Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.09.2015, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 16.09.2015, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. september 2015 Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. blaðamenn: Gígja Óskarsdóttir - gigja@eyjafrettir.is Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is Íþróttir: Guðmundur Tómas Sigfússon - gudmundur@eyjafrettir.is ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson. prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Nýir eigendur eru komnir að húsinu sem áður hýsti Póst og síma við Vestmannabraut. Það var boðið til sölu hjá Ríkis- kaupum núna í vor og hæsta boð kom frá Þingvangi. Þingvangur ehf. sérhæfir sig í byggingu á íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Í samtali við Kristján Sveinlaugs- son hjá Þingvangi kom fram að þeir hyggjast breyta húsnæðinu í íbúðir sem þeir munu svo á endanum setja á sölu. Aðspurður um áhuga fyrir Vestmannaeyjum sagði Kristján að Þingvangur hafi trú á Vestmanna- eyjum og telja þeir að hér sé góður markaður fyrir íbúðir. Þingvangur er að vinna á ýmsum stöðum á landinu m.a. á Höfn, Snæfellsnes og Akureyri. Við erum orðin heilsueflandi grunnskóli og tökum þátt í öllum verkefnum sem stuðla að bættri heilsu og vellíðan. Föstudaginn 11. september var átakið „Göngum í skólann“ formlega sett í Grunn- skóla Vestmannaeyja. Nemendur í 8. til 10. bekk gengu yfir í Hamars- skóla og heimsóttu vinabekki sína í 1. til 3. bekk. Eldri nemendurnir byrjuðu á því að hlusta á þá yngri lesa, þegar því var lokið unnu nemendur með hjörtu sem þeir klipptu út og skreyttu, hengdu síðan upp á veggi skólans. Með því að ganga eða hjóla í skólann þá þjálfum við hjartað. Þar sem tími vannst til spiluðu nemendur saman. Í lokin fóru nemendur saman út í frímínútur í leiki. Endaði heimsóknin á því að skólastjóri kallaði nemendur og starfsfólk saman á gervigrasvöllinn og setti átakið formlega. Nemendur í 4. og 5. bekk gengu yfir í Barnaskóla til að hitta nemendur í 6. og 7. bekk. Skóla- stjóri hélt þar stutta ræðu og setti verkefnið. Eftir það var skipt í hópa og nemendur fóru í hópeflisleiki á skólalóðinni. Öllum nemendum skólans var boðið upp á ávexti úti á skólalóð- inni í góða veðrinu, það var verslunin Krónan sem gaf okkur ávextina og viljum við þakka þeim það. Dagurinn var mjög vel heppnaður og nemendur stóðu sig frábærlega. Verkefnið stendur yfir frá 9. sept. til 7. október og lýkur með alþjóðlega Göngum í skólann deginum, við í GRV endum þann dag með Norræna skólahlaupinu. Með fyrirfram þakklæti, Óla Heiða deildarstjóri GRV. Belgíska dæluskipið Taccola er væntanlegt í vikunni til að dæla upp sandi í og við Landeyjahöfn. Taccola er um 95 m langt og 20 m breitt. Björgun heldur áfram með sín skip því félagið er með samning við Vegagerðina til 29. febrúar á næsta ári. Til samanburðar má geta þess að Herjólfur er 71 m langur og 16 m breiður. Belgíska stórfyrirtækið Jan de Nul átti lægsta tilboð í dýpkun Land- eyjahafnar fyrir tímabilið 2015 til 2017, upp á tæplega 588 milljónir króna. Er miðað við að dæla 750 þúsund rúmmetrum af sandi á næstu þremur árum. Þrjú tilboð bárust í verkið, öll frá erlendum aðilum. Björgun ehf. sem hefur séð um sanddælingu í höfninni á undanförnum árum skilaði ekki inn tilboði. Frá Grunnskóla Vestmannaeyja :: Heilsueflandi grunnskóli: „Göngum í skól- ann“ formlega sett Ganga milli skóla undirbúin. Krónan bauð öllum nemendum skólans upp á ávexti úti á skólalóðinni í góða veðrinu. Mynd / wikimedia.org Belgarnir byrja að dæla í vikunni Grafskipið Taccola er um 95 m langt og 20 m breitt. Pósthúsið fær nýtt hlutverk, þar verða íbúðir í framtíðinni. Nýjar íbúðir í gamla Póst- húsinu Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.