Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Page 14

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Page 14
X-V Vinstri Græn Arndís Soffía Sigurðardóttir: Vil að auð - lindin skili eigendum sínum veru lega meiri arði 1. - Miðað við óbreytt skattkerfi og 2% hagvöxt mun verða 50-60 millj - arða svigrúm í rekstri ríkissjóðs. Það svigrúm ætlar VG að nýta til upp byggingar í velferðar-, mennta- og heilbrigðismálum. Það er ekki hægt að búa lengur við ómarkvissa stefnu í heilbrigðismálum og redd - ingar frá ári til árs. Ég vil sjá sterkan Lands spíltala í Reykjavík sem getur verið raunverulegur bakhjarl allra heilbrigðisstofnana um allt land. Heilsu gæslan á hverj - um stað á að vera fyrsti viðkomu - staður og inni í heilbrigðiskerfinu á að vera bæði tannlæknaþjónusta og sálfræði þjónusta og mikilvægt er að fæð ing a rþjónusta sé í heimabyggð. Hvert hérað verður að geta tekist á við bráðaverkefni og sjúkraflutn - ingar verða að vera öruggir. Hvað varðar Vestmannaeyjar, kalla aðstæður á að þar sé sterk heil- brigðisþjónusta sem verður að geta treyst á sig sjálf. 2. - Ég sat í samráðshópi innanríkis - ráðherra sem skilaði nú nýverið af sér skýrslu um stöðu löggæslunnar. Samróma niðurstaða hópsins, sem var skipaður fulltrúum allra þing - flokka og hagsmunaaðila úr lögregl unni, var að veita þyrfti 875 milljónum króna til lögreglunnar á hverju ári, næsta kjörtímabil. Fjölga þyrfti lög reglumönnum um 236 og er það í samræmi við mannafla- greiningu RLS. Fyrsta forgangsmál var að fjölga almennum lögreglu - mönnum úti á landi. Það var einnig tillaga samráðshópsins að við stjórnar mynd un eftir kosningar yrði unnið samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar. 3. - Samgöngur til Landeyjahafnar hafa verið algert forgangsmál í tíð Ögmundar Jónassonar innanríkis - ráðherra. Varðandi gjaldtökuna finnst mér ótækt að Vestmanna - eyingar þurfi að búa við að þurfa að greiða svo miklu meira í fargjald ef Herjólfur þarf allt í einu að sigla til Þorlákshafnar. Mér þætti eðlilegt að Vestmanneyingar gætu almennt siglt á milli á lægra gjaldi en ferða- menn. 4. - Ég vil að auðlindin skili eig - endum sínum (þjóðinni) verulega meiri arði. Varðandi veiðigjaldið myndi ég vilja breyta því þannig að gjaldið miðist við hlutfall af heims- markaðsverði á hverjum tíma en ekki fasta krónu tölu. 5. - Við eigum að geta gert miklu betur þegar kemur að því að færa störf út á land og þá er ég sérstak- lega að tala um störf sem þarfnast háskóla- eða sérmenntunar. Vinstri stjórnin hefur stóraukið nýsköpun - ar sjóð og rann sóknarsjóði sem kemur auðvitað til góða þegar fólk vill hefja störf og atvinnuuppbygg - ingu úti á landi. 6. - Umræðan snýst aðallega um hvort kosið verði núna eða seinna en ekki AF HVERJU fólk vill eða vill ekki ganga þar inn. Ég vil ekki ganga í ESB og fyrir því eru margar ástæður. Margir sjá ofsjónum yfir þeirri kjarabót sem þeir telja felast í því að taka upp evru á Íslandi, þ.á.m. ASÍ. Miðað við þá þróun sem á sér nú stað í nágrannalöndum okkar, t.d. Danmörku þá held ég að ASÍ og launa fólks eigi eftir að bíða enn meiri áskoranir ef við göngum í ESB. Frá Evrópusambandinu stafa nú skipanir til aðildarríkja um að bregðast við atvinnu leysi sem er orðið alvarlegt mein í Evrópusam- bandslöndum. Þær ganga út á að örva markaðinn með því að lækka laun, hækka eftirlauna aldur, veita fyrirtækjum meira svig rúm til að semja um laun og beinlínis draga úr félagslegum áhrifum við gerð kjarasamninga. Í þessari baráttu held ég að Íslendingar eigi eftir að verða undir sérstaklega þegar ASÍ er orðið klappstýra fyrir ESB. 7. - Vegna þess að ég ætla að vinna á þingi með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Alltaf. X-Þ Píratar Smári McCarthy: Fargjöld til Vestmanna eyja eru vegatollar sem ber að afnema 1. - Öll sjúkrahús ættu að vera há - tækni vædd, en það er ekki for- gangsatriði. Forgangsatriðið er að sjá til þess að allir komist í ásættanlega læknis - þjónustu í sinni heimabyggð. Píratar vilja dreifstýringu, sem felur meðal annars í sér að fólk þurfi ekki alltaf að leita í miðlæga þjónustu. Það er mikil sóun í heilbrigðis - kerfinu sem við verðum að finna út úr. 2. - Að hluta til gæti þetta lagast við það að hætta að koma fram við vímu efna vanda fólks sem glæp og líta á það frekar sem það heilbrigð - is vandamál sem það er - þá minnkar álagið á lögreglu alls staðar og hugsanlega hægt að færa til fé til að tryggja fulla löggæslu alls staðar á landinu. Að auki er rétt að snúa við þeirri þróun, sem hefur verið, að áherslan sé á löggæslu á höfuð - borgarsvæðinu á kostnað lands - byggð arinnar. 3. - Já, þær eru hluti af þjóðvega - kerfinu. Gjaldtakan vegna ferða til og frá Vestmannaeyjum eru allt of há - ekki síst fyrir fólk sem á ekki bíl og þarf að taka rútu frá Land - eyjahöfn og til baka. Heildarkostn - aðurinn jókst verulega á undan - förnum árum og það er slæmt. Far - gjöld til Vestmannaeyja eru vega - tollar sem ber að afnema. Ég á ekki til neina galdralausn um hvernig við lækkum eða afnemum þessa vega- tolla, og vil gjarnan heyra frá fólki sem hefur legið yfir þessu. 4. - Kvótakerfið, eins og það stend - ur, er að valda miklum skaða: sam - þjöppun á eignarhaldi, brottflutn - ingur á veiði réttindum úr þeim byggðarlögum þar sem veiðin er helst stunduð, og það er búið að tortíma smábátaútgerð. Þetta verður ekki lagað á auga - bragði. Fyrsta skrefið miðar að því að vernda fiskistofna, vernda hafs- botninn, og blása nýju lífi í smá - bátaútgerð: að afmarka svæði til frjálsra strandveiða á línu án kvóta fyrir báta undir ákveðinni stærð. 5. - Mjög ósáttur. Það er nákvæm- lega ekkert gott við miðlægni, dreif- stýring er það eina sem getur gengið til langs tíma: það er örugg - ara, það er sveigjanlegara, og það þolir betur álagsbreytingar. Fólk á að geta tekið ákvarðanir sem varða sig sjálft byggt á bestu upplýsingum sem eru til staðar hverju sinni. Píratar vilja alls ekki samþjöppun valds, hvorki í Reykjavík né annars staðar. 6. - Evrópusambandið er ólýðræð - islegt bákn sem ber að varast. Hins vegar eru möguleikar okkar tak - mark aðir: EES samningurinn er að ræna okkur fullveldi, en er um leið okkar mikilvægasti viðskipta - samningur. Við getum því ýmist reynt að semja til okkar fullveldið á ný, sem er örugglega ekki mögu - legt, eða sætt okkur við þau hlut- skipti að þurfa að fara inn í Evrópusambandið og reyna að laga það sem er að því innan frá. Hvorugt er sérstaklega aðlaðandi. Píratar hafa þó einfalda stefnu: Við viljum að almenningur verði upp - lýstari um samningaviðræðurnar og látum niðurstöðurnar í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. 7. - Eyjamenn geta svarað því betur en ég. En þetta snýst ekki bara um að treysta mér, þetta snýst um að treysta nýjum hugmyndum. Píratar hafa mjög nýstárlega og skynsam- lega sýn á stjórnmálin. Kosning - arnar snúast um hugmyndir. 14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 30. ágúst 2012 ° ° 1. Hvernig ætlar þú að leysa vanda heilbrigðiskerfisins, m.a. í Vestmannaeyjum? Ertu hlynnt/hlynntur nýju hátæknisjúkrahúsi? | 2. Skorið hefur verið niður í löggæslumálum m.a. með þeim afleiðingum að innbrotum hefur fjölgað mikið í Vestmannaeyjum. Hvernig vilt þú bæta þennan vanda og hvar finnur þú fjármagn til þess? | 3. Telur þú að ferjusiglingar eigi að vera hluti af þjóðvegakerfinu og gjaldtaka í samræmi við það? | 4. Hvernig sérð þú næstu skref fyrir þér varðandi sjávarútveg? Óbreytt kerfi eða breyt - ing ar og þá hvaða breytingar? | 5. Undanfarin ár hefur miðjuvæðing verið áberandi á Íslandi, þar sem stofnanir og opinber störf hafa flust frá t.d. Vestmanna eyjum á höfuð - borgarsvæðið. Ertu sátt/sáttur við þessa þróun? | 6. Viltu að Ísland gangi inn í ESB og af hverju/ekki? | 7. Af hverju eiga Eyjamenn að kjósa þig á þing? Samgöngur til Landeyjahafnar hafa verið algert for- gangsmál í tíð Ög- mundar Jónassonar innanríkis ráðherra. Varðandi gjaldtök - una finnst mér ótækt að Vest - manna eyingar þurfi að búa við að þurfa að greiða svo miklu meira í fargjald ef Herjólfur þarf allt í einu að sigla til Þor- lákshafnar. Mér þætti eðlilegt að Vestmanneyingar gætu almennt siglt á milli á lægra gjaldi en ferðamenn. - Arndís Soffía Sigurðardóttir Oddviti Vinstri grænna ” Evrópusambandið er ólýðræðislegt bákn sem ber að varast. Hins vegar eru möguleikar okkar takmark aðir: EES samningurinn er að ræna okkur fullveldi, en er um leið okkar mikilvægasti viðskipta - samningur. Við getum því ýmist reynt að semja til okkar fullveldið á ný, sem er örugglega ekki mögulegt, eða sætt okkur við það hlutskipti að þurfa að fara inn í Evrópusambandið og reyna að laga það sem er að því innan frá. Hvorugt er sérstak- lega aðlaðandi. Píratar hafa þó einfalda stefnu: Við viljum að almenningur verði upp lýstari um samningaviðræðurnar og látum niðurstöðurnar í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. - Smári McCarthy Oddviti Pírata ” EYJAFRÉTTIR.is - vertu með á nótunum! Flestir oddvitana eru sammála um að gjaldskrá Herjólfs sé ekki í lagi eins og staðan er í dag.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.