Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Blaðsíða 13
Eyjafréttir / Miðvikudagur 17. apríl 2013 13 ° ° hamla veðsetningu og verslun með óveiddan afla og veiðiheimildir sem eru verðmæti í eigu þjóðarinnar. Tryggja verður enn betur en nú er gert að auðlindir séu í þjóðareigu. Um leið þarf að tryggja framtíðar - stöðu útgerðar og þeirra sem vinna við þessa undirstöðuatvinnugrein okkar. 5. - Ég er afar ósáttur við þessa þróun og hef lengi gagnrýnt þá borgríkis myndun sem einkennir íslenska þjóð félagsþróun. Lands- byggðin á að njóta jafnræðis þegar kemur að starfsemi ríkisins. Það er ólíðandi að ríkisvaldið standi að stórfelldum flutningi fjármagns frá einum lands hluta til annars. Ein leiðin til að sporna við þessu gæti verið að kyrrsetja skatttekjur lands - byggðar innar á landsbyggðinni. 6. - Alls ekki. Ég tel að það eigi tafarlaust að draga umsókn okkar um aðild til baka enda eru engar eigin legar samningaviðræður í gangi heldur, eins og ESB viður - kennir, aðeins aðlögun sem smám saman miðar að því að troða okkur nauð ugum viljugum í ESB. Það er mikil einföldun að halda að hér megi klára eitthvert samningaferli - slíkur barna skapur verður bara til að festa okkur enn frekar í neti. Það var illa og ólýðræðislega til um - sóknar okkar um ESB stofnað og löngu tímabært að þessu ferli sé hætt. Þegar áróðurs skrifstofu ESB hefur verið lokað og umsóknin dregin til baka er sjálfsagt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvernig staðið skuli að fram tíðar - stöðu okkar gagnvart ESB. Fyrsta skrefið í því væri atkvæðagreiðsla um EES. 7. - Vestmannaeyjar eiga mikið undir því að harðsæknir málafylgju- menn flytji þeirra mál á Alþingi. Ég er tilbúinn til að vera í því liði. Byggðin í Eyjum eins og reyndar öll byggð á Íslandi á allt undir því að ESB umsóknin verði dregin til baka og við stöndum vörð um full - veldi okkar og okkar fiskimið. Í þeirri baráttu hefur Regnbogi okkar Jóns Bjarnasonar og fleiri góðra liðsmanna mikilvægt hlutverk. X-S Samfylking Oddný G. Harðardóttir: Mikilvægt að sjávar - byggð irnar fái hlut- deild í veiði - gjöldum 1. - Nú þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur náð saman 216 milljarða fjárlagagati á kjörtímabil- inu sem er mikið afrek, verðbólgan er komin í 3,9% úr 18% í upphafi kjörtímabils og stýrivextir úr 18,6% í 6%, lánshæfismat landsins stór - batn að og skuldatryggingarálag lækkað úr um 1000 punktum í 100, erum við komin í þá stöðu að geta gert áætlun um uppbyggingu vel - ferð arkerfisins að nýju. Þessu ættum við öll að fagna. Samfylk - ingin vill að heilbrigðisstofnunum kjördæmisins verði gert kleift að tryggja góða grunnþjónustu við íbúa og taka við sérhæfðum verk - efnum. Stefna ætti að því að öll grunnþjónusta sé á sömu hendi og því eigi að flytja þjónustu við aldraða og heilsugæslu til sveitar- félaga. Vestmannaeyjar eru með sérstöðu vegna óöruggra sam- gangna og því þarf að tryggja að heilbrigðisstofnunin þar geti brugðist við erfiðum aðstæðum. Landspítalinn er nú með starfsemi sína á 17 stöðum í Reykjavík. Mikið óhagræði fylgir því og óþægindi bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Ljóst er að grípa verður til aðgerða til að bæta húsakost spítalans og besta framtíðarlausnin er hönnun og bygging sem miðuð er við nútíma þarfir og þekkingu á þessu sviði. Rekstrarkostnaður mun þá lækka til muna og það auðveldar niður greiðslur þeirra lána sem taka verður til að gera nýjan Landspítala að veruleika. Þjóðarsjúkrahúsið á að mæta kröfum okkar um gott og öruggt heilbrigðiskerfi. 2. - Löggæsla er grunnþjónusta á sama hátt og heilbrigðisþjónustan. Svig rúm það sem skapast við betri stöðu ríkissjóðs á næstu árum verður nýtt til að greiða niður skuldir en einnig til forgangsverk - efna eins og að efla heilbrigðis - þjónustuna og löggæsluna í landinu. 3. - Ferjusiglingar milli lands og Eyja eru ákaflega mikilvægar fyrir Vestmannaeyjar og landið í heild. Æskilegast er að þær verði gjald - frjálsar en fyrst og fremst að þær verði öruggar, nýr Herjólfur komist sem fyrst í gagnið og að Landeyja - höfn verði heils árs höfn. 4. - Breytingar, sem ég vil fyrst og fremst sjá, eru í átt að auknu jafn- ræði og nýliðun í greininni, að nýjar fisktegundir fari í leigupott, aukn- ing á veiðiheimildum einnig og að öll leiga á kvóta fari í gegnum kvótaþing með eðlilegu viðskipta - umhverfi þar sem markaðsverð geti skapast. Ég tel líka mjög mikilvægt að sjávarbyggð irnar fái hlutdeild í veiðigjöldum enda er það eðlilegt að hægt verði að byggja upp innviði á þeim stöðum þar sem arðurinn af nýtingu auðlindarinnar verður til. 5. - Nei ég er ekki sátt við þessa þróun og vil leggja mitt af mörkum til að snúa henni við. 6. - Ég vil að Ísland gangi í ESB og taki upp evru vegna þess að ég tel að með því batni kjör heimila og fyrirtækja í landinu umtalsvert. Við værum þá laus við bólur, verð - bólguskot og verðtrygginguna sem munu annars brenna upp eignir landsmanna reglu lega ef við tökum ekki upp stöðugan gjaldmiðil. 7. - Eyjamenn eiga að velja Sam- fylkinguna vegna raunhæfrar stefnu hennar sem leiða mun til aukins jöfnuðar og réttlætis og til öruggara og betra samfélags. Áherslur okkar á velferðarmál, á að forgangsraða menntun framar, á sterkar atvinnu- greinar í heilbrigðu samkeppnis - umhverfi sem undirstöðu velferðar, á sprotafyrirtæki og nýsköpun sem nýjar stoðir atvinnulífs og á öruggar og góðar samgöngur sem skipta máli fyrir lífskjörin. Eyjamenn eiga að kjósa mig vegna þess að ég hef reynslu, þekkingu og geðslag sem ég mun nýta til að reynast þeim vel og vinna að þeirra hag. X-T Dögun Andrea J. Ólafsdóttir: Forgangs - verkefni að færa þjón - ustuna aftur nær fólkinu 1. - Það verður erfitt verkefni að snúa til baka frá þeim stóru mis- tökum sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gerðu í sinni valdatíð þar sem heilbrigðisþjónusta var skorin niður á landsbyggðinni og færð í meira mæli til höfuðbor- garinnar. Við viljum snúa því til baka, það er forgangsverkefni að færa þjónustuna aftur nær fólkinu og tryggja betri laun og tækjabún - að. Meðal annars þess vegna teljum við ekki tímabært að ráðast í bygg - ingu Hátæknisjúkrahúss. 2. - Til að tryggja öflugt velferðar - kerfi og þjónustu ríkisins verður að tryggja tekjur í ríkiskassann. Við viljum gera það m.a. með því að endursemja um opinberar skuldir sem eru nú á við heilt heilbrigðis - kerfi á ári hverju. Við viljum auk þess tryggja auknar tekjur í gegnum auðlindagjald - því þjóðin á auð - lind irnar. Eins viljum við endur - heimta ríkisaðstoðina sem bönkunum var veitt við hrunið. Löggæslumálin hafa setið á hakanum eins og svo margt annað síðastliðin ár og verður verkefni stjórnmálanna næstu árin að rétta úr kútnum til að efla þjónustuna aftur. 3. - Já. 4. - Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almanna- hag að leiðarljósi og hámarka verð - mætasköpun nytjastofna. Gagnger endurskoðun á fiskveiðistjórnunar - kerfinu mun m.a. byggjast á: • Að fullt jafnræði verði í aðgengi að veiðiheimildum. • Að greitt verði auðlindagjald fyrir afnotin sem renni til ríkis og sveitar félaga. • Að framsal, framleiga og veðsetn - ing veiðiheimilda verði óheimil. • Að aflahlutur sjávarbyggða sé tryggður og hluti veiðileyfa svæðis- bundinn. • Að öllum nýtanlegum afla sé land - að og enginn hvati verði til brott - kasts m.a. með því að kvótasettum fisk tegundum verði fækkað. • Að allur afli fari á markað og verðmyndun sé 100% bundin fisk - mörkuðum. • Að veiðiráðgjöf verði endurskoð - uð og fleiri aðilar komi að ráðgjöf - inni - mögulega er hægt að veiða meira en gert er í dag miðað við reynslu Rússa og Norðmanna. • Að handfæraveiðar verði frjálsar. 5. - Nei, ég er ekki sátt við þessa þróun, ég tel mikilvægt að byggðir landsins verði efldar og atvinna og þjónusta tryggð þeim í mun meira mæli. En til þess þarf að snúa við þróun sem ríkisstjórn sjálfstæðis- og framsókn armanna fór af stað með í mjög markvissum mæli. 6. - Þetta er eitt af þeim stóru málum sem ég tel réttast að fari í þjóðar atkvæðagreiðslu - þjóðin á alltaf að hafa síðasta orðið þegar um svo stórar ákvarðanir er að ræða. Sjálf hef ég ekki gert upp hug minn, ég sé bæði stórkostlega galla vegna lýðræðishalla í ESB og líka kosti. Ég á eftir að fara yfir það þegar ferlinu er lokið hvort vegur þyngra, kostirnir eða gallarnir. Við leggjum áherslu á opið og lýðræðislegt ferli, óháða upplýs - inga gjöf og fræðslu og treystum þjóðinni til að ráða niðurstöðunni. Ef aðild arviðræðum verður ekki lokið fyrir samþykkt nýrrar stjórnarskrár og þjóðin ákveður að hætta aðildar viðræðum í samræmi við 66. grein frumvarps Stjórnlaga - ráðs, munum við styðja þá niður - stöðu. Að öðrum kosti verði aðild - ar viðræður við Evrópusambandið kláraðar og niður staðan borin undir þjóðaratkvæði. 7. - Af því að ég er einfaldlega besti valkosturinn með hjartað á réttum stað, gríðarlega sterka réttlætis - kennd og heilmikið vit í kollinum. Ég set aðgerðir fyrir heimilin í 1. sæti. Ég tel þjóðina vera í dauðafæri að ná fram langþráðu réttlæti fyrir heimilin. Þess vegna hvet ég alla landsmenn til að nota gríðarlegt vald sitt til algerrar endurnýjunar á Alþingi og skoða einungis að kjósa nýju öflin sem hafa öflugar aðgerðir í lána málum efst á dagskrá. Kíkið á xt.is til að kynna ykkur málefna - skrána varðandi önnur mál en hér er spurt um. Þar er Dögun með öflug - ustu stefnuna í efnahagsmálum og heildarendurskoðun lífeyrissjóða - kerfisins. 1. Hvernig ætlar þú að leysa vanda heilbrigðiskerfisins, m.a. í Vestmannaeyjum? Ertu hlynnt/hlynntur nýju hátæknisjúkrahúsi? | 2. Skorið hefur verið niður í löggæslumálum m.a. með þeim afleiðingum að innbrotum hefur fjölgað mikið í Vestmannaeyjum. Hvernig vilt þú bæta þennan vanda og hvar finnur þú fjármagn til þess? | 3. Telur þú að ferjusiglingar eigi að vera hluti af þjóðvegakerfinu og gjaldtaka í samræmi við það? | 4. Hvernig sérð þú næstu skref fyrir þér varðandi sjávarútveg? Óbreytt kerfi eða breyt - ing ar og þá hvaða breytingar? | 5. Undanfarin ár hefur miðjuvæðing verið áberandi á Íslandi, þar sem stofnanir og opinber störf hafa flust frá t.d. Vestmanna eyjum á höfuð - borgarsvæðið. Ertu sátt/sáttur við þessa þróun? | 6. Viltu að Ísland gangi inn í ESB og af hverju/ekki? | 7. Af hverju eiga Eyjamenn að kjósa þig á þing? Eyjamenn eiga að velja Samfylkinguna vegna raunhæfrar stefnu hennar sem leiða mun til aukins jöfnuðar og réttlætis og til öruggara og betra samfélags. Áherslur okkar á velferðarmál, á að forgangsraða menntun framar, á sterkar atvinnugreinar í heilbrigðu samkeppnis umhverfi sem undirstöðu velferðar, á sprotafyrirtæki og nýsköpun sem nýjar stoðir atvinnulífs og á öruggar og góðar samgöngur, skipta máli fyrir lífskjörin. - Oddný G. Harðardóttir Oddviti Samfylkingarinnar ” Ég set aðgerðir fyrir heimilin í 1. sæti. Ég tel þjóðina vera í dauðafæri að ná fram langþráðu réttlæti fyrir heimilin. Þess vegna hvet ég alla landsmenn til að nota gríðarlegt vald sitt til algerrar endurnýjunar á Alþingi og skoða einungis að kjósa nýju öflin sem hafa öflugar aðgerðir í lána málum efst á dagskrá. Kíkið á xt.is til að kynna ykkur málefnaskrána varðandi önnur mál en hér er spurt um. Þar er Dögun með öflugustu stefnuna í efnahagsmálum og heildaren- durskoðun lífeyrissjóðskerfisins. - Andrea J. Ólafsdóttir Oddviti Dögunar ” Oddvitarnir eru allir sammála um að sjúkrahúsið hér þurfi að vera nógu öflugt til að bregðast við erfiðum aðstæðum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.