Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Blaðsíða 16
° °116 Eyjafréttir / Miðvikudagur 17. apríl 2013 BÖRN OG UMHVERFI - Námskeið 2013 Rauði krossinn í Vestmannaeyjum heldur námskeiðið ,, Börn og umhverfi,, fyrir 12 ára krakka fimmtudaginn 25. Apríl og laugardaginn 27. apríl. Börn og umhverfi er námskeið fyrir ungmenni fædd á árinu 2001 og eldri Á námskeiðinu, sem er 12-16 kennslustundir, er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórn - un, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndi- hjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru m.a. Lóa Skarphéðinsdóttir hjúkrunarfræðingur og Ragna Kristín Jónsdóttir leikskólakennari . Allir fá staðfestingaskírteini að námskeiði loknu. Námskeiði er haldið í húsnæði Rauða krossins, Arnardrangi. Námskeiðsgjald er Kr. 6.000, sem greiðist við fyrstu mætingu. Innifalið er nemendahandbók og hressing ( ávextir og safi ) Námskeiðið hefst báða dagana kl. 9,00 og er til kl. 16,00 Nánari upplýsingar á skrifstofu RKÍ, Arnardrangi á mánudögum og miðvikudögum frá kl.16-18, eða netfang vestmannaeyjar@redcross.is og loa@44.is Tilkynnið þáttöku sem fyrst! Ekki seinna en fyrir 20. Apríl n.k. í síma 863 0521 og 864 0520eða á netfang: Vestmannaeyjar@redcross.is og loa@44.is Tónfundir Tónlistarskólans Haldnir í skólanum alla miðvikudaga kl. 17.30. Allir velkomnir Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.