Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Qupperneq 21
Eyjafréttir / Miðvikudagur 17. apríl 2013 21
°
°
Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á
Vestmannaey VE, segir að
ótrúlega mikill fiskur hafi gengið
á grunnslóð á vertíðinni.
Vandinn sé að hífa áður en troll -
ið fyllist því ekki vilja þeir taka of
stór höl.Það hefur ekki bara
verið mokfiskirí, veðrið hefur
verið tiltölulega gott og vertíðin
því verið þægileg. Undanfarið
hefur verið stutt að sækja og
fljótt gengur að fylla.
Birgir Þór, sem er meðal okkar
reyndustu skipstjóra, segir að það
hafi verið algjört mok á grunn -
slóðinni en minni fiskur er í kantin -
um en oft áður. „Það hefur nánast
verið hægt að labba á fiskinum,
hann er það þéttur og vandinn er að
fá ekki of mikið í hverju holi,“
sagði Birgir. „Maður þarf að vera
nógu fljótur að hífa þegar fiskurinn
byrjar að ganga inn.“
Þegar hann var beðinn um að lýsa
vertíðinni sagði hann að það hefði
verið ágætt á ýsunni fyrir austan
fyrst eftir áramót og ufsinn hafi
komið við Eyjar í febrúar. „Það er
búið að vera mjög gott hjá þeim
sem geta beitt sér í ufsanum, eiga
nógan kvóta og það er nóg af
þorski, stórum og góðum,“ sagði
Birgir og kom næst inn á breytt
mynstur á fiskigöngum.
Hafró sér ekki þennan fisk
„Núna fæst ýsan allt í kringum
landið, sérstaklega fyrir norðan og
ástandið hér heima við er allt annað
en oftast áður. Á meðan mikill
fiskur er á grunnslóð er lítið að hafa
í kantinum nema karfa. Neta- og
togararall Hafró fer að mestu leyti
fram í köntunum og þeir sjá ekki
þennan fisk sem við sjáum hér.
Segjast elstu menn ekki hafa séð
eins mikið af fiski og í vetur. Hafa
síðustu túrar verið þannig að við
erum með trollið í botni í tíu til 20
mínútur og svo er það híft upp í sjó
og dólað með það þangað til búið er
að gera að fiskinum í holinu á
undan,“ sagði Birgir máli sínu til
stuðnings.
Hann segir mikinn fisk hafa verið
á grunnslóðinni í fyrra en hann sé
enn meiri í ár. „Hann virðist líka
vera dreifðari á stærra svæði. „Á
meðan við erum í Háfadýpinu að
reyna fá blandaðan fisk er Steinunn
SF vestur á Selvogsbanka að reyna
við ufsa og Drangavík VE fyrir
vestan Eyjar í þorski sem er auð -
veldast að fá. Þó maður fái átta tonn
í hali kastar maður aldrei í sama
farið, til að reyna fá réttu blönduna
og yfirleitt endum við í karfa í
kantinum.“
Birgir segir að fleira en gott fiskirí
hafi einkennt vertíðina. „Veðrið
hefur verið tiltölulega milt í vetur
og gott á sjónum þannig að þetta
hefur verið þægileg vertíð.“
Verðhrun á þorski
Markaðurinn hverju sinni ræður
ráðstöfun aflans. Allur ufsi fer í
Godthaab og mest af þorskinum
líka. „Við sendum svo tvo gáma á
markað erlendis eða um 40 prósent
aflans, hitt er unnið hér á landi. Það
hefur verið ágætt verð á ýsu undan-
farið, annar fiskur hefur lækkað
eitt hvað nema þorskurinn sem hefur
hrunið. Ég gæti trúað að verð á
þorski hafi lækkað um 35 til 40
prósent. Verðið í fyrra var 440
krónur á vertíðinni og um 550
krónur á haustin þegar framboð er
minna. Í haust var verðið á þorsk -
inum í kringum 400 krónur en á
vertíðinni 250 til 260 krónur. Þessi
lækkun á þorskinum kemur niður á
sjómönnum ekki síður en útgerð -
inni.“
Þegar Birgir er spurður um kvóta -
stöðuna segir hann að kvótinn sé og
verði alltaf alltof lítill. „Hjá okkur
er það alverst í ýsunni sem hefur
verið skorin mikið niður síðustu ár.
Við erum alveg hættir að sækja í
ýsuna eins og við gerðum, það er
frekar að hún sé meðafli.
Ég er ósammála Hafró sem segir
ýsustofninn í lægð. Það er meira af
ýsu en þeir halda fram og þorsk -
kvótinn mætti vera miklu meiri.
Hafró er yfirleitt þremur árum á
eftir og það verður komin niður -
sveifla þegar þeir uppgötva upp -
sveifluna í þorskinum,“ sagði Birgir
sem að endingu kvaðst að öðru leyti
vera vera sáttur við Hafró.
Birgir skipstjóri á Vestmannaey
ánægður með vertíðina:
Vandinn er að
fá ekki of mikið
í hverju holi
:: Elstu menn ekki hafa séð eins
mikið af fiski og í vetur
:: Hafró ekki enn búin að uppgötva
uppsveifl una í þorskinum
Karlinn í brúnni, Birgir Þór Sverrisson tekur stöðuna í gegnum
talstöðina.
Söngkeppni framhaldsskólanna
verður haldin á Akureyri um
helgina en fjórir Eyjapeyjar ætla
að verja heiður Framhaldsskól -
ans í Vestmannaeyjum í keppn -
inni. Þetta eru þeir Birgir Davíð
Óskarsson, Guðbjörn Guðjóns-
son Patrick Maximilian Rittmüller
og Jón Þór Guðjónsson. Kvartett -
inn kalla þeir Hólí Mólí en reynd -
ar voru þeir ekki alveg búnir að
negla niður nafnið þar sem þeir
hafa líka notað FÍV-strákarnir.
Keppnin fer þannig fram að öll
atriðin 30 koma fram fyrir þriggja
manna dómnefnd á föstudaginn. Sú
dómnefnd velur 12 atriði sem komast
áfram í aðalkeppnina, sem verður á
laugardagskvöld og í beinni út-
sendingu Ríkissjónvarpsins. „Við
ætlum að komast í aðalkeppnina, það
er ekki spurning,“ sögðu strákarnir
sem kíktu við á ritstjórn Eyjafrétta á
mánudag.
Hólí Mólí eða FÍV-strákarnir taka
lagið Let's get it started með Black
Eyed Peas sem þótti henta vel
sönghæfileikum drengjanna. „Þetta
er svona soft rapp en við leggjum
mikla áherslu á sviðsframkomuna,
verðum kynþokkafullir og flottir.
Þetta verður algjört bíó. Flestir
standa bara einir á sviðinu og syngja
en við erum með heljarinnar atriði
sem ég veit að fólk vill sjá aftur í
beinni útsendingu,“ útskýrði Patrick.
„Páll Óskar er einmitt einn þriggja
dómara og við leggjum svolítið upp
með að heilla hann upp úr skónum.
Við dönsum m.a. 20 dansspor,“ bætti
Guðbjörn við en hann er aðal í
kvartettinum.
Strákarnir fóru í tveggja daga work-
shop í lok mars en mættu reyndar
bara seinni daginn. „Í viðtali sem var
tekið við okkur fyrir keppnina,
reyndi Patrick að útskýra fjarveru
okkar fyrri daginn með ömurlegum
brandara. Best að hann útskýri hann
sjálfur,“ sagði Jón Þór og beindi
orðum sínum að Patrick.
„Ég spurði stelpurnar hvort það
hefði ekki verið 26. mars og sagði
svo að við hefðum ruglast og haldið
að það hefði verið 26. snickers. Það
hló enginn,“ sagði Patrick von -
svikinn.
Duglegir á facebook
Allir sem taka þátt í keppninni hafa
haldið úti facebooksíðu og hafa
strákarnir verið einstaklega duglegir
við að setja inn myndbönd frá
æfingum. „Við höfum aðeins kíkt á
síður hjá hinum skólunum og það eru
fáir sem eru jafn duglegir og við.
Vonandi hjálpar það okkur til að
komast áfram,“ sagði Guðbjörn en
facebooksíðu þeirra má finna með
því að skrifa „FÍV Söngkeppni
Framhalds skólanna 2013 Patrick Jón
Þór Guðbjörn & bara Biggi“.
Hvað er þetta „bara Biggi“?
„Þetta festist við mig eftir viðtalið.
Ég sagðist heita bara Biggi tvisvar og
hef verið kallaður þetta síðan,“ sagði
bara Biggi.
Strákarnir hafa undirbúið sig af
krafti síðustu vikur og æft stíft enda
urðu mannabreytingar frá undan -
keppninni í skólanum. „Ævar Örn
Kristinsson, aka Danny Zuko, var
með okkur fyrst en hann var rekinn
fyrir kjaft. Biggi kemur í hans stað
og fyrir vikið er kvartettinn mun
betri,“ útskýrði Jón Þór.
Vilja að fólk muni eftir sér
Hafið þið séð atriði sem eru líkleg til
að enda í öðru sæti á eftir ykkur?
„Já það eru nokkur sem koma til
greina. Mér finnst atriðið hjá MS
vera mjög flott. Annars skorum við
á alla að kíkja inn á facebooksíðuna
okkar og fylgjast með keppninni.
Við verðum með 20 manna stuðn-
ingslið en sem betur fer kemst
Alexander Gautason ekki. Svo bæt -
ast stelpurnar á Akureyri við stuðn-
ingsmannahópinn þegar þær eru
búnar að sjá okkur, þannig að FÍV
mun óma um salinn,“ sagði Patrick.
„Við viljum að fólk muni eftir
okkur og komi til okkar eftir keppn-
ina og segi við okkur: -Hey, eruð þið
ekki FÍV-strákarnir? Hólí Mólí,
hvað þið voruð góðir,“ sagði Guð -
björn hlæjandi.
Er þetta upphafið að löngum ferli
kvartettsins?
„Næst tökum við Eurovision,“
svöruðu strákarnir áður en þeir ruku
út í sólina.
Söngkeppni framhaldsskólanna um helgina:
Viljum að fólk
muni eftir okkur
:: Kvartettinn Hólí Mólí ver heiður FÍV
:: Verðum kynþokkafullir og flottir
ÓMAR GARÐARSSON
omar@eyjafrettir. is
JÚLÍUS G. INGASON
julius@eyjafrettir. is
Þetta er svona soft rapp en við leggjum
mikla áherslu á sviðsframkomuna, verðum
kynþokkafullir og flottir. Þetta verður algjört
bíó. Flestir standa bara einir á sviðinu og
syngja en við erum með heljarinnar atriði
sem ég veit að fólk vill sjá aftur í beinni
útsendingu
”