Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Side 10
° °10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 17. apríl 2013 Sjálfstæðismenn opna kosningaskrifstofu: Þungu fargi létt af flokknum með útspili formannsins :: Það mátti heyra á frambjóðendum við opnunina Það er langt síðan úrslit kosn - inga hafa hangið í eins lausu lofti og nú þegar tíu dagar eru til Alþingiskosn inga. Framsókn er á miklu skriði ef marka má skoðanakannanir. Á meðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn sigið niður á við og stjórnarflokk arnir eru komnir í hóp þeirra litlu. Það er ekki eins bjart yfir Bjartri framtíð og var fyrir nokkrum vikum en Píratar eiga vísa þingmenn samkvæmt síðustu spám. Einlægt viðtal við Bjarna Benediktsson á RÚV á fimmtudagskvöldið þar sem hann sagðist alvarlega skoða þann möguleika að segja af sér sem for- maður Sjálfstæðisflokksins, hleypti nýju lífi í baráttuna. Þegar hann á laugardagsmorguninn tilkynnti á fjölmennum fundi í Garðabæ að hann ætlaði ekki að hætta var eins og þungu fargi væri létt af flokks - mönnum. Það mátti sjá á fundi hjá sjálfstæðismönnum í Ásgarði á laugardags morguninn þegar kosn - ingaskrifstofa flokksins var opnuð formlega. Lækkun höfuðstóls lána Þar voru mættir frambjóðendurnir Ragnheiður Elín Árnadóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir sem skipa fyrsta og annað sæti listans og Vest- mannaeyingarnir Geir Jón Þórisson í fimmta sæti og Trausti Hjaltason í því áttunda. Gestir voru um 40 og hlýddu þeir á hvatningarræður frambjóðendanna sem sögðu mikið í húfi að Sjálfstæðisflokkurinn næði vopn um sínum. Áhersla var lögð á helstu stefnumál flokksins sem er lækkun á höfuðstól húsnæðislána með skatta fslætti og séreignarsparn - aði, auð veldari leið fyrir fólk til að komast inn á fasteignamarkaðinn og sterkari stöðu einstaklinga gagnvart fjármála stofnunum. Það var góð stemmning á fund- inum og gerður góður rómur að því sem frambjóðendurnir sögðu, ekki síst þegar Geir Jón steig í pontu og sagði Bjarna Benediktsson rétta manninn til að leiða flokkinn í kom andi slag. Hann hefði mátt sæta ofsóknum andstæðinganna og hann borinn sökum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Aðgerðir sem eiga að gagnast öllum Ef farið er yfir það sem Sjálfstæðis- flokkurinn er með á stefnuskrá sinni, segir að það séu aðgerðir sem gagn ast öllum og forgangs verkefni nýrrar ríkisstjórnar verði að tryggja vel ferð heimilanna. Hafa þeir lagt fram, að því þeir segja, markvissar aðgerðir sem hjálpa heimilunum og koma má í framkvæmd án tafar. „Þú og þínir geta haft það svo miklu betra,“ segir í stefnuskránni. Lækka á íbúðarlán um allt að 20% með skattaafslætti þar sem einstak- lingar fá allt að 40.000 krónur á mánuði í sérstakan skattaafslátt vegna afborgana af íbúðaláni. Skatta afslátturinn fer beint inn á höfuðstól lánsins til lækkunar. Öllum stendur þessi leið til boða. Líka má nota framlag í séreignar - sparnað til að greiða skattfrjálst niður höfuðstól lánsins. Þannig greiðast sem nemur 4% launa inn á höfuðstól íbúðalánsins. Þessi leið segja þeir að standi öllum sem það vilja til boða. Skattaafsláttur fyrir þá sem spara Sjálfstæðisflokkurinn vill veita þeim sem eru að spara fyrir íbúð allt að 40 þúsund króna skattaafslátt á mánuði af þeim tekjum sem er safnað til íbúðakaupa. Þannig geta sem flestar fjölskyldur fengið tæki - færi til að eignast eigið húsnæði. Þá segir að með afnámi stimpil - gjalda verði staða einstaklinga gagn vart fjármálastofnunum sterkari. Auðveldara verði að flytja lánavið skipti á milli fjármálastofn - ana, sem auki samkeppni og hagur lántaka verði betri fyrir vikið. Sjálfstæðismenn vilja gefa fólki tækifæri til að byrja upp á nýtt. „Þeir sem ráða ekki við greiðslur af íbúðarhúsnæði fá nýtt tækifæri í stað gjaldþrots. Ef skuldastaðan er óyfir stíganleg, geturðu „skilað lykl - unum“ að íbúðinni til viðkomandi lánastofnunar, að uppfylltum ákveðnum skil yrðum,“ segir í stefnuskránni. Lántakendur eiga að geta valið um bæði verðtryggð og óverðtryggð lán til langs tíma á sanngjörnum vöxt - um að mati sjálfstæðismanna og markmiðið er að hægt verði að veita sambærileg óverðtryggð lán og í nágranna löndunum. Sjálfstæðis - flokk urinn vill stuðla að stöðugum efnahag þar sem verðtryggingin verður á endanum óþörf. Efla á atvinnulífið, með því að tryggja að fólk geti stundað arðbæra atvinnu sé lagður grunnur að vel - ferð heimilanna.Þess vegna sé mik- ilvægt að marka skýra stefnu um sterkt atvinnulíf til framtíðar. Þá eru það stóru málin þar sem flokkurinn vill sjá afnám gjaldeyris - hafta, lægri skatta og gjöld á fyrir - tæki, rækta einkaframtak og ný - sköpun, minni ríkisafskipti og miðstýringu og stöðugt umhverfi þar sem atvinnulífið fær að njóta sín, með fleiri störfum og hærri launum „Lægra tryggingagjald á fyrirtæki þýðir að þau geta hækkað laun og fjölgað starfsfólki. Með því að nýta auðlindir og tækifæri á ábyrgan hátt fjölgum við störfum um allt land. Fréttakorn frá kvenfélaginu Líkn Vestmannaeyjum 2012: Þakka bæjarbúum fyrir samstarfið :: Gáfu rúmar tvær milljónir til ýmissa líknar- og félagsmála Kvenfélagið Líkn var stofnað 14. febrúar 1909. Félagið er til húsa að Faxastíg 35. Aðalfundur félagsins var haldinn 6. febrúar sl. Fóru þar fram venjuleg aðalfundarstörf og kosið var í stjórn og nefndir til næsta árs. Núverandi stjórn skipa: Ágústa Hulda Árnadóttir, formaður Ásdís Loftsdóttir, varaformaður Edda Ólafsdóttir, gjaldkeri Eva Káradóttir, varagjaldkeri Margrét Kristjánsdóttir, ritari Hrefna Valdís Guðmundsdóttir, vara - ritari Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir, meðstjórnandi Í kvenfélaginu Líkn eru skráðar 132 félagskonur. Allar þessar konur vinna saman að hinum ýmsu störfum félagsins, eftir bestu getu og hentug - leikum hverrar fyrir sig. Á fundum fáum við til okkar fyrirlesara eða kynningar á ýmsum störfum, og stundum höldum við námskeið til að efla okkar konur. Einnig gerum við okkur glaðan dag, þar má nefna óvissuferðir og skemmtikvöld fyrir félagskonurnar. Það gefur mikið að vera í félagi eins og kvenfélaginu Líkn, verkefnin eru margbreytileg og flestar konur geta fundið eitthvað við sitt hæfi, einnig myndast góður vin- skapur milli félagskvenna. Viljum við hvetja konur til að ganga til liðs við okkur í Líkn, allar konur eru velkomnar og tökum við vel á móti ykkur. Á síðasta starfsári gaf kvenfélagið Líkn til ýmissa líknar- og félagsmála fyrir kr. 2.199.181.- Viljum við nota þetta tækifæri og þakka bæjarbúum frábæran stuðning og velvild við félagið í gegnum árin, því án ykkar værum við litils megn - ugar. Ágætu bæjarbúar, okkar bestu þakkir fyrir samvinnuna sl. ár. Óskum ykkur alls góðs og guðs blessunar í framtíðinni. ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrettir. is Sjálfstæðismenn vilja gefa fólki tæki - færi til að byrja upp á nýtt. „Þeir sem ráða ekki við greiðsl - ur af íbúðarhúsnæði fá nýtt tækifæri í stað gjaldþrots. Ef skuldastaðan er óyfirstíganleg geturðu „skilað lykl - unum“ að íbúðinni til viðkomandi lánastofn unar, að upp fyllt um ákveðnum skil yrð - um,“ segir í stefnu - skránni. ” Líknarkaffið í byrjun desember er stærsta fjáröflun Líknar ár hvert og láta bæjarbúar sitt ekki eftir liggja og fjölmenna í kaffið. Frambjóðendur Eyjamanna á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, ásamt þeim Ragnheiði Elínu Árna - dóttur og Unni Brá Konráðsdóttur. Trausti Hjaltason, Geir Jón Þórisson og Sigurhanna Friðþórsdóttir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.