Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Síða 6
°
°6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 17. apríl 2013
Samtök sveitarfélaga á Suður-
landi (SASS) héldu í síðustu viku
kynn ingarfund þar sem sagt var
frá starfseminni og styrkjum
sem veittir eru til hinna ýmsu
verk efna. Einnig var kynntur til
sögunnar nýr starfsmaður SASS í
Vestmanna eyjum, Finnbogi Al-
freðsson, rekst rar hagfræðingur.
Fundurinn, sem haldinn var hjá
Einsa kalda, var um margt
athyglisverður en mæting léleg
og létu bæjarfulltrúar ekki sjá
sig fyrr en að loknum bæjar-
ráðsfundi sem haldinn var á
sama tíma.
Þorvarður Hjaltason, fram -
kvæmda stjóri SASS, sagði að
samtökunum væri ætlað að þjóna
Suðurlandi öllu. Þó að Eyjamenn
hefðu litla trú á að nýr samningur
um Sóknaráætlun Suðurlands og
álitu að hann væri sniðinn fyrir
Selfoss og nágrenni, væri það hinn
mesti misskilningur. Til dæmis
hefðu Hornfirðingar sýnt samn -
ing num mikinn áhuga. Hann hvatti
Eyja menn til að kynna sér styrki
sem í boði eru til eflingar atvinnu -
lífs og nýsköpunar.
SASS er með höfuðstöðvar á Sel -
fossi og starfsmenn í Vestmanna -
eyjum og á Hornafirði. Atvinnu -
þróunar félag Suðurlands var lagt
niður um sl. áramót og starfsemi
þess yfirtekin af SASS. Þrír af
fjórum starfsmönnum Atvinnu -
þróunar félags ins sögðu upp sínum
störfum í kjölfar þessara breytinga.
Finnbogi Alfreðsson
tekur við af Hrafni
Í samræmi við stefnumarkandi
ákvörðun stjórnar SASS, um að
setja miklu meiri kraft í atvinnu- og
nýsköpunarmál á starfssvæðinu,
hafa verið ráðnir þrír nýir atvinnu -
ráð gjafar til starfa og einnig opnað
útibú SASS á Höfn í Hornafirði.
Í Vestmannaeyjum starfaði Hrafn
Sævaldsson á vegum Atvinnuþró -
unar félagsins. Hann hætti störfum
um áramótin en í hans stað er
kominn Finnbogi Alfreðsson
rekstrarhag fræðingur. Finnbogi
hefur víðtæka reynslu sem rekstrar-
og atvinnu þróunarráðgjafi og
framkvæmda stjóri.
Hann var meðal annars fram -
kvæmda stjóri Fiskimjöls og Lýsis
hf. í Grindavík frá 1990 til 1998,
eða þar til það félag sameinaðist
Samherja h.f. á Akureyri þar sem
hann sat í fyrstu stjórn þess er það
félag fór á hlutabréfamarkaðinn.
Finnbogi hefur einnig reynslu úr
rekstri iðnfyrirtækja, sem fram -
kvæmdastjóri, eigandi og stjórnar-
maður. Hann starfaði hjá Alþjóða -
bankanum í Washington um tveggja
ára skeið, 2009-2011, við ákveðna
deild sem sinnti sjávarútvegi í þró -
unarlöndum. Hann var þar fulltrúi
Íslands, sem studdi sérstaklega við
þá verkefna áætlun.
Með víðtæka menntun
Finnbogi er menntaður rekstrar -
hagfræðingur frá Bandaríkjunum
1984 og hefur síðan lokið masters -
námi í rekstrarhagfræði frá Edin-
borgarháskóla í Skotlandi og
verk efna stjórnun frá Háskóla Ís-
lands.
Finnbogi hefur aðsetur í Þekking -
ar setrinu, Strandvegi 50. Tilgangur
skrifstofu SASS hér í Eyjum, og
annarsstaðar, er að vinna að
atvinnu- og nýsköpunarmálum með
fyrir tækjum, einstaklingum og Vest -
manna eyjabæ með samstarfi og
samtali á öllum sviðum framþró -
unar og aukinnar verðmætasköp -
unar. Að sögn Finnboga er það
eindreginn ásetningur stjórnar
SASS að bjóða gæðaþjónustu á
sviði atvinnuþróunar á starfs svæð -
inu, gera hana sýnilegri, óformlegri
og miklu virkari í amstri hvers-
dagsins. „Við viljum ná til fyrir -
tækjanna, frumkvöðlanna, virkra og
óvirkra og sveitarfélaganna og láta
gott af okkur leiða í allra þágu. Það
er von okkar að menn taki okkur
vel og séu tilbúnir í uppbyggilegt
samstarf við okkur og aðra,“ sagði
Finnbogi.
Vaxtarsamningur
og Sóknaráætlun
SASS hefur umsjón með fram -
kvæmd Vaxtarsamnings og Sóknar -
áætlunar Suðurlands í umboði
ríkisins. Einn liður í því starfi er að
veita styrki til þeirra mála og
verkefna sem stuðlað geta að
auknum hagvexti í landshlutanum
eins og eflingu frumkvöðlastarfs,
menntunar og vísindarannsókna og
atvinnuþróunar og nýsköpunar.
Nú er opið fyrir styrkumsóknir til
úthlutunar í maí næstkomandi.
Allir þeir sem telja sig hafa hug -
myndir og verkefni til framþróunar
geta fengið aðstoð hjá Finnboga við
að meta þær og fá aðstoð við gerð
styrkumsóknar.
Áhugaverðir styrkir
Núna auglýsir SASS eftir um-
sóknum um styrkitil eflingar atvin-
nulífs og nýsköpunar á Suðurlandi.
Til úthlut unar eru 30 milljónir
króna á fyrri hluta ársins. Þeir sem
telja sig vera með verkefni sem
stuðlað geta að eflingu atvinnulífs
og nýsköpunar á Suðurlandi geta
sótt um.
Þær forsendur sem lagt er upp
með eru vöruþróun og nýsköpun,
einkum í matvælaiðnaði og fer-
ðaþjónustu. Markaðssetning fer-
ðaþjónustu utan háannar.
Grænmetisframleiðsla; fram leiðslu-
og vöruþróun, mark- aðs setning og
sala. Markaðssókn fyrir vörur og
þjónustu á nýja markaði. Fjármög-
nun verkefnastjórnunar í stærri
rannsóknar- og þróunarverkefnum á
Suðurlandi. Klasa og uppbygging
þeirra. Tíma bundin ráðning starfs-
manna með sérþekkingu til að hag-
nýta mögu leika fyrirtækis til vaxtar.
Verkefni þar sem fyrirtæki og stof-
nanir vinna saman að rannsóknum,
þróun og fræðslu njóta forgangs til
2/3 hlutar ofangreinds fjármagns.
Umsækj endum er því bent á að leita
eftir samstarfsaðilum. Ofangreindar
áherslur eða samstarf fyrirtækja eru
því ekki skilyrði fyrir styrkveitingu.
Mótframlag verkefnis þarf að vera
að lágmarki 50%. Ekki er veittur
styrkur til fjárfestinga. Horft er til
þess að verkefnið leiði til varanlegs
ábata fyrir samfélagið.
U msækjendur eru hvattir til að
hafa samband við ráðgjafa SASS og
þiggja aðstoð og leiðbeiningar við
gerð umsókna. Hægt er að hafa
samband í síma 480-8200 eða með
því að senda fyrirspurn á netfangið
sass@sass.is.
SASS með kynningarfund::
Eyjamenn hvattir til að kynna
sér styrki sem í boði eru
:: Ætlaðir til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar
:: Nýr atvinnuráðgjafi í Eyjum
Verslun Miðstöðvarinnar hefur
fengið andlitslyftingu. Nú er þar að
finna flott sýningarrými þar sem
finna má allt í baðherbergið. „Við
erum í raun og veru búin að breyta
allri búðinni. Við settum upp fjóra
sýningarbása við vesturvegg versl -
unarinnar þar sem fólk getur séð og
handleikið baðherbergisvörurnar,“
útskýrði Dagný Helga Eckard en hún
og Björgvin Hallgrímsson, starfs-
menn Miðstöðvarinnar, hafa unnið
að breytingunum. „Við byrjuðum
strax eftir áramót að vinna að þessu
og höfum stækkað baðherbergis- og
gólfefnadeildirnar. Við erum áfram
með myndarlega málningardeild og
fulla verslun af góðum vörum á góðu
verði,“ bætti Björgvin við.
Dagný og Björgvin fyrir framan
nýju sýningarbásana sem má
finna í verslun Miðstöðvarinnar
við Strandveg.
Miðstöðin fékk
andlitslyftingu
Frá fundi SASS í síðustu viku.
Fjölskyldu- og tóm-
stundaráð:
Styrkir
sumar nám -
skeið Óðins
Á fundi fjölskyldu- og tóm stunda -
ráðs var tekin fyrir umsókn frá Ung-
mennafélaginu Óðni um stuðning
Vestmannaeyjabæjar vegna leikja -
námskeiða sumarið 2013.
Umsóknin var tekin fyrir í ráðinu
10. mars og var samþykkt að auglýsa
eftir aðilum sem áhuga hafa á því að
halda sumarnámskeið fyrir börn á
aldrinum 5 til 10 ára sumarið í
sumar. Einungis Ungmennafélagið
Óðinn sótti um styrk til Vestmanna -
eyjabæjar og uppfyllir skilyrði ráðs -
ins.
Var samþykkt að veita félaginu
fjárhagsstyrk. Verður greiðslan tví -
skipt og síðari hluti hennar háður því
að skýrslu sé skilað til nefndarinnar
að loknu námskeiði. Ráðið fól fram -
kvæmdastjóra fjölskyldu- og
fræðslu sviðs að afgreiða önnur atriði
sem koma fram í erindi Ungmenna -
félagsins Óðins s.s. útvegun á starfs-
mönnum frá vinnuskólanum og afnot
af sölum hjá bænum.
Umhverfis- og skipu-
lagsráð:
Sótt um þrjár
einbýlishúsa -
lóðir
Umhverfis- og skipulagsráð fundaði
í síðustu viku þar sem lágu fyrir tíu
erindi, m.a. er sótt um nokkrar bygg -
ingalóðir. Stærsta framkvæmdin er
fjölbýlishús sem á að rísa við
Miðstræti. Sótt er um þrjár bygg -
inga lóðir og aðrir ætla í minni háttar
breytingar.
Fyrsta mál á dagskránni var umsókn
um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús
að Miðstræti 20. Það var Magnús
Sigurðsson, f.h. Steina og Olla bygg -
ingaverktaka ehf. sem sótti um
byggingarleyfið.
Ráðið samþykkti erindið þar sem
uppdrættir eru í samræmi við bygg -
ingarreglugerð og deiliskipulag
lóðar.
Brynjólfur Páll Schram sótti um
tvær byggingarlóðir við Vest-
mannabraut, aðra á lóðinni númer
46b og hina á lóð númer 61. Ráðið
samþykkti að úthluta lóðunum til
Brynjólfs og skal hann skila inn full-
nægjandi teikningum fyrir 15. sept -
ember nk.
Sigurjón Ingvarsson, byggingaverk-
taki og skipstjóri, sótti um bygg -
ingarlóð að Austurvegi 3. Umsóknin
var samþykkt og skal Sigurjón skila
fullnægjandi teikningum fyrir 15.
september.
Páll Zóphóníasson, f.h. Eim-
skipafélags Íslands hf., sótti um leyfi
fyrir breytingum á húsnæði félagsins
við Friðarhöfn sem var samþykkt.
Björgvin Þór Björgvinsson sótti um
leyfi fyrir svalahurð á vesturhlið
hússins númer 23 við Bröttugötu
sem var samþykkt. Guðmundur Hug-
inn Guðmundsson, Höfðavegi 43c
sótti um leyfi fyrir útlitsbreytingu á
íbúðarhúsnæði, stoðveggjum og sól-
palli sem var samþykkt. Jórunn
Einarsdóttir, Áshamri 56 sótti um
leyfi fyrir útlitsbreytingu á bíl -
geymslu sem einnig var samþykkt.
Viðar Elíasson sótti um endurnýjun
á byggingarleyfi fyrir húsnæði fyrir -
tækis síns við Eiði 2. Fyrir lágu
samþykktar teikningar og var erindið
samþykkt.
Loks var það umsókn um tíma -
bundið leyfi fyrir tjaldi á Stakka -
gerðistúni þann 26. apríl nk. Það var
Hlynur Ólafsson f.h. Eyverja f.u.s. í
Vestmannaeyjum sem sótti um leyf -
ið. Ráðið samþykkti tímabundið
leyfi fyrir tjaldi á Stakkagerðistúni
þann 26. apríl nk. Ráðið leggur
áherslu á góða umgengni og áskilur
sér rétt til að láta þrífa túnið á kostn -
að umsóknaraðila ef þörf krefur.
ÓMAR GARÐARSSON
omar@eyjafrettir. is
Þær forsendur sem lagt er upp með eru vöruþróun
og ný sköp un, einkum í matvælaiðnaði og ferða -
þjónustu. Markaðssetning ferðaþjónustu utan
háannar. Grænmetisframleiðsla; framleiðslu- og
vöruþróun, markaðs setning og sala. Markaðssókn
fyrir vörur og þjón ustu á nýja markaði. Fjármögn -
un verkefnastjórnunar í stærri rannsóknar- og
þróunarverkefnum á Suðurlandi. Klasar og upp-
bygging þeirra.
”