Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 17. apríl 2013
°
°
Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og
annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549.
Ritstjóri: Júlíus Ingason - julius@eyjafrettir.is.
Blaðamenn: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is.
og Sæþór Þorbjarnarson. - sathor@eyjafrettir.is.
Ábyrgðarmenn: Júlíus Ingason og Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent.
Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn.
Aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47,
Vestmannaeyjum.
Símar: 481 1300 og 481 3310.
Netfang: frettir@eyjafrettir.is.
Veffang: www.eyjafrettir.is
EYJAFRÉTTIR koma út alla miðvikudaga. Blaðið er
selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum,
Toppn um, Vöruval, Herjólfi, Flughafnar versluninni,
Krónunni, Ísjakanum, Kjarval og Skýlinu.
EYJAFRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum.
EYJAFRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar-
og héraðsfréttablaða.
FRÉTTIREYJA
Herkvaðning:
Skegg
æskilegt
- en ekki skilyrði
Það verður mikið um að vera á
sumar daginn fyrsta þegar m.a.
verður minnst kapteins August von
Kohl sem var sýslumaður í Vest -
mannaeyjum frá 1853 til 1860.
Hann hafði veg og vanda af stofnun
Herfylkingarinnar og náði að vekja
Eyjamenn af þeim doða sem hér
ríkti á nítjándu öldinni.
Af því tilefni hefur verið send út
herkvaðning því endurvekja á Her -
fylk inguna. Vantar tíu gjörvulega
menn í verkið. Þeir þurfa að vera
yfir 167,5 sm á hæð og ekki yfir
1,94 sm, vera á milli 58,5 og 108
kíló og geta gengið a.m.k. 500
metra án hvíldar. Þeir þurfa að geta
gengið í sæmilegum takti og
hræðast ekki fallbyssuskot. Ekki er
verra að þeir hafi myndarlegt skegg,
helst yfirvaraskegg og geti verið
edrú þennan dag.
Þeir sem ætla að svara kallinu hafi
samband við Helgu Hallbergs -
dóttur, safnvörð.
Fyrsta degi
sumars
frestað
:: Hátíðahöldin
sameinuð Lunda -
komuhátíðinni
Um helgina verður í fyrsta sinn
haldin Lundakomuhátíð með mynd -
ar legri dagskrá. M.a. verður gengið
fylktu liði á laugardaginn, frá
Ráðhúsi og niður á Bárustíg, þar
sem dagskrá fer fram. Vegna þessa,
hefur verið ákveðið að sameina
hátíðahöld sumardagsins fyrsta og
Lundakomu hátíðarinnar á laugar -
daginn. Dag skrá Lundakomu -
hátíðarinnar má finna annars staðar
í blaðinu.
Grunnskóli
Vestmannaeyja:
Fanney
hættir
:: Tekur við sem
skólastjóri í
Hvera gerði
Fanney Ásgeirsdóttir, skólastjóri
Grunnskóla Vestmannaeyja, hefur
sagt starfi sínu lausu. Fanney tekur
við sem skólastjóri Grunnskólans í
Hveragerði 1. ágúst næstkomandi.
Fanney var ein 18 umsækjenda um
stöðuna.
Fanney hefur starfað sem skóla -
stjóri Grunnskóla Vestmannaeyja
frá árinu 2006, þegar Barnaskóli og
Hamars skóli voru sameinaðir í eina
skóla stofnun. Hún stýrði skólanum
í gegnum erfitt sameiningarferli,
fyrst við sameiningu skólanna og
svo þegar ákveðið var að aldurs -
skipta Grunnskóla Vestmannaeyja.
Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags
verður á morgun, fimmtudag,
og má búast við átakafundi
miðað við stór karlalegar yfir-
lýsingar sem stjórnarmenn
sendu frá sér í síðustu viku. For-
maður og gjaldkeri gáfu út að
þau ætluðu ekki að gefa kost á
sér til áframhaldandi stjórnar -
setu og kenndu um samstöðu-
leysi í stjórn inni, þar sem hags -
munir deilda væru látnir víkja
fyrir heildarhagsmunum. Vara -
formaður og meðstjórnandi vís -
uðu þessu á bug og sögðu
ástæðuna vera þjóðhátíðina.
Það varð til þess að formaður
þjóðhátíðarnefndar og vara-
maður í stjórn reis upp á aftur -
lappirnar og sagði gífuryrði og
sleggjudóma sjaldan hjálpa og
skella oft á endanum í andliti
eigenda.
Þetta gerist á meðan gott samstarf
er á milli deildanna, fótbolta og
handbolta. Fjárhagsstaða félagsins
hefur verið mjög til umræðu síðustu
mánuði og ljóst að hún er slæm og
er hún líkleg ástæða fyrir sundr -
ungu innan stjórnar.
Athyglisverðar
lagabreytingar
Flestir búast við átakafundi en oft
tekst að lægja öldur og mestur vind -
ur úr mönnum þegar á hólminn er
komið og ekki ólíklegt að það gerist
núna. Lagðir verða fram endur -
skoðaðir reikningar aðalstjórnar og
einstakra deilda eða ráða ásamt
heildarreikningi fyrir allt félagið.
Líka verður lögð fram fjárhags -
áætlun næsta starfsárs fyrir félagið
og deildir. Lagðir verða fram endur -
skoðaðir reikningar aðalstjórnar og
einstakra deilda eða ráða ásamt
heildarreikningi fyrir allt félagið. Þá
verða lagðar fram tillögur um laga -
breytingar þar sem m.a. er gert ráð
fyrir fjölgun í stjórn og stofnun full-
trúaráðs.
Samkvæmt tillögunum skal aðal-
stjórn skipuð sjö mönnum, for-
manni, varaformanni, ritara, gjald -
kera og þremur meðstjórnendum
ásamt tveimur varamönnum. Tveir
stjórnarmanna skulu koma frá
deildum félagsins, annar frá
knattspyrnudeild og hinn frá hand-
knattleiksdeild. Þessir stjórnarmenn
geta hvorki gegnt starfi formanns né
gjaldkera.
Aðalstjórn skal kosin á aðalfundi
félagsins og skal formaður kosinn
sérstaklega. Kjörtímabil aðal-
stjórnar er á milli aðalfunda
félagsins.
Í greinargerð með tillögunni segir
að mikilvægt sé að í stjórn félagsins
sé sem best tenging milli stjórnar
og deilda félagsins. Með því að
tryggja að 2 stjórnarmenn séu full-
trúar deilda, er líklegra að samskipti
innan félagsins séu skilvirkari og
tryggi það að tenging stjórnar við
starfsemina í heild sinni sé sem
best. Með því að fjölga í stjórn er
einnig verið að tryggja að á öllum
fundum stjórnar séu nægjanlega
margir stjórnarmenn til að hafa sem
besta umfjöllun um málefni
félagsins.
Önnur breyting sem vekur athygli
er að reikningar skulu liggja endur -
skoðaðir frammi sjö dögum fyrir
aðalfund félagsins. Í greinargerð
segir að mikilvægt sé að félags -
mönnum gefist rýmri tími til að
kynna sér endurskoðaða reikninga
félagsins. „Það að þeir eru mögu -
lega birtir endurskoðaðir á sjálfum
fundinum er ekki ásættanlegt. Þess
vegna þarf að vera skýr hver er
tíma ramminn skv. þessari grein.
Rekstur félagsins er mjög um-
fangsmikill og er velta félagsins
mjög mikil og því eðlilegt að rýmri
tími verði festur í lögum félagsins,“
segir í greinargerð með tillögunni.
Þá er ekki síður athyglisverð til -
lagan um að aðalstjórn skipi full-
trúaráð. Á aðalstjórn að leggja
eftir talin mál fyrir fulltrúaráðið til
umsagnar: Tillögu um félagsslit,
sölu og kaup fasteigna, bygginga -
fram kvæmdir og veðsetningu eigna
félagsins.
Fulltrúaráðið getur skotið þeim
málum, sem aðalstjórn leggur fyrir
það, til aðalfundar eða aukaaðal -
fundar og er úrskurður fundarins
um mál endanlegur.
Í aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags eru
Jóhann Pétursson formaður, Páll
Magnússon varaformaður,
Guðný Einarsdóttir gjaldkeri,
Þórunn Ingvarsdóttir ritari og
Stefán Örn Jónsson meðstjórnandi.
Varamenn eru Páll Scheving Ingv -
arsson og Sigurbergur Ármanns-
son.
Aukaaðalfundur fyrir
stjórnarkjör
Í tilkynningu frá aðalstjórn
félagsins í gær, þriðjudag kemur
fram að stjórnin hafi samþykkt
tillögu knattspyrnudeildar karla og
kvenna og handknattleiksdeildar, að
boða til framhaldsaðalfundar. Kjöri
nýrrar aðalstjórnar verður því
frestað sam kvæmt tillögunni til
framhaldsaðalfundarins og kosin
uppstillinganefnd sem hafi það
hlutverk að koma með tillögu að
nýrri aðalstjórn. Boðun fram -
haldsaðalfundar verður rædd á aðal-
fundinum á morgun.
Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags verður á morgun:
Fjármálin í brennidepli
:: Tillaga um fjölgun í stjórn og stofnun fulltrúaráðs :: Boðað verður til
framhaldsaðalfundar
Félagsmenn ÍBV-íþróttafélags hafa verið duglegir að sækja fundi ÍBV-íþróttafélags og verður vafalaust engin
breyting á því annað kvöld.
Bæjarráð:
Dómnefnd valdi tillögu Axels
Hallkels að sýningu í Eldheimum
:: Vestmannaeyjabær fær 24 milljónir í arð
Á fundi bæjarráðs í síðustu viku
lá fyrir niðurstaða dómnefndar
varð andi hönnun sýningar í Eld-
heimum. Þrír hönnuðir tóku þátt
í samkeppninni og varð Axel
Hallkell Jóhannesson fyrir val-
inu. Ráðið samþykkti tillöguna
og fól verkefnastjóra að ganga til
viðræðna við hann.
Bæjarráð hafði skipað dómnefnd til
að velja bestu niðurstöðuna úr
hönnunarsamkeppni um Eldheima -
sýningu. Hana skipuðu þau Andri
Snær Magnason, rithöfundur,
Margrét Rós Ingólfsdóttir verkefna -
stjóri, Frosti Gíslason verkefnastjóri
hjá NMÍ, Adda Sigurðardóttir
eigandi Hótel Vestmannaeyjar og
Ólafur Þór Snorrason framkvæmda -
stjóri. Alls bárust þrjár hugmyndir.
Eftir að hafa samþykkt tillöguna
fól bæjarráð verkefnastjóra að
ganga til viðræðna við Axel Hall -
kel.
Fær 24 milljónir í arð
Á fundi bæjarráðs kom einnig fram
að á aðalfundi Lánasjóðs sveitar-
félaga var samþykkt að greiða út
arð sem nemur 408 milljónum
króna og skiptist niður á hluthafa
sjóðs ins. Hlutur Vestmannaeyja -
bæjar er 5,814% og arðgreiðslan
nemur því 23.721.120 kr. en af því
greiðist 20% fjármagnstekjuskattur
þannig að til greiðslu koma því
18.976.896 kr.
Afskriftir opinberra gjalda
Fyrir síðasta bæjarráðsfundi lá fyrir
erindi frá sýslumanninum í Vest -
mannaeyjum dags. 25. mars sl. þar
sem óskað er eftir afskrift á
óinnheimtanlegum þing- og sveitar -
sjóðsgjöldum auk dráttarvaxta að
upphæð 395.985 kr.
Bæjarráð samþykkti erindið og
þar með afskriftir á óinnheimtan-
legum þing- og sveitarsjóðsgjöldum
auk dráttarvaxta að upphæð
395.985 kr.
Alþingiskosn ingar:
Góður gang-
ur í utankjör -
fundar -
atkvæða -
greiðslu
:: Ellefu framboð
Kjósendur í Suðurkjördæmi hafa
níu daga til að ákveða sig hverjir
verða fyrir valinu þegar kemur að
kosn ingum til Alþingis þann 27.
apríl nk. Yfirkjörstjórn í Suður -
kjördæmi hefur úrskurðað ellefu
framboð gild. Utankjörfundar -
atkvæðagreiðsla hefur staðið í
nokkurn tíma og hefur farið vel af
stað í Vestmannaeyjum.
Samkvæmt upplýsingum Karls
Gauta Hjaltasonar, sýslumanns og
formanns yfirkjörstjórnar, höfðu 69
kosið utankjörfundar í Vestmanna -
eyjum í gær. Hann var ekki með
handbærar tölur úr síðustu alþingis -
kosningum en taldi þetta í góðu
meðallagi.
ÓMAR GARÐARSSON
omar@eyjafrettir. is