Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Blaðsíða 8
° °8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 17. apríl 2013 Björt framtíð mætti með breiðfylkingu til Eyja: Kalla eftir meiri sátt :: Segja að á Íslandi sé hver sáttarhöndin upp á móti annarri. Það er með frambjóðendur í alþingis kosningunum eins og far fuglana, þeir flykkjast til Vestmanna eyja þessa dagana. Það eru líka margir um hituna því ekki færri en 11 listar eru í boði fyrir kjósendur í Suður - kjördæmi. Breiðfylking Bjartrar framtíðar fór um bæinn á mánudaginn og heilsaði upp á fólk þar sem Guðmundur Stein- grímsson, Heiða Kristín Helga - dóttir og Róbert Marshall voru í broddi fylkingar ásamt fram - bjóðendum flokksins í Suður - kjördæmi þar sem Vestmanna - eyingurinn Jóhanna Ýr Jóns - dóttir, sagnfræðingur, er í 5. sæti. Þau efndu til fundar í Vinaminni þar sem voru mættir um 20 manns til að hlýða á boðskapinn. Segja má um Bjarta framtíð að þar sé sleginn friðsælli tónn en oft áður í ísl enskri pólitík. Það á reyndar við um gamla fjórflokkinn líka þar sem fram - setningin hefur mildast með nýju fólki í brúnni. Í kynningarbæklingi kallar Björt framtíð eftir meiri sátt, segir að á Íslandi sé hver sáttarhöndin upp á móti annarri. Guðmundur spjallaði við gesti þessum anda og sagði þau ekki fara fram með stóran loforða - lista en segja að fjölbreytt og frjálst samfélag sé gott samfélag. Björt framtíð vill halda áfram að byggja upp skapandi greinar, græn - an iðnað, tækni- og hugverkageir - ann, ferðaþjónustu, rannsóknir og þróun, eins og Björt framtíð hefur haft frumkvæði að. Opna meira fyrir fjölbreytileg rekstrar- og þjónustuform í velferðarkerfinu og ólíka skólastarfsemi, fá inn nýjar hugmyndir svo fólk hafi meira val, sem sé gott fyrir alla. Grindvíkingur í efsta sæti Páll Valur Björnsson, kennari í Grindavík, skipar efsta sætið í Suður kjördæmi og er þar á ferð maður sem vann í fiski og var til sjós áður en hann söðlaði um, 45 ára, og fór í nám. Hann fór yfir sviðið og sagði hagsmuni íbúa í Grindavík og Vestmannaeyjum fara saman. Hann vill auðlindagjald á sjávarútveg og það verði nýtt til uppbyggingar á landsbyggðinni. Björt framtíð vill líka aukna fjöl- breytni í matvælaframleiðslu, bætt skilyrði lítilla og meðalstórra fyrir - tækja um land allt með hnitmið - uðum aðgerðum. Þau fagna fjöl - breytileika í mannlífinu, vilja að Íslendingar standi undir nafni sem menningar þjóð og verji mann - réttindi. Hvatt til minni sóunar. „Þjóðfélag sem nýtir vel tíma sinn, krafta, auð og auðlindir – en sóar þessu ekki – er farsælt þjóðfélag. Gerum það að meginverkefni að auka framleiðni í þjóðfélaginu. Stóreflum forvarnir og endurskipu- leggjum heilbrigðiskerfið þannig að fólki sé beint í úrræði sem hæfa betur og eru þar með hag stæðari fyrir alla. Tökum á brottfalli úr skólum með því að auka valkosti og sveigjanleika í skólakerfinu. Brott - fall er sóun á hæfileikum, tíma og fé. Förum í gegnum fjárlögin öll og spyrjum okkur: Er þetta nauðsyn- legt? Getum við fengið meira fyrir peninginn?,“ segir í kynningarbæk - l ingi. Þá er krafa um að fá meira fé fyrir orkuauðlindina, án þess að virkja óhóflega. „Þannig skapast arður sem við getum notað til þess að auka velsæld um land allt. Frekari uppbygg ing álvera er ekki skyn- samleg. Verndum umhverfið. Verum um hverfis væn. Græn í gegn.“ Krafa um meiri stöðugleika „Stöðugt efnahagsumhverfi væri dásamlegt. Löndum góðum samn - ingi við ESB sem þjóðin getur eftir upp lýsta umræðu samþykkt í þjóðar atkvæða greiðslu. Leggjum höfuð áherslu á að auka verðmæti útflutn ings. Það eykur stöðugleika. Gerum það að ófrávíkjanlegu markmiði að hér á landi komist á húsnæðislánamarkaður með lágum raun vöxtum til langs tíma. Þar til stöðugri gjaldmiðill býðst verður að grípa til aðgerða til að taka á lánavanda heimila, á grund- velli nákvæmrar greiningar á honum. Blásum til stóraukins samráðs milli ríkisstjórnar, Alþingis, sveitar- félaga, atvinnulífsins, launþega, fjármála geirans og alls konar sam- taka í þjóðfélaginu um langtíma- markmið og umbætur á ýmsum sviðum. Það minnkar óvissu,“ segja þau og boða minna vesen. Eitthvað sem hljómar ekki illa. Frá vinstri: Páll Valur Björnsson, Guðlaug Elísabet Finnsdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Jóhanna Ýr Jónsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir og Róbert Marshall. Ný þjónusta í Eyjum :: Graníthöllin í Hafnarfirði, sem sérhæfir sig í gerð legsteina býður nú ókeypis áletrun, flutning og uppsetningu á legsteinum í Eyjum Graníthöllin býður upp á fjöl- breytt úrval fallegra legsteina. „Markmið okkar er að vera með fallegustu legsteina landsins og leggjum við okkur fram við að bjóða vandaða vöru á viðráðan- legu verði,“ segir eigandinn, Heiðar Steinsson, sem hefur margra ára reynslu af vinnu við legsteina og meðhöndlun á graníti. „Við bjóðum upp á gríðarlega mikið úrval og erum með yfir hundrað gerðir og liti í versluninni auk þess sem hægt er að sérpanta steina ef þess er óskað. Við erum bæði með einfalda og klassíska steina og einnig steina með miklum útskurði. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Steinarnir eru allir úr hágæða granít steini sem Heiðar segir þola íslenska veðráttu mjög vel. Hann segir að í vöxt hafi færst að fólk vilji hafa alls kyns fylgihluti við legstein inn eins og luktir og blóma - vasa. Graníthöllin býður upp á gömlu koparluktirnar sem hafa notið vinsælda undanfarna áratugi en einnig granítluktir og vasa í stíl við legstein inn sem er nýjung hér á landi. „Fólki hefur líkað þessi nýjung vel, enda eru þetta stíl - hreinir og fallegir hlutir. Kosturinn er að luktirnar eru afar sterkbyggðar og það sér ekkert á þeim með árunum ólíkt koparnum,“ segir Heiðar. Þá tekur Graníthöllin að sér við - gerðir og viðhald á legsteinum. „Það borgar sig að gera við hættu - lega legsteina sem eru við það að falla á hliðina en það hafa orðið mörg slys víðs vegar um heiminn af þeirra völdum,“ segir Heiðar. „Ef börn príla utan í slíkum steinum og þeir falla á hliðina getur það haft slæmar afleið ingar. Við viljum koma í veg fyrir slíkt og bendum fólki á að hafa samband ef leg- steinar eru farnir að hallast en við lögum það fyrir sanngjarnt verð. Þá bjóðum við upp á þá þjónustu að bæta við nöfnum á legsteina, hreinsa og endurmála stafi.“ Legsteinar frá Graníthöllinni eru úr hágæða granítsteini. Tónleikar í Landakirkju á sunnudaginn: Orgel, fiðla og þverflauta Klukkan þrjú á sunnudaginn verða tónleikar í Landakirkju þar sem Guðmundur H. Guðjónsson leikur á orgelið, Magdalena Dubik á fiðlu og Védís Guðmundsdóttir á þver- flautu. Þar verða flutt nokkur verk gömlu meistaranna og verður Jo- hann Sebastian Bach í öndvegi. Feðginin Guðmund og Védísi þarf ekki að kynna fyrir Eyjamönnum en Magdalena er enginn nýgræðingur á fiðluna. Hún hefur æft á fiðlu frá sjö ára aldri. Lærði í Þýskalandi og er afleysingaspilari hjá Sinfóníu - hljóm sveitinni. Einnig kemur hún fram við hin ýmsu tækifæri og hefur spilað með fjölmörgum ís - lenskum lista mönnum. Guðmundur lét af störfum sem organisti í Landakirkju fyrir tveimur árum og í eitt ár snerti hann ekki hljóðfæri en síðustu mánuði hefur hann verið að endurnýja kynnin. Æfir hann reglulega á orgelið í Landakirkju og hefur örugglega engu gleymt. „Pabbi var byrjaður að æfa sig fyrir tónleikana þar sem hann mun flytja sólóstykki,“ sagði Védís í spjalli við Eyjafréttir. „Svo kom það til að ég yrði með honum og þá datt okkur í hug að bæta Magdalenu inn í þar sem hún er besta vinkona mín. Við höfum lengi viljað gera eitthvað klassískt saman. En við höfum oft komið fram og spilað popp og danstónlist. Þannig að þetta verður bara skemmtilegt fyrir okkur og vonandi þá sem mæta.“ Magdalena Dubik kemur fram með Védísi Guðmundsdóttur á tónleikum í Landakirkju á sunnudag. GÍSLI VALTÝSSON gisli@eyjafrettir. is ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrettir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.