Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Qupperneq 4
°
°4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 17. apríl 2013
Kirkjur bæjarins:
Landakirkja
Fimmtudagur 18. apríl:
Kl. 10. Mömmumorgun í Safnaðar -
heimilinu.
Kl. 11-12. Viðtalstímar presta alla
virka daga. Vaktsími 488 1508.
Kl. 20. Æfing Kórs Landakirkju.
Kitty Kovács.
Kl. 20. Opið hús í KFUM&K heim-
ilinu hjá Æskulýðsfélagi Landa -
kirkju. Gísli Stefánsson.
Föstudagur 19. apríl:
Kl. 13.30. Æfing Litlir lærisveinar.
Kitty.
Kl. 17. Æfing fyrir ferminguna
20. apríl.
Kl. 18. Æfing fyrir ferminguna
21. apríl.
Laugardagur 20. apríl:
Kl. 11. Fermingarmessa. Nöfn
fermingarbarna eru á landakirkja.is,
undir Fermingarfræðsla. Kór
Landa kirkju. Organisti Kitty
Kovács. Prestar sr. Guðmundur Örn
Jónsson og sr. Kristján Björnsson.
Kl. 15. Útför. Ingunn Sigríður
Júlíusdóttir.
Kl. 20. Tónleikar Barnakórs Selja -
kirkju og Unglingakórs Hafnar -
fjarðarkirkju, auk Litlu lærisvein -
anna. Stjórnendur og undirleikarar
eru Helga Loftsdóttir, Rósalind
Gísladóttir, Anna Magnúsdóttir og
Kitty Kovács.
Sunnudagur 21. apríl:
Kl. 11. Fermingarmessa. Allir
velkomnir. Nöfn fermingarbarna
eru á landakirkja.is, undir Ferm -
ingarfræðsla. Kór Landakirkju.
Organisti Kitty Kovács. Prestar sr.
Kristján Björnsson og sr. Guð-
mundur Örn Jónsson.
Kl. 11. Barnasamvera í Safnaðar -
heimilinu á sama tíma og ferm -
ingarmessan.
Söngur, föndur og leikur. Barna -
fræðararnir.
Kl. 14. Guðsþjónusta á Hraun-
búðum. Kór Landakirkju, Kitty
Kovács og sr. Kristján Björnsson.
Allir velkomnir.
Kl. 20. Fundur í Æskulýðsfélagi
Landakirkju. Gísli Stefánsson.
Mánudagur 22. apríl:
Kl. 17. Kirkjustarf fatlaðra. Æfing
fyrir Vorhátíðina 28. apríl.
Kl. 19.30. Tólf spora andlegt
ferðalag. Vinir í bata.
Þriðjudagur 23. apríl:
Kl. 14.30. ETT kirkjust. 11-12 ára.
Kl. 20. Kristið líf og vitnisburður.
Miðvikudagur 24. apríl, síðasti
vetrardagur:
Kl. 14.30. NTT kirkjustarf 9-10 ára.
Kl. 15.30. STÁ kirkjustarf 6-8 ára.
Kl. 20. Lúðrasveitartónleikar í
Safnaðarheimilinu.
Aðvent-
kirkjan
Laugardagur 20. apríl 2013
Drottinn segir: Óttast þú eigi, ég
hjálpa þér.
Kvennamót á Hlíðardalsskóla
um helgina.
Ég vil byrja á því að þakka
honum Jens fyrir skemmtilega
áskorun. Ég er hérna með alveg
rosalega gómsætan kjúklingarétt
til þess að deila með ykkur.
Hráefni:
3 kjúklingabringur
2 msk. olía af sólþurrkuðum
tómötum
Sítrónupipar og salt
Hráefni: Gums:
1 saxaður laukur
6-8 sneiddir sveppir
2 sneiddar gulrætur
4-6 sólþurrkaðir tómatar eða eftir
smekk
1 stór teningur kjötkraftur (varist
MSG)
1 dós rjómaostur m/sólþurrkuðum
tómötum
1/2 peli rjómi
Timian (ferskt eða þurrkrydd)
Aðferð:
Kjúklingabringurnar eru kryddaðar
með salti og sítrónupipar og því
næst steiktar í olíunni af sólþurrk -
uðu tómötunum. Bringurnar eru að
því loknu settar í eldfast mót.
Aðferð: Gumsið:
Gumsið er látið krauma aðeins á
pönnu og hellt yfir kjúklinginn og
sett í ofn í ca. 30 mínútur við
200°C. Hafið álpappír yfir.
Ég ætla að skora á hann Benoný
Þórisson sem matgæðing næstu
viku, hann er alltaf að segja
manni frá frábærum réttum sem
hann hefur verið að búa til og
svoleiðis. Eyjamenn gætu virki-
lega lært mikið af þessum mikla
matgæðingi.
Matgæðingur vikunnar er
Hafliði Sigurðarson
Matgæðingur vikunnar:
Gómsætur
kjúklingaréttur
Páll Pálmason gerði sér lítið fyrir
og varð Íslandsmeistari í snóker í
flokki 67 ára og eldri á dögunum.
Páll varð þar með fyrsti Eyja-
maðurinn til að verða Íslands -
meistari í þessari ágætu íþrótt
sem hann hefur stundað í nærri
hálfa öld. Páll er því vel að því
kominn að vera Eyjamaður vik -
unnar að þessu sinni.
Nafn: Páll Pálmason.
Fæðingardagur: 11. ágúst 1945.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Eiginkonan er Guðrún
K. Guðjónsdóttir og við eigum
saman þrjú börn, Hörð, Grétar og
Stefaníu.
Draumabíllinn: Ford Escape sem
ég á í dag. Það er besti bíll sem ég
hef átt og hef átt þá nokkra
ameríska en þessi er toppurinn.
Uppáhaldsmatur: Mér finnst
gamla lambalærið best. Það klikkar
aldrei.
Versti matur: Ég er svo agalega
lystugur maður en hef aldrei getað
vanist því að borða siginn fisk.
Uppáhalds vefsíða: Íþróttasíðurnar
eins og þær leggja sig.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Ég er alæta á tónlist. Segjum
bara Bítlarnir, þeir voru og eru í
toppsætinu hjá mér.
Aðaláhugamál: Íþróttir á öllum
sviðum. Alveg saman hvar er
drepið niður í þeim efnum.
Hvaða mann/konu myndir þú
vilja hitta úr mannkynssögunni:
Ég hitti Gordon Banks á sínum tíma
og það væri gaman að bæta við Lev
Yashin, rússneska markverðinum.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á: Það er víða fallegt. Ég
hef farið víða um heiminn en það er
ekkert sem toppar Vestmannaeyjar.
Uppáhalds íþróttamaður og
íþróttafélag: Liverpool og Kenny
Dalglish.
Ertu hjátrúarfullur: Ekki mikið
en eru ekki allir íþróttamenn
hjátrúarfullir upp að vissu marki
þótt sumir eigi það til að missa sig í
því?
Stundar þú einhverja hreyfingu:
Ég labba reglulega, fer á morgnana
inn í Eimskipshöll.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Íþróttir.
Hvað ertu búinn að spila snóker
lengi: Ég byrjaði á Mjólkurbarnum
en er ekki klár á því hvaða ár það
var, líklega um 1964 eða 65. Þar
var eitt borð og svo annað í Vosbúð
en þar var gaskynding sem þurfti að
kveikja á, áður en byrjað var að
spila. Það hefur varla farið vel með
snókerborðið að vera þar inni í
frostinu yfir vetrartímann.
Hefurðu spilað mikið á mótum í
Reykjavík: Ekki neitt, ekki fyrr en
núna í vetur. Fór reyndar einu sinni
með feðgunum Eðvarði og Matt -
híasi í bæjakeppni gegn Keflavík
fyrir nokkrum árum sem við unnum
eftir jafna keppni. Ég spilaði líka í
Kiwanismóti einu sinni í Reykjavík
en svo er ég alltaf á leiðinni á
Heimsmeistaramótið í Sheffield.
Hvað þarf til að vera góður í
snóker: Ég held að það sé hugar-
farið. Það er stærsti þátturinn í
þessu. Menn þurfa að vera í jafn-
vægi og það í langan tíma.
Ætlarðu að verja titilinn á næsta
ári: Það veit maður aldrei. Jú, jú
alveg eins.
Eitthvað að lokum: Ég hefði vilj -
að fá fleiri unga menn í snókerinn.
Mér finnst allt of fáir vera að taka
við enda erum við öldungarnir í
efstu sætunum í þessum mótum.
En auðvitað spilar það inn í að nú
er engin opin snókerstofa í bænum
og því vantar aðstöðu fyrir þá sem
eru ekki í klúbbunum sem eiga sín
eigin borð.
Matgæðingur vikunnar er Páll Pálmason
Eyjamaður vikunnar:
Vill fá fleiri unga
menn í snókerinn
Mest lesið
á eyjafrettir.is í síðustu viku
09.04.2013 kl.10:38
Jóhann og Guðný
hætta í stjórn ÍBV
10.04.2013 kl.13:51
Sérstök framsetning
hjá Páli og Stefáni
09.04.2013 kl.15:29
Ágreiningur um
þjóðhátíð en ekki
deildir
09.04.2013 kl.16:30
David James reynir að
sannfæra Phil Neville
um að koma í ÍBV
EYJAFRÉTTIR.IS
- v e r t u m e ð á n ó t u n u m !
Börn og brúðhjón
Fréttir vilja eindregið hvetja
brúð hjón til að senda inn
mynd til birtingar og eins
for eldra nýrra Eyjamanna.
Myndir og upplýsingar sendist á
frettir@eyjafrettir.is
Ný gift
Ingi Þór Arnarsson og
Kristín Tryggvadóttir
giftu sig 28. mars 2013 í
Landakirkju.
Þau langar að þakka öllum
sem gerðu daginn þeirra full -
kominn í alla staði :)
Lóan er
komin
Jóhann Guðjónsson, fyrrum skip-
stjóri og útgerðarmaður á Þristi VE
og starfsmaður á grafskipinu Vest-
mannaey í nokkur ár, er mikill nátt -
úrunnandi og eru það ekki síst
fuglar sem eru honum hugleiknir.
Hann snaraðist inn á ritstjórn
Eyjafrétta í gær og sagði að lóan
væri komin. Hann hefði séð til
hennar suður á Breiðabakka. „Ég
veit að mörgum þykir vænt um
lóuna og þeir gleðjast þegar hún
kemur á vorin. Hún er á réttum tíma
eins og tjaldurinn sem kom 13.
mars,“ sagði Jóhann.
Eykyndill
gefur til
Hraunbúða
Á undanförnum árum hefur
Slysavarnafélagið Eykyndill fært
dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Hraunbúðum alls 12 rafmagnsrúm
með dýnum og tilheyrandi að verð -
mæti 5 milljónir króna.
Fjölskyldu- og tómstundaráð færir
félaginu kærar þakkir fyrir sýndan
hlýhug til Hraunbúða.