Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Blaðsíða 11
Eyjafréttir / Miðvikudagur 17. apríl 2013 11 ° ° X-A Björt Framtíð Páll Valur Björnsson: Nýta auð - linda gjald til að styrkja grunn stoð - ir sam- félagsins 1. - Björt framtíð leggur áherslu á að öllum landsmönnum sé tryggður aðgangur að heilbrigðisþjónustu. Við sameiningu heilbrigðisstofnana þarf að vera tryggt að kröfum um aðgang að heilbrigðisþjónustu sé mætt. Nýta þarf fjölbreyttar leiðir til að mæta þörfum landsmanna fyrir heilbrigðis þjónustu. Vest - mannaeyjar þurfa að mínum dómi að njóta sérstöðu í þessum málum vegna staðsetningar sinnar og tryggja þarf Heilbrigðis stofnun Vestmannaeyja fjármuni til þess að íbúar búi við öryggi. Vestmanna - eyjar eru ein af stærstu verstöðum landsins og skila ómældum fjár- munum í þjóðarbúið og ég sé fyrir mér að hluti af auðlindagjaldinu, sem sjávarútvegurinn í Eyjum skilar í ríkissjóð, verði nýttur til þess að tryggja fullnægjandi heilbrigðis - þjónustu í Eyjum. Björt framtíð styður byggingu nýs Landspítala í þeim áföngum sem gerlegir eru á næstu árum. Endurnýjun og viðhald á eldri byggingum eru mikilvæg verkefni um leið og hugað er að nýjum byggingum. 2. - Svarið er í raun það sama og hér fyrir ofan, að nýta hluta auð - linda gjaldsins til þess að styrkja alla grunnþjónustu og innviði samfé - lags ins í Eyjum. Það ástand sem nú ríkir í Vestmannaeyjum í löggæslu - málum er með öllu ólíðandi. 3. - Björt framtíð er opin fyrir því að skoða þetta en lykilatriði er að fyrir liggi samkomulag um aukin útgjöld til reksturs ferjusiglinga en skoða þarf þetta í samhengi. 4. - Um sjávarútveginn verður að fara að nást sátt, núverandi ástand og óvissa í þessum undirstöðuat - vinnuvegi þjóð arinnar er með öllu óþolandi. Í kosningaáherslum okkar stendur: Sköpum varanlega sátt um sjávar útveg á grunni fjögurra stoða: 1) Að arður renni til þjóðarinnar. 2) Að nýting fiskimiðanna sé sjálf- bær. 3) Að greinin njóti góðra skilyrða til að skila hagnaði. 4) Að nýir aðilar geti haslað sér völl í sjávarútvegi. Við viljum meina að það vanti bara herslumuninn í þessu og það hljóti að vera hægt, í góðu samráði allra aðila, að komast að niðurstöðu sem felur þetta allt í sér. Það er ljóst að á næstu árum verður kvótinn aukinn verulega og í því liggja gríðarmörg sóknarfæri. 5. - Alls ekki. Við hjá Bjartri fram - tíð viljum auka fjölbreytni og telj - um að flytja eigi opinberar stofnanir í meira mæli út á landsbyggðina. 6. - Löndum góðum samningi við ESB sem þjóðin getur eftir upplýsta umræðu samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þá opnast leið til gjald - miðils samstarfs við Evrópska seðla- bankann (ERM II), sem strax getur aukið stöðugleika. Svo getum við tekið upp evru þegar skilyrði skap - ast til þess. Það er auðvitað ekki töfra lausn en þó að öllum líkindum sigurstranglegasta leiðin í átt að efna hagslegum stöðugleika. Lykil - atriði hvað þetta mál varðar er að klára viðræður og síðan ákveður þjóðin í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún vill inn eða ekki. 7. - Einfaldlega vegna þess að ég er vinnu þjarkur og með hjarta úr gulli, ég er mikill landsbyggðarmaður sem hef alist upp við sjávarsíðuna og nánast unnið allt mitt líf í störf - um tengdum sjávarútvegi. Allt frá því í gosinu í Heimaey 1973 hef ég verið „Vestmannaeyingur“ eins og svo margir, fylgdist með því 10 ára gamall hvernig Eyjamenn tókust af æðruleysi og dugnaði á við afleið - ingar gossins. Í mínum huga eru Eyjar útstöð Íslands, kletturinn í hafinu sem er samnefnari fyrir það fólk sem byggir okkar stórkostlega land. X-B Framsóknar - flokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson: Niður - skurð ur síðustu ára gengið of langt 1. - Við framsóknarmenn teljum að rétt sé að endurskoða þau áform að setja 85 milljarða í LSH. Heil- brigðiskerfi landsmanna – hringinn í kringum landið er að hruni komið eftir of mikinn niðurskurð síðustu ára. Við teljum að byggja þurfi upp að nýju heilbrigðiskerfið þ.á.m. hér í Eyjum með áherslu á örugga grunn þjónustu. En jafnframt þarf að hefja skynsamari uppbyggingu á LSH. 2. - Við Framsóknarmenn höfum haft frumkvæði að því á yfirstand - andi kjörtímabili að láta skoða hvaða löggæsluþjónustu þarf á landinu – svokallaða löggæslu - áætlun. Allir flokkar á þingi komu að málinu og voru allir sammála um að niður skurður síðustu ára hefði gengið of langt og setja þyrfti aukna fjármuni í löggæsluna. Einn - ig voru menn sammála um að verst væri ástandið á landsbyggðinni þ.m.t. hér í Eyjum og setja þyrfti meiri fjármuni í löggæsl una strax. 3. - Það fyrirkomulag sem nú er – þar sem það kostar 3x meira að sigla til Þorlákshafnar en Landeyja- hafnar með Herjólfi og að flugsam - göngur eru ekki niðurgreiddar – gengur augljóslega ekki m.t.t. jafn- ræðis. Við Framsóknarmenn leggj - um mikla áherslu að allir lands - menn sitji við sama borð þegar kemur að þjónustu ríkisins. Geti ríkisvaldið ekki einhverra hluta vegna ekki veitt sömu þjónustu, eigi að skoða hvort ekki sé eðlilegt að í viðkomandi byggðarlagi sé veittur skattaafsláttur. 4. - Við Framsóknarmenn leggjum mikla áherslu á að um sjávarútveg- inn, mikilvægustu atvinnugrein landsins, ríki víðtæk sátt. Við viljum sjá lög um stjórn fiskveiða sem byggja á sáttanefndinni frá hausti 2010. Þar á kerfið að byggja á nú verandi kvótakerfi – nýtingar - samn ingum til 20-25 ára. En við viljum einnig lagfæra það sem er ekki nógu gott. Það snýr m.a. að forkaupsrétti byggðarlaga, að taka á leigu heimilda með aukinni veiði - skyldu. Við viljum einnig sjá að í slíkum lögum verði aukin áhersla lögð á nýsköpun í greininni – til að skapa fleiri störf tengd sjávarútvegi og aukin útflutn ingsverðmæti. Framsóknarmenn ætla, fáum við umboð til, að leggja af mjög ósanngjarnan sérstakan veiðileyfa - ofurskatt – sem leggst sérstaklega illa á minni fjölskyldu- og einyrkja- fyrirtæki. Við Framsóknarmenn viljum að á sjávarútveginn, eins og aðrar greinar sem nýta auðlindir þjóðar, sé lagt á hóflegt auðlinda - gjald. 5. - Á Íslandi hefur verið ein byggða stefna í 150 ár – en hún er að byggja Reykjavík upp sem höf - uðborg og færa allar stofnanir landsins þangað. Síðustu ár hafa verið verri hvað það varðar að niðurskurður síðustu ára hefur bitnað meir á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu. Við fram - sóknarmenn teljum að kominn sé tími á nýja byggðastefnu – þar sem verkefnin séu unnin þar sem þau eru - af fólki sem þar býr. Það er að segja að flytja verkefnin þangað sem þeirra er þörf. Við teljum að það sé eitt mikilvægasta verkefni á næstu árum að treysta byggð um land allt m.a. með eðlilegri dreif - ingu á þjónustu og starfsemi rík- isins. Augljóstasta verk efnið er heilbrigðiskerfið, en einnig má nefna eftirlits- og rannsóknastörf t.a.m. Umhverfisstofnun, Hafró og Fiskistofu svo örfá verkefni séu nefnd 6. - Við Framsóknarmenn teljum að Íslandi sé betur borgið utan ESB en innan og viljum hætta viðræðum nú þegar. Ef þjóðin vill í framtíðinni taka viðræðurnar upp, verði það gert í kjölfar á þjóðaratkvæða- greiðslu um það. Fordæmi fyrir þessari leið eru m.a. frá Sviss sem gerði hlé á sínum viðræðum fyrir ca. 10-15 árum – og hefur ekki tekið þær upp á ný. Malta sem gerði 4 ára hlé – tók viðræður upp að nýju og gekk í ESB. 7. - Ég hef verið þingmaður nú í fjögur ár. Á þessum tíma hefur verið tekist á um mörg grundvallar- mál – hags muni sem skipta Ísland, landsbyggð ina og þar með Vest- mannaeyjar miklu. Við framsóknar- menn höfum barist af mikilli einurð og staðfestu að verja hagsmuni Ís- lands, hvort sem er í Icesave, grunnatvinnuvegum þjóðarinnar, skuldamálum heimila eða uppbygg - ingu atvinnulífsins. Ég óska eftir að fá umboð ykkar laugar daginn 27. apríl næstkomandi til að vinna áfram að hagsmunum lands og þjóðar. Með því að setja X við B greiða Eyjamenn atkvæði með því að taka á sanngjarnan og réttlátan hátt á skuldamálum heimila. Alþingiskosningar 2013: Hvað eiga Eyjamenn að kjósa? :: Oddvitar framboða í Suðurkjördæmi svara spurningum Eyjafrétta Nú styttist í að gengið verði til kosninga til Alþingis en kosið verður 27. apríl næstkomandi. Óhætt er að fullyrða að sjaldan hafi alþingiskosningar verið jafn spennandi og nú enda framboðin fjölmörg. Ellefu listar eru í boði í Suðurkjördæmi en þeir eru: Björt Framtíð (X-A), Framsóknarflokkurinn (X-B), Sjálfstæðisflokkurinn (X-D), Hægri-Grænir, flokkur fólksins (X-G), Flokkur heimilanna (X-I), Regnboginn (X-J), Samfylkingin (X-S), Dögun (X-T), Vinstri Grænir (X-V) og Píratar (X-Þ). Alls eru 33.641 á kjörskrá í Suðurkjördæmi samkvæmt kosningavef inn - anríkisráðuneytisins, www.kosning.is. Langflestir eru í Reykjanesbæ, eða rétt rúmlega tíu þúsund kjósendur og næstflestir eru í Árborg, 5.658. Vestmannaeyjar eru í þriðja sæti varðandi fjölda kjósenda en 3.169 eru hér á kjörskrá, eða um 9,4% kjósenda í Suðurkjördæmi. Eyjafréttir sendu oddvitum allra ellefu framboðanna spurningalista, níu skiluðu inn svörum en tveir sáu sér ekki fært að svara. Svör oddvitanna má lesa hér að neðan og á næstu síðum. 1. Hvernig ætlar þú að leysa vanda heilbrigðiskerfisins, m.a. í Vestmannaeyjum? Ertu hlynnt/hlynntur nýju hátæknisjúkrahúsi? | 2. Skorið hefur verið niður í löggæslumálum m.a. með þeim afleiðingum að innbrotum hefur fjölgað mikið í Vestmannaeyjum. Hvernig vilt þú bæta þennan vanda og hvar finnur þú fjármagn til þess? | 3. Telur þú að ferjusiglingar eigi að vera hluti af þjóðvegakerfinu og gjaldtaka í samræmi við það? | 4. Hvernig sérð þú næstu skref fyrir þér varðandi sjávarútveg? Óbreytt kerfi eða breyt - ing ar og þá hvaða breytingar? | 5. Undanfarin ár hefur miðjuvæðing verið áberandi á Íslandi, þar sem stofnanir og opinber störf hafa flust frá t.d. Vestmanna eyjum á höfuð - borgarsvæðið. Ertu sátt/sáttur við þessa þróun? | 6. Viltu að Ísland gangi inn í ESB og af hverju/ekki? | 7. Af hverju eiga Eyjamenn að kjósa þig á þing? Allt frá því í gosinu í Heimaey 1973 hef ég verið „Vestmannaeyingur“ eins og svo marg - ir, fylgdist með því 10 ára gamall hvernig Eyjamenn tókust af æðruleysi og dugnaði á við afleiðingar gossins. Í mínum huga eru Eyjar útstöð Íslands, kletturinn í hafinu sem er samnefnari fyrir það fólk sem byggir okkar stórkostlega land. - Páll Valur Björnsson Oddviti Bjartrar Framtíðar ” Ég hef verið þingmaður nú í fjögur ár. Á þessum tíma hefur verið tekist á um mörg grundvallarmál – hags muni sem skipta Ísland, landsbyggð ina og þar með Vest - manna eyjar miklu. Við framsóknarmenn höfum barist af mikilli einurð og staðfestu að verja hagsmuni Íslands, hvort sem er í Icesave, grunnatvinnuvegum þjóðarinnar, skuldamálum heimila eða uppbyggingu atvinnulífsins. Ég óska eftir að fá umboð ykkar laugar daginn 27. apríl næstkomandi til að vinna áfram að hagsmunum lands og þjóðar. - Sigurður Ingi Jóhannsson Oddviti Framsóknarflokks ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.