Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Síða 23
°
° Eyjafréttir / Miðvikudagur 17. apríl 2013 23
Knattspyrna
KFS meÝ
annan fótinn í
úrslit
KFS hefur gengið afar vel í 1. riðli
C-deildar Lengjubikarsins í knatt -
spyrnu. Eyjamenn hafa spilað
fjóra leiki, unnið þrjá og gert eitt
jafntefli en KFS er í efsta sæti
riðilsins þegar aðeins einn leikur er
eftir, gegn Afríku sem er í neðsta
sæti án stiga. Nú síðast lagði KFS
Ísbjörninn að velli á Selfossvelli,
4:2 en mörk KFS gerðu þeir
Ásgeir Heimir Ingimarsson (2),
Einar Kristinn Kárason og Friðrik
Már Sigurðsson. Ef allt fer eftir
bókinni og Eyjamenn vinna Afríku
í síðasta leiknum, þá er KFS
komið í úrslit C-deildar en þangað
komast efstu lið riðlanna fjögurra.
Keppnistímabilið virðist því fara
ansi vel af stað hjá lærisveinum
Hjalta Kristjánssonar, þjálfara
liðsins.
Enn tapa
stelpurnar
Hvorki gengur né rekur hjá
kvenna liði ÍBV í knattspyrnu en
liðið leikur í A-deild Lengju-
bikarsins. Þegar fjórum af fimm
umferðum er lokið, er ÍBV enn án
stiga enda hefur liðið tapað öllum
fjórum leikjum sínum. ÍBV tapaði
fyrir FH og Þór/KA með minnsta
mun, 2:1 í bæði skiptin, 4:0 gegn
Breiðabliki og Valur niðurlægði
svo Eyjaliðið með 6:0 sigri. ÍBV
á eftir einn leik í keppninni, gegn
Stjörnunni en leikurinn fer fram á
laugardaginn. Mark ÍBV gegn
Þór/KA gerði Bryndís Jóhannes-
dóttir.
Þórarinn Ingi
maÝur leiksins
Þórarinn Ingi
Valdimarsson,
leikmaður ÍBV
sem nú er í láni
hjá norska úr -
vals deild arlið -
inu Sarps -
borg, var valinn
maður leiksins
í leik liðsins gegn Álasundi.
Leikurinn fór fram á heimavelli
Sarpsborg en Álasund hafði betur
0:2. Þetta kemur fram á
Fótbolti.net.
Sarpsborg hefur farið ágætlega af
stað en þegar fjórum umferðum er
lokið, hefur liðið unnið einn leik,
gert tvö jafntefli og tapað einum.
Liðið er í 9. sæti en 16 lið leika í
norsku úrvalsdeildinni.
Framundan
Miðvikudagur 17. apríl
Kl. 18:30 Fram-ÍBV
Úrslitakeppni kvenna, handbolti.
Laugardagur 20. apríl
Kl. 14:00 Stjarnan-ÍBV
Lengjubikar kvenna, fótbolti.
Kl. 13:00 Snæfellsnes-ÍBV
4. flokkur kvenna, fótbolti.
Kl. 13:30 Haukar-ÍBV
4. flokkur karla, ABC, fótbolti.
Kl. 16:00 Grótta-ÍBV
3. flokkur karla, AB, fótbolti.
Sunnudagur 21. apríl
Kl. 10:50 Keflavík-ÍBV
5. flokkur kvenna, fótbolti.
Kl. 13:00 FH-ÍBV
2. flokkur kvenna, fótbolti.
Íþróttir
Úrslitakeppni kvenna:
ÍBV á leiÝ í sumarfrí?
- Tap í kvöld þýÝir aÝ Fram hefur sópaÝ ÍBV út úr úrslitakeppninni annaÝ áriÝ í röÝ
Það var fátt sem gladdi augað
þegar ÍBV tók á móti Fram í
öðrum leik liðanna í undanúrslit -
um Íslandsmótsins. Eftir að hafa
staðið í Safamýrarstórliðinu í
fyrsta leik liðanna í Reykjavík,
vonuðust margir til að bilið milli
ÍBV og Fram og Vals, væri loks að
minnka. En annað kom á daginn,
Fram valtaði yfir ÍBV í Eyjum og
sýndi svo um munaði að enn er
talsvert í land með að ÍBV nái
þeim bestu í getu. Þrjá sigurleiki
þarf til að komast í úrslitin en
Fram er nú 2:0 yfir og getur unnið
þriðja leikinn í kvöld á heimavelli
sínum.
Leikirnir tveir voru nánast eins og
svart og hvítt. Fyrri leikurinn var
kaflaskiptur, þar sem liðin skiptu
hálfleikjunum á milli sín en Fram
náði að jafna metin í lok fyrri
hálfleiks eftir að ÍBV hafði náð fimm
marka forystu. Í seinni hálfleik náði
Fram svo fimm marka forystu en
undir lokin munaði minnstu að ÍBV
næði að jafna metin.
Leikurinn á sunnudaginn var hins
vegar á allt öðrum nótum. Fram náði
fljótlega undirtökunum og það var
eins og leikmenn ÍBV réðu ekkert
við 3-2-1 vörn Framara. Fram var
7:15 yfir í hálfleik og átti ekki í vand -
ræðum með að sigla sigrinum örugg -
lega í heimahöfn.
Það bendir því allt til þess að leik-
menn ÍBV séu á leið í sumarfrí og í
raun ekkert nema kraftaverk getur
komið í veg fyrir að svo verði. ÍBV
þarf að vinna Fram þrisvar sinnum í
röð, þar af tvívegis í Safamýrinni en
þess má geta að ÍBV hefur ekki
unnið Fram í mótsleik síðan Eyja -
liðið hóf aftur keppni í úrvalsdeild
fyrir þremur árum. Það er því til
mikils ætlast að ÍBV vinni þrjá leiki
í röð en á meðan enn er von, er algjör
óþarfi að gefast upp. Það væri í það
minnsta gaman að fá Framliðið aftur
til Eyja.
Rakel Hlynsdóttir reynir að brjótast í gegnum vörn Fram en er stöðvuð
af fyrrum markverði knattspyrnuliðs ÍBV, Birnu Berg Haraldsdóttur.
ÆfingaferÝ karlaliÝs ÍBV í knattspyrnu:
GóÝur endir á góÝri ferÝ
- ÍBV mætti Portsmouth og tapaÝi 2:1 - Hermann ánægÝur meÝ ferÝina
ÍBV mætti Portsmouth í góð -
gerðaleik á Fratton Park, heima -
velli enska liðsins sem spilaði í
úrvalsdeild fyrir þremur árum en
hefur farið hratt niður á við í
ensku deildarkeppninni, lék í C-
deild í vetur og reyndar var það
þannig að í leikslok kom í ljós að
Portsmouth er fallið í D-deild.
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV
og fyrrum leikmaður Porstmouth,
kom því í gegn að liðin myndu mæt -
ast en allur ágóði leiksins rennur
beint til Portsmouth enda hefur
félagið glímt við mikil fjárhags -
vandræði undanfarin ár. Um sjö þús -
und manns mættu á völlinn, sem telst
nokkuð góð mæting á leik sem þenn -
an en þrátt fyrir slakt gengi liðsins,
mæta um 12 þúsund manns á heima -
leikina, sem er næstmesta aðsókn
allra liða í C-deild.
Hermann sagði í samtali við Eyja -
fréttir að leikurinn hefði verið
skemmtilegur og allir, bæði leik-
menn og áhorfendur, hefðu skemmt
sér vel. „Þetta var nú líka til gamans
gert, enda rifu gamlar kempur
Portsmouth fram skóna og spiluðu
með. Reyndar var þetta hörkuleikur
og áhorfendur voru mjög ánægðir
með gæði leiksins. Það var frábært
að svona margir mættu á völlinn,
stemmningin var góð og mikil gleði
á vellinum. Það var líka gaman fyrir
strákana að upplifa þessa stemmn -
ingu og mér fannst við spila mjög vel
gegn vel þjálfuðum leikmönnum
Portsmouth. Ég vona að strákarnir
hafi notið þess að spila á þessum
velli fyrir framan þessa áhorfendur.“
Eins og áður sagði kom Hermann
inn á og lék með báðum liðum. „Það
var náttúrulega mjög gaman að fá að
sprikla aðeins með. Það komu
nokkrar gamlar hetjur og spiluðu
með Portsmouth. Ég var svo valinn
maður leiksins en ég held að það hafi
verið vegna þess að ég gaf alltaf á
hitt liðið. Ég spilaði með báðum
liðum, þannig að það var ekki hægt
annað en að velja mig mann
leiksins,“ sagði Hermann hlæjandi.
Þjálfarinn er annars ánægður með
æfingaferð liðsins til Englands og
telur að hún hafi hjálpað mikið til í
undirbúningi ÍBV fyrir fyrsta leik
sem verður eftir tæpar þrjár vikur.
„Markmiðið hjá okkur var að þétta
hópinn í þessari ferð. Hópurinn er
tvískiptur og gott að hafa alla leik-
mennina þannig að það sé hægt að
vinna saman á æfingum. Ég er mjög
ánægður með hvernig til hefur tekist
enda ferðin verið góð.“
Þið skoðuðuð einhverja leikmenn.
Er búið að semja við einhverja af
þeim?
„Það liggur ekkert fyrir í þeim
efnum. Við erum að skoða hvað
hægt sé að gera og hvort menn séu
tilbúnir að koma á þeim kjörum sem
við getum boðið,“ sagði Hermann að
lokum en Eyjamenn voru væntan -
legir heim í dag, miðvikudag. Fram -
undan eru svo tveir til þrír æfinga -
leikir.
Góð stemmning var á vellinum þegar Portsmouth tók á móti ÍBV.
Flottir fim-
leikakrakkar
Þessi myndarlegi hópur frá Fim-
leikafélaginu Rán tók þátt í Fylkis -
mótinu í hópfimleikum. Krakk -
arnir gerðu sér lítið fyrir og unnu gull
og silfur á trampolíni. Þau skemmtu
sér konunglega og voru félagi sínu til
sóma í ferðinni. Hópurinn vildi
koma á framfæri þakklæti til Vil-
bergs fyrir stuðning við félagið fyrir
ferðina.
Íþróttir
Handbolti
Nemanja ekki
meÝ ÍBV
næsta vetur
Það verður ekkert úr því að skyttan
öfluga, Nemanja Malovic, sem
varð markahæsti leikmaður 1.
deild ar í vetur, spili með ÍBV
næsta vetur. Nemanja þurfti að
yfirgefa landið þar sem hann var
ekki með landvistarleyfi en náði
þó að spila alla leiki liðsins, utan
þess síðasta. Eftir því sem fram
kemur á heimasíðu ÍBV-íþrótta -
félags, hófust strax viðræður við
leikmanninn en ekki reyndist
mögulegt að keppa við launatilboð
svissneska liðsins Amicitia Zürich
og leikur hann því í Sviss næstu
tvö árin.
„Það er nokkuð ljóst að karlaliðið
verður fyrir mikilli blóðtöku þegar
þessi góði drengur heldur á önnur
mið, en þjálfarar og stjórn eru
þegar byrjuð að leita að arftaka
Nemó,“ segir í frétt á vefsíðu ÍBV-
íþróttafélags.
3. og 4.
flokkur í
undan úrslit
Þriðji flokkur karla í handbolta
tryggði sér sæti í undanúrslitum Ís-
landsmótsins með heldur óvæntum
en glæsilegum sigri á Fram í 8-liða
úrslitunum. Leikurinn fór fram á
heimavelli Framara en Eyjapeyjar
unnu með þremur mörkum, 26:29.
ÍBV lék í 2. deild í vetur en endaði
í efsta sæti og komst því í úrslit.
Fram aftur móti lék í 1. deild, end -
aði í efsta sæti og því eru úrslitin
nokkuð óvænt. Í undanúrslitum
mætir ÍBV FH, sem endaði í þriðja
sæti 1. deildar í vetur.
Mörk ÍBV: Dagur Arnarsson 10,
Arnar Gauti Arnarson 5, Nökkvi
Dan Elliðason 5, Hákon Styrmis-
son 4, Svavar Grétarsson 4,
Magnús Karl Magnússon 4.
Fjórði flokkur karla komst einnig
í 8-liða úrslit Íslandsmótsins, bæði
yngra og eldra árið. Eldra liðið
sótti Hauka heim en tapaði í
hörkuleik 28:26. Yngra liðið er
hins vegar komið áfram eftir sann -
færandi sigur á Herði frá Ísafirði.
Liðin áttust við í Eyjum á laug -
ardag og var aldrei spurning hvort
liðið væri betra enda lokatölur
24:12 fyrir ÍBV. Í undanúrslitum
sækir ÍBV FH heim í Kaplakrika.
Þjálfari beggja flokka er Jakob
Lárusson.
Mörk yngra liðsins: Breki Ómars-
son 6, Friðrik Holm Jónsson 3,
Hákon Jónsson, Elliði Snær
Viðarsson 3, Sveinn Andri Pálsson
2, Ágúst Emil Grétarsson 2, Darri
Viktor Gylfason 2, Ásgeir Elíasson
1, Ingvar Ingólfsson 1, Daníel Sig-
urjónsson 1.