Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Side 20

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Side 20
20 Eyjafréttir / Miðvikudagur 17. apríl 2013 ° ° Óskar Pétur brá sér í túr með Vestmannaey VE: Klukkutíma stím í mokfiskirí :: Þorskurinn mest áberandi en það var líka ýsa, langa og eitthvað lítið af lýsu Óskar Pétur Friðriksson, ljós- myndari Eyjafrétta, er gamall sjóhundur og leiðist ekki þegar tækifæri gefst til að fara á sjó. Hann hefur farið út með loðnu - skipum og í vetur fór hann í netaróður með Kristbjörgu VE. Hann átti trollið eftir og í síðustu viku brá hann sér í túr á Vest- mannaey VE, eitt af tveimur togskipum Bergs-Hugins. Óskar myndaði í miklum móð og enn og aftur sannaðist að hann er ekki fiskifæla. Skipstjóri á Vestmannaey er Birgir Þór Sverrisson og í allt eru 12 karl - ar um borð. Þeir fóru út sunnu dag - inn 7. apríl og var mæting rétt fyrir klukkan átta um kvöldið og sleppt á slaginu átta. Veður var gott og ekki farið langt, trollinu kastað í Háfa - dýpi eftir klukkutíma stím í austur. Vildu þeir fá blandaðan afla og höfðu ekki síst áhuga á lýsu sem selst á ágætis verði í Frakklandi. Í fyrsta holinu var togað í klukkutíma og var aflinn sex tonn og um 60 prósent ufsi. „Biggi var ágætlega sáttur við þessa samsetn ingu en restin var grams en blái litur inn átti eftir að láta undan eins og í kosn - ingabaráttunni,“ sagði Óskar Pétur. „Sá guli tók yfir þegar við köstuðum næst.“ Stutt tog Þeir voru með fótreipistroll sem hæfir mjúkum botninum í Háfa - dýpinu. Í næstu holum var mest af þorskiog seinni partinn á mánu - daginn var ákveðið að fara í land þó enn vantaði í örfá kör. Lengst voru togin stutt en gáfu upp í 12 til 14 tonn. „Hægt er að fylgjast með því hvað mikill fiskur er kominn í troll - ið og þegar kveikt er á öllum nem - um er trollið dregið upp í sjó og dól að þangað til búið er að tæma móttök una og pláss er fyrir nýjan skammt. Þorskurinn var mest áberandi en það var líka ýsa, langa og eitthvað lítið af lýsu.“ Trollinu er spólað inn á tromlu eftir búið er að húkka úr hlerunum og belgur og poki hífður upp á dekk. Leyst er frá pokanum og fiskurinn rennur niður í móttöku sem tekur um tíu tonn. Þaðan fer hann á færibandi inn á aðgerðar- borðin þar sem höfð eru höfð snör handtök við að gera að fiskinum. Hrogn og lifur eru skilin frá. Niðri í lest er færiband sem hægt er að snúa og draga í allar áttir og af því fer fiskurinn beint í körin þar sem honum er raðað og hann ísaður. Það var nóg að gera hjá körlunum á Vestmannaey í þessum túr. Vakt - irnar eru 16 tímar og átta tímar í svefn en þegar mikill afli er standa menn aukavaktir eftir þörfum. Alls eru þeir með 160 kör en í þessum túr voru þeir með fisk í 140 körum eða um 65 tonn. Þegar líða tók á mánudaginn var ákveðið að fara í land og lagði Vest- manney að bryggju klukkan sex á mánudagskvöldið og hafði túrinn staðið í nákvæmlega 22 klst. Strákarnir í aðgerð. Fremstur er Einar Örn Þórsson, 1. vélstjóri, þá Finnur Freyr Harðarson, háseti og fyrir aftan hann glittir í Héðinn Karl Magnússon, 2. stýrimann. Trollið tekið um borð, fullt af vænum þorski, líka ýsu og eitthvað af lýsu. Mikilvægasti maðurinn um borð. Kokkurinn Sigmundur Rúnar Rafnsson sér til þess að enginn fer svangur í koju. Það þarf auðvitað að ísa aflann. Finnur Freyr slær ekki slöku við í lestinni. Ósvaldur Freyr Guðjónsson, netamaður virðist vera sáttur með aflann. Togbáturinn Siggi Bjarna frá Garði var á sömu slóðum og Vestmannaey. ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrettir. is Trollinu er spólað inn á tromlu eftir búið er að húkka úr hlerunum og belgur og poki hífður upp á dekk. Leyst er frá pokanum og fiskurinn rennur niður í móttöku sem tekur um tíu tonn. Þaðan fer hann á færibandi inn á aðgerðarborðin þar sem höfð eru höfð snör handtök við að gera að fiskinum. Hrogn og lifur eru skilin frá. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.