Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Side 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 17. apríl 2013
°
°
X-D Sjálfstæðisflokkur
Ragnheiður Elín
Árnadóttir:
Hef ætíð
talið hags -
munum
Íslands
best borg -
ið utan
ESB
1. - Vandi heilbrigðiskerfisins verð -
ur ekki leystur nema með breyttri
forgangsröðun fjármuna. Það er al-
gerlega ólíðandi að niðurskurður
hafi bitnað svo mikið á heilbrigðis -
stofn unum á landsbyggðinni að
eðlileg starfsemi þar geti vart
þrifist. Heilbrigðisstofnun Vest -
mannaeyja hefur ekki farið varhluta
af því eins og öllum er kunnugt og
er brýnt að úr verði leyst, sérstak-
lega í ljósi landfræðilegrar sérstöðu
Eyjanna. Eyjamenn eiga kröfu á
góðri og öruggri heilbrigðisþjón -
ustu.Við þurfum að forgangsraða
fjármunum skattborg ar anna rétt og
tryggja grunnþjón ustuna út um allt
land fyrst, áður en ráðist verður í
byggingu nýs sjúkra húss í Reykja -
vík fyrir peninga sem við eigum
ekki til og þurfum að taka að láni.
2. - Lögreglumenn í Eyjum hafa
sjálfir bent á að innbrotum hefur
fjölgað í kjölfar þess að sólarhrings -
vakt lög reglu var afnumin. Það
ligg ur því beinast við að það verður
að taka upp sólarhringsvakt að nýju.
Íbúar verða að geta búið við öryggi
og treyst því að þjónusta lögreglu sé
til staðar þegar þörf er. Sem fyrr
snýst þetta um rétta forgangsröðun.
3. - Já, það er mín skoðun að ferju -
sigl ingar eigi að vera hluti af þjóð -
vega kerfinu og haga beri gjaldtöku í
samræmi við það. Sjálfstæðisflokk -
urinn hefur auk þess ályktað um
slíkt á landsfundi, þannig að stefna
flokksins í þessum málum er skýr.
4. - Ég er hlynnt núverandi fisk -
veiði stjórnunarkerfi í meginat -
riðum. Eins og með önnur mann -
anna verk er það ekki gallalaust og
þarf að endurskoða reglulega.
Sjávarútvegurinn er einn af grunn -
atvinnuvegum þjóðarinnar og því er
afar mikilvægt að sú endur skoðun
fari fram í sátt við hags munaaðila,
sérfræðinga og sjávar byggðirnar í
landinu og taka þarf tillit til þeirra
sjónarmiða sem þar heyrast. Óhóf -
lega gjaldtöku, sem er umfram það
sem tíðkast í öðrum atvinnugrein -
um þarf að endurskoða og tryggja
þarf þeim sem hafa fjárfest í sjáv -
arútvegi rekstrarlegt öryggi. Ég er
sannfærð um að sáttin er í boði ef
allir leggja sig fram og að byggja
skuli m.a. á niðurstöðu sáttanefnd -
arinnar svokölluðu. Mikilvægast er
að eyða þeirri óvissu sem greinin
hefur mátt búa við á síðustu árum
sem gerir ekkert annað en að draga
þrótt úr greininni.
5. - Það er mjög mikilvægt að leitað
sé leiða til að efla opinbera starf-
semi á landsbyggðinni. Slíkt eykur
fjölbreytni atvinnulífs á lands -
byggðinni og styrkir um leið byggð
í landinu. Niðurskurður í grunn -
þjónustu hefur auk þess orðið til
þess að opinberum störfum á lands-
byggðinni hefur fækkað. Ég er ekki
sátt við þessa þróun og mun sem
fyrr berjast fyrir því að tryggja
velferð landsbyggð arinnar.
6. - Ég hef ætíð talið að hagsmun -
um Íslands sé best borgið utan ESB
og byggi það mat mitt ekki síst á
hags munum okkar hvað sjávarút -
veginn varðar. Ég vil að þjóðin fái
tækifæri til þess að ákveða í þjóðar -
atkvæðagreiðslu hvort haldið skuli
áfram með aðildarviðræðurnar og
treysti henni fullkomlega til þess að
taka afstöðu til þess á þessum tíma-
punkti á grundvelli þeirra upplýs -
inga sem nú liggja fyrir.
7. - Ég hef verið þingmaður Eyja-
manna sl. kjörtímabil og er afar
stolt af því. Ég kem eins oft og ég
mögulega get til Eyja, á þar góða
vini og samstarfs menn sem halda
mér vel upplýstri um þau málefni
sem mest brenna á Eyjamönnum
hverju sinni. Ég vil halda áfram að
vinna sem best ég get til að tryggja
örugga grunnþjónustu og styrkja
atvinnulífið í Eyjum þannig að
tryggt verði að unga fólkið okkar
hafi val um spennandi atvinnu -
tækifæri. Vegna þess að það er
mikil vægt að við forgangsröðum
rétt. Ég vil einfaldlega berjast fyrir
hags munum Eyjamanna, sem og
landsmanna allra, og leitast við að
bæta samfélagið okkar með réttri
for gangs röðun.
X-G Hægri grænir
Sigursveinn Þórðarson:
Ferjusigl -
ingar eiga
að vera
hluti af
þjóðvega -
kerfinu og
gjaldtaka í
samræmi
við það
1. - Vandi Heilbrigðisstofnunar
Vest mannaeyja er ekki nýtilkominn.
Gegndarlaus niðurskurður til stofn -
un arinnar hefur staðið síðan fyrir
hrun. Þessu verður ekki breytt nema
ný hugsun komist að. Við viljum
hætta við byggingu hátækni sjúkra-
húss í miðborg Reykjavíkur og efla
nærþjónustu til muna, um allt land.
Það er sjálfsögð krafa okkar sem
búum hér í Eyjum að hafa hér heil-
brigðisþjónustu sem sómi er að.
Vandinn verður ekki leystur með
frekari tiltekt innan stofnunarinnar,
heldur verður að auka fjárframlög
til hennar. Eins eigum við að gera
þá kröfu að skurðstofan verði opin
allt árið en ekki lokað í mánuð
hvert ár. Lykillinn er ný hugsun í
heilbrigðis kerfinu og að hætta
þessari endalausu miðstýringu úr
borginni.
2. - Aftur þurfum við að nálgast
hlutina frá öðru sjónarhorni. Alltaf
þegar horft er á þjónustu ríkisins í
lykil málum þá er horft út frá
lágmarks þjónustu, en ekki hvaða
þjónusta er samfélaginu samboðin.
Peningarnir koma með tiltekt hjá
hinu opinbera þar sem áherslan
verður á velferðar kerfið en minni
yfirbyggingu á öðrum stöðum.
3. - Að sjálfsögðu eiga ferjusigling -
ar að vera hluti af þjóðvegakerfinu.
Við eigum að greiða sem nemur
þeirri upphæð sem myndi kosta
okkur að keyra sömu leið. Þetta er
þjónusta þar sem vegtenging er ekki
til staðar og þá á ekki að skipta máli
hversu margir farþegar eru í bíl, við
eigum að borga fyrir það að koma
bílnum á milli staða.
4. - Kvótakerfið er ekki gallalaust
en grunnkerfið eigum við að halda
í. Ég hefði viljað sjá hærri veiði -
skyldu útgerða svo dæmi sé tekið
um breytingu sem þarf að skoða.
Það á að leyfa frjálsar handfæra -
veiðar á ákveðnu tímabili, tengt
svæðum.
5. - Stjórnkerfi ríkisins á ekki
eingöngu að byggjast upp í
Reykjavík. Til að mynda tel ég mik-
ilvægt að standa vörð um sýslu -
mannsembættið hér í Eyjum sem og
önnur störf hjá hinu opinbera á
landsbyggðinni. Það þarf hins vegar
að draga verulega úr rekstri ríkisins,
sameina stofnanir og leggja aðrar
niður. Þar sem útþensla hins opin-
bera hefur eingöngu verið á höfuð -
borgarsvæðinu er eðlilegt að líta
fyrst þangað í þeim aðgerðum.
6. - Ég hef alltaf verið á móti inn -
göngu okkar í ESB. Ég hef kynnt
mér þetta nokkuð vel og sé hrein-
lega ekki þann ávinning sem þarf að
vera til staðar. Vandræðin í Evrópu
síðustu misseri og framkoma sam-
bandsins í garð minni ríkja sem þó
eru margfalt stærri en við hefur
sannfært mig enn frekar um að
þetta sé félagsskapur sem við eigum
ekki heima í. Við ein angrum okkur
verulega, fríverslunar samningar
sem við erum með við lönd utan
ESB detta út. Við eigum að líta til
beggja átta í þessum efnum. Semja
við lönd á okkar forsendum, semja
við NAFTA ríkin svo dæmi sé
tekið. Nú hafa viðræður verið settar
á ís og eðlilegt í framhaldinu að
Íslendingar fái til að segja hug sinn
til áframhaldandi viðræðna.
7. - Það verður hver og einn auð -
vitað að ákveða á sínum forsendum.
Ég býð mig fram til þess að sinna
okkar málefnum og fá nýja sýn og
nýtt viðhorf inn á Alþingi. Ég tel að
það sé nauðsynlegt að minni fram-
boðin fái brautargengi í komandi
kosn ingum, það verður að vera
mótvægi við gömlu valdaflokkana.
Hægri grænir hafa lagt fram raun-
hæfar lausnir til að ná sáttum í sam-
félaginu. Ég hvet fólk til þess að
kynna sér þær lausnir og kjósa út
frá því.
X-J Regnboginn
Bjarni Harðarson:
Þarf að
tryggja
betur hag
sjávar -
byggð anna
og koma í
veg fyrir
samþjöpp -
un veiði-
heimilda
1. -Heilbrigðiskerfið á landsbyggð -
inni hefur gengið í gegnum alltof
mikinn niðurskurð á undanförnum
árum og þar þarf að snúa fjárveit -
ingum til fyrra horfs. Til þess að
mæta þeim kostnaði á meðal annars
að endur skoða allar hugmyndir um
hátækni sjúkrahús. Öryggissjónar -
mið og almennt jafnræði lands-
manna kallar á að við endurskoðum
þá áherslu sem hefur verið lögð á
að byggja aðeins upp eitt nútíma
sjúkrahús á Íslandi.
2. - Efling löggæslu er verkefni sem
þarf stöðugt að vinna að. Eitt af for-
gangsverkefnum okkar til þess að
bæta hér úr er að auka meðferðar -
starf meðal refsifanga og endur -
skoða þátttöku okkar í Shengen.
Fjármuni til þessara verkefna þarf
að auka smám saman eftir því sem
þjóðarbúið réttir úr sér.
3. - Ég tel að ferjusiglingar, þar sem
ekki er um aðrar samgöngur að
ræða, sé órofa hluti af vegakerfinu
og gjaldtaka eigi að vera í samræmi
við það sem aksturskostnaður ann -
ars væri. Ég tel líka að flýta eigi
eftir megni endurnýjun Herjólfs.
4. - Það þarf að tryggja betur hag
sjávar byggðanna og koma í veg
fyrir samþjöppun veiðiheimilda. Í
grundvallaratriðum á að styðjast við
óbreytt kerfi en um leið verður að
1. Hvernig ætlar þú að leysa vanda heilbrigðiskerfisins, m.a. í Vestmannaeyjum? Ertu hlynnt/hlynntur nýju hátæknisjúkrahúsi? | 2. Skorið hefur verið niður í löggæslumálum
m.a. með þeim afleiðingum að innbrotum hefur fjölgað mikið í Vestmannaeyjum. Hvernig vilt þú bæta þennan vanda og hvar finnur þú fjármagn til þess? | 3. Telur þú að
ferjusiglingar eigi að vera hluti af þjóðvegakerfinu og gjaldtaka í samræmi við það? | 4. Hvernig sérð þú næstu skref fyrir þér varðandi sjávarútveg? Óbreytt kerfi eða breyt -
ing ar og þá hvaða breytingar? | 5. Undanfarin ár hefur miðjuvæðing verið áberandi á Íslandi, þar sem stofnanir og opinber störf hafa flust frá t.d. Vestmanna eyjum á höfuð -
borgarsvæðið. Ertu sátt/sáttur við þessa þróun? | 6. Viltu að Ísland gangi inn í ESB og af hverju/ekki? | 7. Af hverju eiga Eyjamenn að kjósa þig á þing?
Ég hef verið þing-
maður Eyjamanna
sl. kjörtímabil og er
afar stolt af því. Ég
kem eins oft og ég
mögulega get til
Eyja, á þar góða vini
og samstarfs menn
sem halda mér vel
upplýstri um þau
málefni sem mest
brenna á Eyjamönn -
um hverju sinni. Ég
vil halda áfram að
vinna sem best ég
get til að tryggja
örugga grunnþjón -
ustu og styrkja at -
vinnulífið í Eyjum
þannig að tryggt
verði að unga fólkið
okkar hafi val um
spennandi atvinnu -
tækifæri. Vegna þess
að það er mikil vægt
að við forgangs -
röðum rétt.
- Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Oddviti Sjálfstæðisflokks
”
Vestmannaeyjar eiga mikið undir því að
harðsæknir málafylgjumenn flytji þeirra mál
á Alþingi. Ég er tilbúinn til að vera í því liði.
Byggðin í Eyjum eins og reyndar öll byggð á
Íslandi á allt undir því að ESB umsóknin
verði dregin til baka og við stöndum vörð
um fullveldi okkar og okkar fiskimið. Í þeirri
baráttu hefur Regnbogi okkar Jóns Bjarna-
sonar og fleiri góðra liðsmanna mikilvægt
hlutverk.
- Bjarni Harðarsson
Oddviti Regnbogans
”
Ég býð mig fram til þess að sinna okkar
málefnum og fá nýja sýn og nýtt viðhorf inn
á Alþingi. Ég tel að það sé nauðsynlegt að
minni framboðin fái brautargengi í komandi
kosn ingum, það verður að vera mótvægi við
gömlu valdaflokkana. Hægri grænir hafa
lagt fram raunhæfar lausnir til að ná sáttum
í samfélaginu. Ég hvet fólk til þess að kynna
sér þær lausnir og kjósa út frá því.
- Sigursveinn Þórðarson
Oddviti Hægri grænna
”