Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Side 17

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Side 17
° ° Eyjafréttir / Miðvikudagur 17. apríl 2013 17 Lagabálkur til varnar hagsmunum fjórflokksins Nú þegar framboðsfrestur er runn - inn út er ljóst að hér í Suðurkjör - dæmi verða ellefu framboð til kosninga. Aðeins fjögur þeirra voru í boði fyrir fjórum árum. Þegar kosninga löggjöfinni var breytt árið 2000 má segja að gömlu valda - flokkarnir hafi lagt ýmsar hindranir fyrir óþægileg klofningsframboð. Um leið gerði fjórflokkurinn nýjum flokkum mun erfiðara um vik að komast að. Þeir byggðu upp laga - bálk til að verja sín sæti. Hvatning til að kjósa annað en samviskan segir Þingmenn flokkanna höfðu ekki miklar áhyggjur af þeim hindrunum sem settar voru upp, heldur fór mestur tími umræðunnar á Alþingi í að rökræða hvar kjördæmin skyldu skiptast og hvernig þingmannasæti flökkuðu á milli kjördæma. For - ystumenn og helstu stuðningsmenn þessara sömu flokka ganga nú um og hvetja til þess að kjósa ekki minni framboðin, því þá gæti atkvæðið þitt dottið niður. Reyndar er VG þarna undanskilið enda sá flokkur kominn í þá stöðu að vera að berjast með nýju framboðunum við 5% þrösk uldinn. Ný framboð með allt að þriðjungs fylgi En er það svo að atkvæðið sé að detta niður ef flokkur nær ekki tak- markinu? Nei, alls ekki heldur þvert á móti er nauðsynlegt að fjórflokk - urinn fái þau skilaboð úr kosn ing - unum að stór hluti þjóðarinnar vill ekki þessi öfl við völd. Miðað við kannanir sem eru þó ansi misvís - andi þessa dagana þá gætu ný fram- boð til Alþingis fengið upp undir 30% af atkvæðum í komandi kosn - ingum. Stór hluti af þeim myndi ekki enda í þingsætum en myndi senda skýr skilaboð um að breyta kosn inga löggjöfinni þannig að ægi- vald fjórflokksins á Alþingi okkar Íslendinga hverfi. Tímasett aðgerðaráætlun Það má segja að hver og einn ætti að geta fundið sitt framboð af þeim sjö nýju sem nú bjóða fram. Allt frá róttækum vinstri flokkum, nokkrum krataflokkum og síðan eru Hægri grænir, eina framboðið sem getur talist hægra framboð. Við erum reyndar líka eina framboðið sem hefur tímasett þær aðgerðir sem ráðast á í. 17. júní 2013 verða öll verðtryggð húsnæðislán innkölluð og lánað aftur út í óverðtryggðum húsnæðislánum. 1. desember 2013 verða gjaldeyrishöft afnumin með upptöku ríkisdals. Það eru lausnir komnar fram. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur málin á xg.is. Valkvíði fyrir kosningar? Dögun – stjórnmálasamtök um rétt - læti, sanngirni og lýðræði bjóða fram í öllum kjördæmum í alþingis - kosningum í vor. Aðaláhersla okkar er á lýðræðisleg vinnubrögð og fyrir komandi kosningar setjum við þrjú mál á oddinn: Afnám verðtryggingar og leiðréttingar lána, nýja stjórnar - skrá og uppstokkun á stjórn fisk - veiða. Einnig viljum við lögfesta lágmarks framfærsluviðmið og endur skoða lífeyrissjóðskerfið. Dögun hefur sérstöðu að því leyti að skipulag okkar er flatt, án for- manns. Stefnumál Dögunar eru samþykkt á félagsfundum þar sem allir félagar hafa atkvæðarétt. Hjá Dögun er lýðræðið því ekki bara í orði heldur einnig á borði. Peningaöfl stýra ekki ferðinni Í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að „eitt augljósasta tæki við - skiptalífsins til að hafa áhrif á stjórn- málamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna.“ Það sam rýmist því ekki vel hugmyndinni um lýð - ræði að stjórnmál séu fjármögnuð af fyrirtækjum. Hvað er að marka stjórnmálaafl sem fjármagnað er af fjársterkum aðila eða fyrir tækjum, jafnvel af sjávarútvegsrisa? Er slíkt afl í þjónustu við almenning eða fjár- mögnunaraðilann? Dögun hefur skýrar reglur að þessu leyti, við viljum skera á milli við - skiptalífs og stjórnmála og banna framlög lögaðila til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna. Einnig viljum við setja reglur sem draga úr áhættu á því að peningaöfl hafi bein áhrif á þjóðaratkvæðagreiðslur og íbúa - kosn ingar. Með þessum hætti er hægt að koma í veg fyrir spillingu. Peningavald er andstæða lýðræðis. Við hvetjum alla kjósendur til að íhuga vel hvaða öfl liggja að baki stjórnmálaflokkanna, eru þau öfl að hugsa um velferð almennings eða eigin hag? Málefnaleg sérstaða Dögun hefur mótaða stefnu í helstu málaflokkum. Sérstaða Dögunar liggur í því að við leggjum bæði áherslu á leiðréttingar lána heimil - anna og afnám verðtryggingar, sem 80% þjóðarinnar vill - en erum að auki komin lengra í útfærslu á fram - tíðarlánakerfi með 5-6% vaxtaþaki og breyttu húsnæðiskerfi með virku markaðsaðhaldi. Við viljum nýja stjórnarskrá og við viljum að auðlindirnar séu í þjóðareigu. Það þýðir að breyta verður kvótakerfinu og tryggja fólkinu arð af auðlindum sínum. Þannig sköpum við forsendur til skattalækkana. Þannig er okkar stefna í þessum stóru og brýnu hagsmunamálum, sem munu koma til afgreiðslu á næstu árum. Dögun er því sammála meirihluta þjóðarinnar. Þjóðin er í dauðafæri að ná fram langþráðu réttlæti fyrir heimilin og lýðræðið – veljið ykkur nýtt afl og tryggið endurnýjun inn á Alþingi í vor. Nóg er úrvalið og Dögun er þar öflugur valkostur. Kynnið ykkur Dögun á XT.is Auðlindir í almannaþágu Yfirgnæfandi stuðningur við ákvæði um ævarandi þjóðareign á náttúruauðlindum kom fram í þjóðar atkvæðagreiðslu um nýja stjórnar skrá. Í ákvæði stjórnlaga - ráðs um þjóðareign á náttúruauð - lindum kom m.a. fram að nýting ar - leyfum verði úthlutað á jafnræðis- grundvelli til hóflegs tíma í senn og gegn fullu gjaldi. Fiskurinn í sjónum er sameiginleg auðlind þjóðarinnar. Fiskveiðiauð - lindin er ekki eign fárra útvaldra. Eigandi auðlindarinnar – þjóðin – á að fá eðlilegan og sanngjarnan arð af nýtingu hennar. Þrátt fyrir harðar deilur um sjávarútveg og stjórn fiskveiða eru flestir sammála um þetta grundvallaratriði. Veiðigjöld og skipting auðlinda arðsins Álagning veiðigjalds, sem tekur mið af reiknaðri auðlindarentu í sjávar útvegi er skref í þá átt að skipta umframarðinum sem sérleyfi til nýt ingar verðmætrar auðlindar í þjóðareign skapar. Veiðigjöldin fela í sér leið til að skipta auðlinda - arðinum milli nýtingaraðila og þjóðarinnar sem eiganda og umsjón araðila. En það er jafnframt brýnt að þau svæði sem taka á sig fórnir vegna auðlindanýtingar, eða eru háðust henni, njóti auðlinda - arðsins, m.a. til uppbyggingar inn - viða og fjölbreytts atvinnulífs. Slík skipting er ein af forsendum sáttar í auðlinda málum og er í anda sjálf- bærrar þró unar. Veiðigjöldin eiga því rétt á sér. Um það er ekki lengur deilt. En það er stundum tekist á um útfærsluna. Sátt um útfærslu Margir hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd veiðigjaldanna – að hún geti verið smærri fyrirtækjum of íþyngjandi. Þannig hefur því verið haldið fram að útfærslan gæti stuðlað að enn frekari samþjöppun á aflaheimildum í sjávarútvegi. Mikilvægt er að útfærsla veiði - gjaldsins sé gagnsæ og auðskilin og valdi ekki einstökum fyrirtækjum vanda. Stjórn völd verða alltaf að vera tilbúin að endurskoða útfærsl - una ef í ljós kemur að hún er ekki í samræmi við þau markmið sem lagt var upp með. Hlutdeild sjávarbyggða í veiðigjöldum mikilvæg Sjávarbyggðirnar eiga því heimt - ingu á því að njóta þess arðs sem til verður í greininni. Þess vegna vill Samfylkingin skoða með hvaða hætti sjávarbyggðirnar geta fengið sann gjarna hlutdeild í veiðigjöld - unum. Það er einfaldlega sann - girnismál að hluti veiðigjaldsins fari aftur til sjávar byggðanna á þá staði þar sem vinnan fer fram og arður - inn verður til. Sanngjörn útfærsla veiðigjalda og eðlileg hlutdeild sjávarbyggðanna í þeim geta markað upphafið að þeirri sátt sem er nauðsynleg í sjávarút vegsmálum. Jafnréttisbaráttan er eitt af mikil - vægustu verkefnum stjórnmálanna á öllum tímum. Við þurfum að tryggja jafnrétti barna okkar til tækifæra í lífinu, jafnrétti íbúanna til lífskjara, jafnrétti kynja og jafn- rétti óháð kynþætti, trú eða kyn - hneigð . Fagurt mannlíf getur aldrei þrifist þar sem misrétti og aðstöðu- munur einkennir samfélagið. Þó enn sé langt í land höfum við náð umtalsverðum árangri á Íslandi í jafnréttisbaráttu milli kynja og þjóð félagshópa. En á sama tíma hefur jafnréttisbarátta landshluta farið hall loka og staðan einkennist nú sífellt meira af því að hér er að verða til borgríki og skattlönd þess allt í kring. Nær helmingur af launum hvers manns, allri þjóðar- framleiðslu og innkomu fer með einum eða öðrum hætti til ríkisins. Ríkisféð rennur síðan nær allt til þarfa höfuðborgar svæðisins og landsbyggðinni blæðir. Fyrir nokkrum áratugum reistum við að húni landsbyggðarbaráttuna í grasrótarsamtökum sem hétu ein - fald lega Samtök um jafnrétti milli landshluta. Sú hugsjón hefur lifað síðan þó að verkefnin hafi vikið um sinn. Nú í endurreisn Íslands er brýnt að endurvekja baráttuna um héraða stjórnir og sjálfstæði hvers lands hluta þar sem við stöðvum fjár streymið af landsbyggðinni til höfuð borgarinnar. Til þeirra verka getum við notað verklag frænda okkar á Norðurlönd - um sem komið hafa á fylkisþingum með sjálfstæðum fjárhag. Við eigum þegar grunninn að slíku fyrirkomulagi í samstarfi sveitar- félaga og með því að virkja það getum við gerbreytt stöðu sjávar- byggða og sveita sem saman eru grunnur að velmegun Íslendinga. Það er ekki aðeins að landsbyggð - in fengi með slíku fyrirkomulagi rýmri fjárhag til uppbyggingar heldur yrði aftekið að til allra mála yrði farinn bónarvegur á skrifstofur fyrir sunnan. Með raunverulegri jafnréttisbaráttu landshlutanna getum við lyft grettistaki í því að tryggja hag landsbyggðarinnar. Jafnrétti milli landshluta ÁRNI RÚNAR ÞORVALDSSON 4. sæti á l ista Samfylk ingar innar BJARNI HARÐARSSON 1. sæti á l ista Regnbogans SIGURSVEINN ÞÓRÐARSON 1. sæti á l ista Hægri grænna Sjávarbyggðirnar eiga því heimtingu á því að njóta þess arðs sem til verður í greininni. Þess vegna vill Samfylkingin skoða með hvaða hætti sjávarbyggðirnar geta fengið sann gjarna hlutdeild í veiðigjöldunum. Það er einfaldlega sanngirnismál að hluti veiði - gjaldsins fari aftur til sjávar byggðanna á þá staði þar sem vinnan fer fram og arðurinn verður til. ” Við erum reyndar líka eina framboðið sem hefur tímasett þær aðgerðir sem ráðast á í. 17. júní 2013 verða öll verðtryggð húsnæðis- lán innkölluð og lánað aftur út í óverð - tryggð um húsnæðislánum. 1. desember 2013 verða gjaldeyrishöft afnumin með upp- töku ríkisdals. ” ANDREA JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR 1. sæti Dögunar GUÐRÚN ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR 4. sæti Dögunar Þó enn sé langt í land höfum við náð umtalsverðum ár - angri á Íslandi í jafn - réttis baráttu milli kynja og þjóð félags - hópa. En á sama tíma hefur jafnréttis- barátta landshluta farið hall loka og staðan einkennist nú sífellt meira af því að hér er að verða til borgríki og skattlönd þess allt í kring. ” AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl. 20.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 4811140 BERGLIND JÓHANNSDÓTTIR tannréttingasérfræðingur verður á tannlæknastofunni að Kirkjuvegi 10a fimmtudaginn 25. apríl. Tímapantanir hjá Gyðu í s. 564-6640.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.