögusetrið 1627 -Tyrkjaránsdagar 17. til 19. júlí: Boðið til sögugöngu og leik dagskrár Notalegt að hafa stillurnar -Óskar í Stórhöfða - Mjög óvenjulegt veður - Nær engin úrkoma í júlí

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.